Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Síða 5

Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Síða 5
Mánudagur 24. apríl 1972 AAánudagsblaðið 5 Óvinsælar athugasemdir: „ÆlmenrúnguT kýs alltaf og dls staðar það eitt, sem honum finnst þcegilegast fyrir sig t bili.' „ . . . en mig langar til að skjóta því hér inn, að mér finnst of mikið um það, að stjórnmálamenn liggi undir ósanngjarnri gagn- rýni og orðið stjórnmálamaður sé gjarnan notað sem eins konar skammaryrði. . . . Þeir menn, sem sinna stjórnmálum leggja oft á tíðum á sig miklu meiri vinnu en fólk gerir sér grein fyrir og þá ekki fyrst og fremst í þágu flokkanna sem slíkra, heldur umbjóðenda sinna." — Jóhaon Hafstein, stjórnmálamaður (að eigin áliti), í „Morgunblaðinu", 22. marz 1972. SÁLARKLÁÐI Bjálfabjartsýnin er án nokk- urs efa sá sjúkdómur, sem einna heiftarlegast herjar íslenzkt lýð- ræðistrúarfólk um þessar mund- ir. Allt er auðvelt, og því allir vegir færir. Það er leikur einn að hækka laun allra landsmanna um fáeina milljarða króna á rúmu ári umfram greiðslugetu atvinnuveganna; án þess að verðbólga vaxi, án þess að gjald- eyrisforðinn rýrni, og án þess að gengi gjaldmiðilsins lækki. Landvarnir teljast bezt tryggðar og öruggastar, þegar ekkert verður til varnar. Ekkert er vandaminna en að hækka út- gjöld ríkisins um 50% í einni svipan, án þess að hækka skatta eða tolla. Mútur eru ekki mútur, . ef þeim er „mótmælt" með „bókun". Að ógleymdum smá- munum eins og þeim að efna til ' illdeiTná við allar helztu vina- og viðskiptaþjóðir, samtímis sigurgöngu inn í efnahagssam- tök þeirra, þar sem þeim gefst náðarsamlegast kostur á að njóta fjármálaspeki íslendinga gegn hóflegum fríðindum. Hingað til hefi ég alltaf hald- ið, að bjálfabjartsýnin væri ein- göngu arfgengur kvilli. Nú veit ég, að hún er ekki síður smit- andi. Náskyld nefndri vinstrisýki, og ein helzta undirrót hennar, er óraunsæin, vanhæfnin og viljaleysið til þess að skynja veruleikann eins og hann er. Af slíku sálarástandi leiðir m. a. hin þráláta tilhneiging vinstri- manna til þess að bíta sig fasta í andartaksáhrif tiltekinna ákvarðana, eða áorkan þeirra á þröngan sérhagsmunahóp, og loka jafnframt augunum fyrir þeim langframaáhrifum, sem aðgerðirnar hljóta ekki aðeins að hafa á sérhagsmunahópinn heldur einnig á alla aðra hags- munahópa, á þjóðarheildina. Þegar t. d. verkalýðseigendur fussa við allt að 10% kaup- hækkun, en það var sannanlegt hámark þess, sem bezt stæðu atvinnurekendurnir gátu greirt haustið 1971, og beita þess i stað hinu ofboðslega stólsetuafli blýrassa sinna til þess að knýja fram a. m. k. 65% útgjalda- aukningu atvinnuveganna á næstu fjórtán mánuðum, þá er þar með það langt gengið út fyrir öll skynsamleg takmörk, að m. a. s. stundarhagur laun- þega verður ekki greindur. Öllu fremur má með fullum rétti líta á slíkt háttalag sem skýlausa, ófrávíkjanlega kröfu um hækk- un vöruverðs og þjónustu, at- vinnuleysi eða gengishrun. Jafn- vel þetta þrennt samtímis. Nema því aðeins, að verkalýðs- rekendur treysti viðsemjendum sínum til ofurmannlegra afreka á sviði framleiðslu og viðskipta, og telji þá búa yfir fjármálaleg- um galdramætti, því að vitan- lega væri ósanngjarnt að ætla þá slíka fáráðlinga, að þeir bú- ist við nokkru öðru en fálmi og fumi af hendi samherja sinna, núverandi vinstraráðuneyti. Til þess þekkjast piltarnir of vel. Hér er því naumast öðru til að dreifa heldur en blindu á afleiðingaratriði. REGINMUNUR Og í þessu sést einmitt glögg- Iega munurinn á vinstristefnu og hægristefnu. Vinstrimenn sjá ekki annað, þegar bezt lætur, en það, sem blasir við augum á stundinni; hægrimenn leitast við að gera sér grein fyrir því, sem framundan er. Vinstrimenn einblína á skýjaborgina; hægri- menn sjá, að hún fær ekki stað- izt á jörðinni. Vinstrimenn líta á viðfangsefnin sem einangruð fyrirbrigði í rúmi og tíma; hægrimenn gera sér grein fyrir samhenginu, þeir vita að ekkert. hversu smávægilegt sem það annars kann að virðast í fljótu bragði, er með öllu áhrifalaust. allt hefir einhver áhrif, annað hvort bein eða óbein, oftast hvort tveggja. Vinstrimenn líta eingöngu við þeim áhrifum, sem tilteknar aðgerðir hafa eða eru líklegar til þess að hafa á ákveðinn sérhagsmunahóp í bili; hægrimenn spyrja enn- fremur, og fyrst og fremst, hver áhrifin muni verða á þjóðar- heildina í bráð og lengd. Þetta er í örsmttu máli meg- inmunurinn á viðhorfum vinstri- manna (lýðræðissinna) og hægrimanna (stjórnræðissinna) til þjóðfélagslegra úrlausnar- efna. Munurinn liggur í augum uppi. Sú sjálfsagða fyrirhyggja. sem heilbrigð skynsemi býður að skuli viðhöfð í sérhverju fótmáli, og felst í því að horfa fram á veginn, hlýtur að verða að teljast frumskilyrði þess, að heilbrigðum markmiðum verði náð AUGUÓST MÁL En hvernig stendur þá á þvi, að lýðræðisstefnan á margfalt meiri ítök í öllum fjöldanum, hefir alls staðar þar, sem val- frelsi má sín einhvers, nær óve- fengjanlega sigurmöguleika fram yfir hægristefnuna? Svarið við þeirri spurningu liggur líka í augum uppi, og er álíka smtt og það er afdráttar- laust: Almenningur kýs alltaf og alls staðar það eitt, sem honum finnst þcegilegast fyrir sig í bili. Þetta er svo augljós sann- leikur, að það nálgast vítaverða pappírseyðslu að finna honum stað hér. Eigi að síður skulu nokkur dæmi nefnd honum til áréttingar. Flestir þekkja af persónulegri reynslu alls konar ávana og nautnir, sem geta verið ánægju- legar í augnablikinu, en skað- legar til lengdar. Sérhver skyni- gædd manneskja veit, að bíla- æði, eiturlyfjafíkn, tóbaksbræla og ofdrykkja er seigdrepandi sjálfsmorð. Samt sem áður kost- ar þessi ófögnuður hundruð milljóna manna Iíf og Iimi. heilsu og hamingju á hverju ári. T. d. drepa bílasjúklingar ná- lega 20.000 manns árlega í Vestur-Þýzkalandi einu. Og í al- þýðulýðveldinu íslandi telja at- vinnulýðræðismenn (sýnileg árs- laun þingþrasara á árinu 1972 kr. 806.424,00 fyrir 5 mánaða „störf") tóbak og brennivín til lífsnauðsynja, en það álit sitt staðfesta þeir í verki með því að reikna verð hvors tveggja sem framfærslukostnað vísitölu- fjölskyldunnar. Öllum lidum drengjum lærist furðufljótt, að ef þeir borða yfir sig af sælgæri, þá verða þeir veikir í maganum. En allir litlir drengir vilja meira sælgæti, alveg eins og of- drykkjumaðurinn vill alltaf meira áfengi og bíldýrkandinn lengri bíltúra. Og loks má gera ráð fyrir að það hvarfli a. m. k annað veifið að flestum slæp- ingjum og bruðlklóm, jafnvel á meðan veizlan stendur sem hæst, að leiðin liggi beint inn í framtíð skulda og örbirgðar. ÁTRÚNAÐARGOÐ ALÞÝÐU Nákvæmlega hið sama á sér stað, þegar almenningur markar sér stefnu og stöðu í þjóðfélags- málum, hvort heldur að því er varðar stjórnmál eða efnahags- mál. Engir efnahagsvitringar eru í hærri vegum hafðir en þeir, sem gera lítið úr þýðingu sparnaðar og bóða sívaxandi eyðslu af trúarhita þeirra manna. er einir þekkja brautina til fyr- irheitna landsins. Ef einhver dirfist að malda í móinn og vekja athygli á óumflýjanlegum afleiðingum í ekki svo ýkja- fjarlægri framtíð, þá er hugg- unin venjulega „að þetta redd- ast einhvern veginn", eða að notazt er við svar hins glataða sonar við ávímm aðvarandi föð- urs: „Á morgun erum við öll dauð!". Og þessu líkt glópa- gaspur jafngildir dýrmætustu vísdómsperlu hvarvetna í lýð- ræðinu. ÁVEXTIR TRÚAR En harmleikurinn er auðvitað þvert á móti fólginn í því, að í dag brjótumst við ólm um í þeirri snöru, sem var reyrð að hálsi okkar í gær. Dagurinn í dag er nefnilega morgundagur dagsins í gær, m. ö. o. dagurinn, sem allir vinstriskálkar kepptust við að telja okkur trú um, að engar áhyggjur þyrfti af að hafa, honum hefði verið „reddað á fé- lagslegum grundvelli". Nú óskapast allir út af þeim gífurlegu verðhækkunum á öll- um sköpuðum hlutum, sem hér hafa riðið yfir eins og holskefla síðan núverandi vinstraráðu- neyti hópaðist að jötunni, og það ekki að ófyrirsynju. Hinn grátbroslegi sannleikur í sam- bandi við öll þau ferlegu harma kvein og samsvarandi ásakann í garð núverandi vinstriherra er hins vegar sá, að þegar þetta er ritað, hefir bókstaflega engin verðhækkun átt sér stað, sem ekki hefir verið bein afleiðing af aðgerðum eða aðgerðaleysi fyrrverandi vinstristjórnar, þ.e ráðuneyti dr. Gylfa Þ. Gíslason- ar, sem þeim lýðræðisjafnaðar- mönnum þó.tti hyggilegra að skrá á nafn Jóhanns (stjórnmála manns að eigin áliti) Hafstein Sannleikans vegna og samheng isins er mér bæði ljúft og skyh að bæta því við, að holskefla verðhækkana myndi nú þegai hafa verið risin sýnu hærra, ef sósíalistaráðuneyti sjálfstæðis- manna hefði ekki hlotnazt það heimskinkjahapp að tapa alþing iskosningunum síðastliðið sum- ar. Eða trúir því nokkur, að dr Gylfi Þ. Gíslason myndi hafa látið sér til hugar koma að styggja dyggustu aðdáendut sína, meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, með því að stífa kúfinn ofan af þeim frekjulegu okurgjöldum er þeir ætluðu að sækja í vasa atkvæða sinna — fyrir í meðallagi góða þjón- usm? Þetta get ég staðhæft á- hættulaust; mig vænir enginn um hina allraminnsm tilhneig- ingu til þess að vilja bera í bæti- fláka fýrír „stjórn"í þaf sem verkalýðsrekendur eru í meiri- hluta yfir sofandi forsætisráð- herra og með utanríkisráðherra í bandi. Nei, við eigum eftir að upp- skera ávöxtinn af tilburðum nú- verandi vinstraráðuneytis (í lýð- ræðinu eru aldrei stjórnir, bara ráðuneyti). Þeir hafa þegar skot- ið rótum og munu að nokkru koma í ljós á næsm mánuðum. aðrir á næsm árum, og enn aðrir e. t. v. ekki fyrr en eftir áramgi. En þeir munu koma í ljós. Þá verður nýtt vinstraráðuneyti að líkindum komið á básinn samkvæmt fullkomlega Iögmæt- um lýðræðisaðferðum. Og þá munu ugglaust allir þeir, sem í krafti óskilyrts valfrelsis síns hafa komið þeirri „stjórn" til vald, sakna fyrrverandi hús- bænda sáran, því ð — — í lýðræðinu gildir regl- an um þverrandi stjórn- hæfni næstum því frávika- laust, ekki sízt sökum þess, að „þeir menn, sem sinna stjórnmálum leggja oft á tíðum á sig miklu meiri vinnu en fólk gerir sér grein fyrir . .", eins og hæfi- leikamaðurinn komst að orði J. Þ. A. Auglýslö í Mánudagsblaðlnu -)*)*)**- )f)t-Jt)t)t)t *-*-*■)**-)*)*)*)*)*)**-*-)*)**-)*)*)*)*)**-)**-*-)**•*->**-*-)*)*)*)**-)*)*'-!*)**-*-)*J*>*)*3*J*J*,*3**’J*,*J*J*J**'J*,**'*'5*,)* *■*■*■*•*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■ *■*•*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*■*•*•*■*■*■*■*•*•*■*■*■

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.