Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Blaðsíða 1
24. árgangur f@íán»dagur 23. október 1972 40. tölublað Bjálfalán Alþýðubankans Hve mikiB var /ánað vafasömu fyrirtæki? Allar líkur benda nú til þess, að bankastjóri Alþýðubankans hafi glapizt á að lána milljónir — átta — að sögn til fyrirtæk- ís, sem er eða mun verða bráð lega mjög undir smásjá hins opinbera. Bankastjórinn, sem er því reyndari bitlingafræðing ur, sem hann er reynslulausari í peningafróðleik, mun hafa haft viðskipti fyrir hönd félags samtaka um ferðalög til út- landa — einskonar orlofsferð- ir og notið þar fyrirgreiðslu. í einhverju þakklætisskyni mun hann svo hafa veitt téðu fyrir- tæki þessa hjálp. FÉ HINNA SNAUÐU Taka ber fram, að þessi hjálp er auðvitað aðeins banka viðskipti. Hins vegar má efa að reyndur og ábyrgur banka- stjóri sem hefur til varðveizlu fé almennings og þá ekki sízt hinna kúguðu á íslandi, myndi þannig ráðstafa fé bankans, sem innleggsmenn .hafa sveit- að saman. LITT HÆFUR Það hefur oft verið rætt, að sumir bankastjörar hafi komið að stofnunum sínum harla reynslulitlir. Þó mun með ein- dæmum að menn hafi skipað jafn ábyrgðarmikla stöðu eins algjörlega þekkingarlausir og bankastjóri Alþýðubankans. Bankastjórinn er reyndur raf- virki en fáir telja hann ennþá aflvaka í þesari nýju stétt, hvar hann nú skipar sess. BITLINGAR Pólitískt líf hans, og pólitik kom honum í embættið, er ein bitlingakeðja — svo geysileg — að jafnvel hörðustu krötum hefur þótt nó.g um, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hann hefur aldrei starfað í banka, verið borgar- fulltrúi og snati fyrir krata allt sitt líf. Leikfang Mánudagsblaðsins ÁBYRGÐ RÁÐHERRA Það hlýtur að vera ábyrgð- arhjuti fyrir ráðherra að skipa mann yfirmann og alvald fjár- málastofnana, sem hvergi hef- ur komið nærri bankamálum í nokkurri mynd. Slíkur maður þarf að vega og meta aðstæð ur hverju sinni, bera skyn- bragð á hvar fé það sem út er lánað fer og hverjir séu möguleikar til endurgreiðslu. ENDURGREIÐSLAN? Gaman væri að vita hve miklar líkur séu á því, að fé það sem nú var ausið óvarlega í stofnun sem berst í bökkum, komi til baka til Alþýðubankans á- samt vöxtum og öðru. Það hlýtur að vera að jafn vitur maður og Alþýðubankastjór inn hafi gefið bankaráði sínu einhverja haldbæra skýringu á útláni sínu. Sú tíð er horfin, að bankaráð leyfi útsláttarsemi með fjár- muni sem banka er treyst fyrir nema á móti komi fullt öryggi og trygging. Skyldi rafvirkinn geta það? EITUR OG VÆNDI íslenzkra unglinga í Höfn íslenzkir foreldrar 15—18 ára stúlkna og pilta í Kaup- mannahöfn eru margir hverjir annaðhvort kærulausustu eða trúgjörnustu kvikindi í heimi. Nýkominn ferðamaður hefur tjáð oss, að þessi börn liggi i eitri, vændi og allskyns óþrif- um í Höfn, orðin alræmd fyrir einmuna ólifnað og skepnu- skap. Danska lögreglan hristir höf- uðið yfir þessu fólki, skilur ekki foreldra þess né heldur eindæma framferði, trúgirni og hættulegan aulahátt þessara gjörspilltu smáborgara, sem eru að reyna að flytja bíó- mynda-stæla sína inn á heims borgarsviðið. Talað er um að hreinsa al- mennilega til í Höfn, senda þetta spiilingardót heim, hreppaflutningi. Foreldrum heima á Íslandi virðist þetta „kommune"- og eiturlyf jalíf sér óviðkomandi. Hinsvegar væri það ekki fjarri lagi að for eldrar þessara ræfla verði látn ir greiða fargjöldin fyrir þá hingað — ella krefjast að þeir verði kyrrir ytra. Menn muna stúlkukjánann — heimskonuna íslenzku — sem ætlaði að draga burst úr nefi ísraelslög- reglunnar og uppskar tveggja ára fangelsi fyrir eitursmygl. Við höfum engin efni á að litillækka okkur í augum ann- arra þjóða með því að iáta, íslenzku utanrikisþjónustuna biðjast vægðar fyrir þetta ó- lánsfólk. Er það satt, að rannsóknarar hass-málsins í Hafnarfirði hafi stuðst við hjálp systur eins lögregluþjónsins og „frásagn- ir“ fyrrverandi popp-siðurit- stjóra Morgunblaðsins? Skelfast íslenzkir sósíalistar sósíalismann? Hugmyndir vinnuveitenda — 900% i kjarabætur!!! (Sjá J. Þ. Á., 5. síðu). Hinn raunverulegi GODFATHER í dag birtir blaðið þá fyrri af tveim greinum um Mafiuna í tilefni myndarinnar The Godfather, sem Háskólabíó sýnir. Hér er sönn frásögn, rituð af einum af lögfræðingum ríkissaksóknara Banda- ríkjanna. — (Sjá 3. siðu). Óstöðugt fótatak Á 2. síðu heyrist Fótatak Leikfélags Reykjavíkur. — Sjá leikdóma. Menntunaraeði hættulegt „Þfóðhetjan" og biskupinn 4. síðan fjallax um mennt- unaxbrjálæði og hættu þá sem af því stafar. — Kakali rasðir „þjóðhetjuna” Helga skyrslettu, frámunalega lélega afstöðu yf- irvaJda og biskups. — Hvað kostar af svívirða Krist? spyr höfundur. Sjónvarpið syðra Á 6. síðu er sjónvarpið góða — sunnan að — ýmsir nýir þættir og skemmtiatriði. Hverskyns karl- maður — prófun Áttunda síðan spyr hrein- lega: Hvers konar karhnaður ertu í garð kvenna? Þarna get- urðu prófað þig samkvæmt sál- fræðilegum rannsóknum þýzks prófessors. — Og svo Ur einu í annað. Barnaslysin: | ERLÖGGAN 5EK? Almenningi- er nú farið að blöskra sá barnadauði og slys, sem hafa orðið í umferðinhi undanfarin ár og virðast auk- ast með ári hverju. Auðvitað má teija að orsökin liggi að nokkru leyti í aukinni umferð og fjölgun innferðartækja. En á hitt hefur ekki verið bent til þessa: Er ekki lögregl- an .götueftirlitið, ábyrgt, beint eða óbeint, fyrir þessum hörm- ungarslysum? Daglega — í miðborginni, steinsnar frá höf- uðstöðvum lögreglunnar og að viðstöddum eftirlitslögreglu- mönnum í Austurstræti, Banka- stræti, Lækjargötu og Aðal- stræti, svo ekki sé taiað um svoköllúð úthverfi, — eru böm á öllum aldri hjólandi í öfuga átt á einstefnugötum, á gang- stéttum, „gegnum" ljós, upp og niður Bankastræti, án minnsta tillits til umferðar- reglna, sem Umferðarnefnd státar af að kenna í skólum. OG LÖGREGLAN SKIPTIR SÉR EKKI HIÐ MINNSTA AF ÞESSU! Það er kominn tími til að lögreglustjórinn, svo ekki sé talað um vaktstjórana, hætti þessum prímadonnuleik sínum og sinni þeim störfum, sem al- menningur krefst að sinnt sé. Sumum borgurum þykir hart að búa að því, að blóði barna þeirra sé ausið út og streymi um götur borgarinnar vegna afskipraleysis þeirra af hjól- reiðamönnum, hvort heldur á vélknúnum tækjum eða stign- um.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.