Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 08.05.1972, Blaðsíða 7
Mánudagur 8. maí 1972 Mánudagsblaðið 7 Vinnutími forstjóra Hr. ritstjóri. Vera má, aS hafið aldrei þurft að eiga undir svokölluðum forstjór- um bæði hjá einka- og opinberum fyrirtækjum. Hinsvegar væri gott ef þér athuguðuð hvenær þessir menn koma í vinnu sína, þótt þeir auglýsi að fyrirtækin opni á vissum tímum og þá væntanlega tilbúin i business. Það má heita undantekn- ing ef forstjórar opinberra fyrir- tækja mæta á réttum tíma, og oft sjást þeir ekki fyrr en eftir hádegi. Það versta er, að þessir menn eru þeir einu sem taka ákvarðanir, því þó þeir hafi fulltrúa, þá eru þeir bara tuskumenn, sem engu fá ráðið. Um einkafyrirtæki skiptir að vísu öðru máli. En mörg eru þau fyrir- tæki, sem stóðu tæpt fyrir, en hafa samt tapað stórlega á því, að for- stjórar þeirra, eða eigendur, hafa verið of miklir menn til að vinna réttan vinnutíma. Gildir þar sama reglan, að fulltrúarnir eru oftast nafnið eitt. Þessi landlæga ósvífni nær hámarki á íslandi, Iandi sem ennþá er, að heita má, á fyrsm og annarri kynslóð innfæddra forustu manna í verzlunarmálum. Þessi nafnbót stígur þessum plebbum svo voðalega jif, höfuðs, að þeir eru farnir, að þeir halda, að spila sig ameríska „milla". Gallinn er bara sá, að venjulegur amerískur ,milli" — ekki playboy — vinnur ekki minna en tólf stundir á dag og oft meira, þótt hann stjórni eða eigi fyr irtæki, sem hefur í rentur meira en alla veltu „stórfyrirtækja" hér heima. Údendir kaupsýslumenn undrast tvennt á íslandi: Óstund- vísi ábyrgra kollega þeirra hér og svo þá feiknarisnu, sem þeir leyfa sér í hádegisverðum og kvöldverð- um. Vera má, að kaupmenn, eink- um slíkir, standi enn það vel, að réttlætanlegt sé að kreppa enn bet- ur að þeim. Virðingarfyllst, J. S. P. Flugfreyjur pró & con Mánudagsblaðið, Rvík. Þökkum grein ykkar um flug- freyjur, sem ekki standa í „stykk- inu". Þær eru nokkrar sem verð- skulda skammir og aðfinnslur. Hins vegar eru sumar frábærar í allri þjónustu og minnumst við (þrír) einkum þeirra sem flogið hafa á Akureyrar-Egilsstaða rútunni. Still- ing þeirra og starf einkum í hazar- flugi (sennil. vondu flugveðri) er aðdáunarverð einkum á Akureyr- arrútunni. Þess verður að geta, sem gott er, og þarna unnu þær oft tvöfalt starf, sem við höfum oft orðið varir við. Með þökk. Akureyringar. Blaðið hefur fengið nokkur bréf, pró og con, í sambandi við grein- arkorn í 15. tölublaði, enda virðist greinin hafa orsakað smávegis fjaðrafok. Efni þessara greina er allt frá skömmum um einstaklinga innan stéttarinnar, hrós um hópinn eða þá gömlu, góðu dylgjurnar um að blöð þori ekki að gagnrýna flug- félögin vegna hættunnar að missa af boðsferðum þevrra. Þetta er út í bláinn, því vitað er að flugfélögin bceði eru fegin gagmýni ef hún byggist á staðreyndum, og hafa okkur vitanlega aldrei sett nein skilyrði um skrif um starfsemi þeirra. — Ritstjóri. (Sjá grein um flugfreyjur á öðr- um stað í blaðinu). Gæscskytterí og lögin Bréfakassinn. Þá er okkar gamli vinur, gæsin, komin til landsins og fer um sveit- ir eyðandi og skemmandi að vanda. Lögin banna skot, nema um sann- anlegan ágang sé að ræða en þar verður oft misbrestur á. Ef menn skjóta gæsakvikindið, þá er hættan sú, að byssan verði gerð upptæk auk sektar. Margir bændur hafa beðið okkur um að skjóta og okk- ur þykir það sjálfsagt, enda allt annað að skjóta í leyfi en leyfis- laust, þó það komi oft fyrir. Það væri máske ráð að breyta eitthvað skotlögunum varðandi skaðafugla eins og gæsina — jafnvel álftirnar — og ef þeim yrði breytt til batn- aðar, þá myndi ekki ríkja sá felu- leikur og leyniskytterí, sem núna er, og skaði bændanna yrði mun minni. Skotmaður. Það er útilokað að samþykkja það sjónarmið og enn síður þá stað- reynd, að þessi skotmaður þykist nauðbeygður að skjóta á laun. Und- ir öllum kringumstxðum, hvort heldur í vorskoti eða löglegu haust- skoti, er ekki aðeins skylda heldur sjálfsagt, að leita leyfis jarðareig- enda um skot í landi þeirra. Of margir eru í laumuskoti innan um búpening í högum og mildi, að ekki hefur meira tjón hlotizt af á dýr- um, en orðið er. Þótt það sé rétt, að þörfin á gœsaskytteríi á vorin sé engu minni en þegar hún kemur af varpstöðum í ágúst, þá er skot, án leyfis, ekki annað en rán, sem refsa ber. Við rruelum laumuskytt- um aldrei bót hversu flinkir sem þeir eru og hversu mikla þörf þeir telja, að verja lönd eða nýgrœðing, kartöflugarða eða annan gróður gegn ágangi fuglsins. — Ritstj. Aðalfundur Loftleiðu h.f. verður haldinn föstudaginn 2. júní n. k. í Kristal- sal Hótel Loftleiða kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Reikningar vegna ársins 1971 munu liggja frammi í aðalskrifstofu Loftleiða, Reykjavíkurflugvelli, frá 26. þ. m., og geta hluthafar vitjað aðgöngumiða sinna þangað frá og með þeim degi. 2. maí 1972. Stjórn Loftleiða h.f. Ræfildómur lögregluyfirvalda! Framhald af 1. síðu. er orðið, þurfti ekki að þýða það, að við ráðuneytinu hefði tekið pjáturmey, eins konar pólitískt viðrini, sem kenna þurfti að klæða og fæða, svo mannasiðir væru í. Hitt er fengin vissa fyrir, að hér er aðeins um hrætt rekald að ræða, sem leggur blessun sína yfir hverja þá hneysu, sem kommar skipa honum. ÖRYGGISLEYSI HÖFUÐSTAÐARINS Smá öfgahópar munu sjá sér víðar leik á borði en nú, þegar þeir finna, að landið er án löggæzlu, nema smáþjófar og ólátaseggir utan skemmti- staða. Það fleypur að 20 vopn- aðir menn geti tekið völd á landinu er orðin staðreynd. Ræfilmennska og kjarkleysi Móðuharðindanna var talin með eindæmum. Þjóðin sleikti rassgatið á erlendum yfirvöld- um, íslenzk yfirvöld undirrit- uðu grátandi arfsalið í Kópa- vogi og (slendingar nútímans reistu minnismerki viðburðin- um. Kjarkleysið er ekki horfið a. m. k. ekki úr vatnsæðum dómsmálavaldsins og lög- reglustjórnarinnar. Þeir eru hræddir, ömurlegir fulltrúar hræðslu og kjarkleysis, jafnvel þótt þjóðarsómi sé í veði. Er ekki Hábær að auglýsa eftir kokkum? ALMENNINGUR STÓR-REIÐUR S. I. fimmtudag birti Mbl. af- sökun lögreglustjórans: „Eng- inn bað mig um neitt' var af- sökunin. Spyrja má, hvað lög- reglan gerði ef blóðug upp- reisn brytist út og dómsmála- ráðherranum yrði rænt. Myndi löggan „bíða“ eftir fyrirmæl- um. Þá má minna yfirvöldin á, að íslendingar ætluðu ekki að koma upp safni yfir handritin, til þess að húsið yrði skálka- skjól fámenns skríls. Raggeit- in er enn nokkuð ofarlega f þeim, sem veita eiga vernd. Aðulfundur H.f. Eimskipafélags fslands verður haldinn í fund- arsalnum í húsi félagsins Þriðjudaginn 16. m?ií 1972 kl. 1.30 eftir hádegi. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Reikningar félagsins fyrir árið 1971, ásamt tillögum um útgáfu iöfnunarhlutabréfa og um framlengingu á fresti til aukningar hlutafjárins, liggja frammi í skrif- stofu félagsins frá og með 2. maí 1972. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir jan. og febr. s.l., og nýlagðan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttar- vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til toll- stjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 28. apríl 1972. Siguríón Sigurðsson. HAPPDBÆTTI HASKOLA ISLANDS Miðvikudagurinn 10. maí verður dregið í 5. flokki. 4.100 vinningar að fjárhæð 26.520.000 krónur. Þriðjudagurinn 9. maí er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóia Íslands 5. FLOKKUR: 4 á 1.000.000 kr. 4.000.000 kr. 4 á 200.000 kr. 800.000 kr. 180 á 10.000 kr. 1.800.000 kr. 3.904 á 5.000 kr. 19.520.000 kr. AUKAVINNINGAR: 8 á 50.000 kr. 400.000 kr. 4.100 26.520.000 kr.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.