Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Qupperneq 3
Mánudagur 23. október 1372 ■ M^ntwiagsbíaðið i ! ! ! i ! „The Godfather í hverfinu okkar Morð og ógnir daglegt brauð — Að myrða unglinga sem ekki hlýða — Don Profaci — Capone utanveltukind — Yf- irborðstrú — Gallobræður og Columbo „GODFATHER" í hverfi mínu í Brooklyn, Netv York, var Don Josep Profaci. Frá sjónarmiði margra granna minna — á Fort Hamilton Parkway milli 59. og 69. gölu — þá var hann aðeins scemi- lega auðugur eigandi verk- smiðju, sem framleiddi olive- olíu, en frá sjónarmiði þeirra sem betur vissu, þá var hann yfirmaður einnar af jimm Mafíu-fjölskyldum, sem störf- uðu í borginni, og lang valda- mesli maðurinn í okkar hverfi. Hann skóp þá mynd af sér meðal fólksins, að hann vairi hinn mesti trúmaður. Hann sótti kaþólskar tíðir og lét börn sín ganga í kaþólska skóla. Margir prestanna litu á hann sem gjafmildan mann. Miklar og höfðinglegar gjafir frá hon- um gerðu það að verkum að hcegt' var að reisa hina stór- kostlegu Regina Pacis kapellu, sem er stcersta og fegursta dómkirkja í Brooklyn. Þegar tveim demantsskreyttum kór- ónum var stolið af líkneskjum Maríu rneyjar og Krists, þá jóru yfirmenn kirkjunnar til Donsins (Mafíuforingjans). Innan nokkurra daga voru kór- ónurnar komnar á sinn stað en sundurskorin hrce þjófanna fundust í skurði. Don lifði ejtir þeirri góðu reglu, úr heimalandi sínu Sikiley, að það að stela úr kirkju guðs vceri guðlast sem hefna bceri með dauðarefsingu. Vald Dons-ins Þó að Don væri einlægur í trúmálum sínum, þá urðu viss- ir kirkjunnar menn (nú látnir) ágætir og áhrifamiklir vinir hans. í kaþólsku hverfi þar sem kaþólskir dómarar, lögregla og pólitíkusar eru valdamestir, þá var stuðningur kaþólsks prests meira virði fyrir þann ákærða en bezti lögfræðingtir. Pólitíkusar voru sérlega fljótir til að sinna beiðni prestanna því innan kirkjunnar voru óteljandi atkvæði. í hvert skipti þegar einhver presturinn gerði Don greiða þá reyndi hann að endurgjalda hann — með því t.d. að útvega einhverjum kaþólskum manni virinu við höfnina eða álíka. Tvenn lög — aftökur I heimahögum Don Profacis giltu tverin lög, lög lögregl- unnar og lög Don Profacis. Við lærðum snemma, að það var alvarlegt afbrot að sýna ein- hvergkonar persónulega óvirð- ingu í garð háttsettra Mafíósa. Uppreisnartónn röddinni eða bölv og móðgun gat. komið manni í alvarleg vandrasði. Al- gjör hlýðni og enginn mótþrói. Don hélt einskonar fundi ,eða réttara sagt undirmenn hans, kapteinar og aðrir foringjar, kallaðir Capos og þeir gáfu brotamönnum aðvaranir. Að endurtaka sama afbrot tvisvar þýddi aftöku. Morð á mönn- þá var hann tekinn og barinn illilega. Freddy gafst ekki upp og daginn eftir leitaði hann hefnda — með baseballpriki — á móti Caposanum og barði hann þar til hann hafði brák- að hvert einasta rifbein í hans skrokki. Næsta dag vöfðu þeir píanóstreng utan um hálsinn á — eftir JOSEPH SORRENTINO, íög- fræðing hjá hinum opinbera sak- sóknara USA — Höfundur ólst upp í „litlu Ítalíu" í Brooklyn I tilefni myndarinnar The Godfather, sem Há- skólabíó sýnir nú, birtir Mánudagsblaðið grein í tveim hlutum, um hina raunverulegu God- fathers, sem nú starfa í Bandarík.iunum, ber* ast í dag á banaspjótum og hafa komið tals- vert við í fréttunum. Crazy Joe Gallo, sem drepinn var nýlega á afmælisdaginn sinn, þar sem hann var á næturmatstað, var myrtur ná- kvæmlega þar sem The Godfather-útisenurnar voru teknar. Joe Columbo liggur verri en dauð- ur eftir að Gallo-bræðurnir reyndu að í'yðja honum úr vegi. Síðan 1971 hafa tugir Gallo- og Columbo-manna verið drepnir í New York, þ. e. Brooklyn, og glæpamannastríðið er síður en svo stöðvað. Þótt myndin sé sannfærandi, þá birtir Mánudagsblaðið nú grein um þessi villi- dýr í frumskógum stórborganna, hegðan þeirra, glæpaverk og svokölluð „prinsip“. Höfundur veit hvað hann syngur. Hann var alinn upp í þessu andrúmslofti, átti kost á að verða Mafiosi — en kaus heldur að vinna sem lögfræðingur hjá hinum opinbera ákæranda Bandaríkjanna og sækja þennan glæsilega, vel klædda glæpa- lýð til saka. — P.s. Don er virðingarheiti Guð- föðursins, sett framan við nafn hans. Ritstj. - FYRRI HLUTI - um var ekki aðeins refsing, þau voru framin til að styrkja veldi og lög Donsins. Dráp Freddys — Að vekja ótta Einu sinni ákvað 18 ára pilt- ur, Freddy, að opna sinn eig- in veðbanka án leyfis Donsins. Þarna þverbraut hann Mafíu- lögin Það var með öllu harð- bannað að fara út í nokkurn ó- löglegan business nema með sérstöku leyfi og blessun Don. Gapos aðvöruðu Freddy nokkr- um sinnum að hætta veðbank- anum.. Þegar hann neitaði því, Freddy, hertu að þannig, að ef hann hreyfði sig, þá hefði hann skorið sig á háls. Loksins, eftir að hafa kvalið hann Iengi, þá skutu þeir hann drógu skrokkinn á fjölfarin görumót í miðju hverfinu og óku yfir hann nokkrum sinnum. Þetta var til að aðvara aðra um að ekki borgaði sig að ráðast á Mafíósana. Að ala upþ Mafíumenni í mínu hverfi var um tvær aðferðir að ræða til að verða meðlimur Mafíunnar, Algenga leiðin var sú, að fá inngöngu á vegum skyldmenna. Mafían er í raiminni fjölskyldumál, syn- ir, frændur, bræður o.s.frv. eru teknir í „fjölskylduna" til hlut- deildar í hinum geysimikla gróða. Hin leiðin til inngöngu er að gera alls kyns „greiða" fyrir Mafíuna, sem sýnir að þú hafir kjark og hæfileika. Æfi- starf illræmds Mafíumeðlims, Jimmy, hófst þannig. Hann var töffari, sem Capos gátu treyst til að inna af hendi allskyns illrasðisverk. Til dæmis bað einn Caposinn hann um að „meiða" eiganda baunaverk- smiðju, sem ekki vildi ganga í stéttasamtökin. Hinn efnilegi Mafios gekk svo frá mannin- um að hann varð spítalamatur. Greiðar þessir smá stækkuðu unz honum var treyst til að myrða cinstaka óvini fjöiskyld- unnar, og það gerði Jimmy refjalausr og eins kuldalega og atvinnumorðingi væri. Þá fyrst fóru gömlu foringjarnir að líta velþóknunaraugum á Jimmy. Þetta sýndi að hann var „karl- maður", og eftir tvö ár var hann tekinn í Mafíuna. Eiðurinn „kominn í höfn“ — A1 Capone utangátta Þegar einhver kernur í Mafí- una, segja nágrannarnir, að hann sé „kominn í höfn". Hin opinbera inntökuserímonía minnir á þegar menn voru slegnir til riddara í hátíðleika sínum. Kveiktur er eldur og látinn í opna lófa hans um leið og hann sver. „Svona mun ég brenna, ef ég svík Cosa Nostra". í upphafi voru það aðeins þeir, sem fæddir voru á Sikiley ,sem „komust í höfn". Engum öðrum var treyst. Það er sagt, að Al Capone hafi aldrei orðið sannur Mafiosó, að áliti Sikileyjarfæddra manna, vegna nepalska blóðsins, sem rann í æðum hans. En þegar frá leið fengu aðrir inngöngu. Meðlimaprófið: að drepa Tony Um leið og einhver „komst í höfn" þá gátu engir snert á honum sem vissu um „virð- ingu" hans. Lög Mafíunnar eru öðru vísi en þau amerísku,því að fákæni er vörn hjá Mafí- unni, þ.e.a.s. ef einhver venju- legur maður lenti í slagsmálum við Mafíosa, þá gleymdist þessi yfirsjón, því ekki mátti búast við, að hann vissi við hvern hann átti og heyrði ekki þess- vegna undir lög Mafíunnar. Ef hinsvegar sá, sem í hlut átti, tilheyrði einltverju „litla Ítalíu" hverfinu (það eru hundruð slík um öll Bandaríkin) þá yrði hefndin bæði skjót og banvæn. Þegar nýr meðlimur er tekinn inn, þá sver hann Mafíunni eið, sem er heilagri vinum, fjölskyldu, trú og þjóð. Þessi eiður er prófaður þegar hinum nýja meðlimi er skipað að drepa náinn kunningja sinn. Staðreyndin er að mönnum Frank Costello — einn sá skceðasti hefur verið boðið í félagið fyr- ir það eitt að drepa einhvern náinn vin. Morðið er ekki sem slíkt til að prófa triínað hans heldur gott herbragð. Það er öruggasta aðferðin til að koma að óvinum óvörum. Þessa að- ferð þekkti lögreglan vel, og þess vegna tók hún hvern ein- asta meðlim götustráka-hóps- ins okkar fastan kvöldið sem Tomy Bavino var myrtur Hnakkinn á Tóny hafði hrein- Iega verið skotinn burtu og það á rnjög stuttu færi, sennilega í bifreið. Heimskuleg mannalæti Don og aðstoðarmenn hans voru lítt hrifnir af gömstráka- hópum í nágrenni sínu. Þeir voru afturhaldssamir busines- menn á yfirborðinu og algjör- lega andstæðir truflun á friði og spekt. Við vorum algjörlega óþarfir ófriðarseggir, í slags- málum, brutum niður smámat- staði, skemmdum lögreglutal- stöðvar í bifreiðum o.s.frv. Að- gerðir okkar urðu til þess að stórar sveitir lögregluþjóna tóku til að hafa eftirlit í hverf- inu og gám orðið starfi Mafí- unnar óþægilegir. Caposarnir komu og ræddu við Tony Bav- ino og reyndu að telja hann á að leysa upp hópinn. Caposinn talaði kurteislega og rólega, jafnvel vinsamlega við Tony, en þó fesmlega. Tony, skap- bráður og fullur af kæruleysis- legum kjarki, svaraði Caposn- um. „Enginn segir mér, hváð ég á að gera". Þegar Caposinn var að fara byrjaði Tony að stríða honum: „Byssukúlurnar fara í báðar áttir". Hvers vegna drápuð þið hann? Kvöldið sem Tony var myrt- ur sáu foreldrar hans hann fara inn í bifreið, sem stóð fyr- ir utan húsið hans. Hann hefði ekki farið inn í bíl né látið einhvern sitja fyrir aftan sig nema að hann hefði verið með góðum vinum sínum. Hann hefði alls ekki treyst ókunnug- um né heldur einhverjum at mönxium Caposins. Lögreglan handtók okkur alla í götuhópn- um hans og óku okkur að skurðinum þar sem Tony hafði Framhald á 2. síðu I

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.