Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Síða 4
4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 23. októbes* t972
laÉiS
Ritstjóri og ábyrgóarmaöur: AGNAR BOGASON
Sími ritstjómar: 13496 — Auglýsingasími: 13496
Verð i lausasölu kr. 30,00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
HH svíviriilega
„menntaþjóiféiag "
Þá er haustið komið, og blöðin farin að birta háar tölur um
skólanemendafjölda sem setztir eru við fróðleiksjötur ríkis-
Ins til að svala menntaþorstanum alkunna. Stór hluti vinnu-
færs fólks hættur störfum og eftir gapir auðn og tóm á vinnu-
stöðum, sumir þættir nauðsynjaframleiðslu bera stóran skaða
en aðrir draga svo alvarlega í land, að bátum er lagt.
„Mennt er rnáttur11 er vinsælt slagorð fundið upp á þeim
tímum þegar menn urðu að fórna einhverju til að mennta sig,
leggja eitthvað á sig, vinna sumarið allt og leggja fyrir til að
geta skrimt í skóla yfir veturinn. Á þeim tímum lögðu menn
að sér til að menntast, það var ekki aðeins talið prívilegíum
að vera menntaður, heldur urðu þeirra tíma menntamenn
margir afreksmenn og flestir dugindismenn.
Nú er tíðinn önnur. Menntun er að verða einskonar skálka-
skjól letingja og afæta, kröfuharðra aumingja, sem jafnvel
telja sér samboðið að fara betlandi á hendur þjóðfélaginu,
heimtandi laun fyrir að setjast á skólabekk. Bókasnobb þjóð-
arinnar, og sú staðreynd, að um aldaraðir hefur hún logið
því að sjálfri sér að HÚN EIN væri hin sanna menntaþjóð hef-
ur orðið að pólitísku happdrætti ýmissa stjórnmálamanna, sem
hafa haslað sér völl á þessum vettvangi og árum saman
„gengið upp“ í að byggja skóla, auka kennslu, stækka kenn-
araflotann og „svala“ þesum einstæða þorsta íslendinga.
Það má telja liklegt, að hvergi í heimi hafi önnur eins hræsni,
eins og viðhorf og gjörðir forustumanna í „menntamálum11
átt sér stað né verið notuð að eins svívirðilegu pólitísku vopni
og nú.
Að vissu feytf mr þetta skiljanlegt. Alþýðan á íslandi, hin
ómenntaða, nýríka alþýða gengur með þann draum í maga,
að ekkert hæfi betur afkvæminu en að fá stúdentshúfu, helzt
setjast í háskólann eða stunda eitthvað sérnám og siðan setja
upp hvítan flibba og stunda skrifstofu eða fulltrúastarf það
sem eftir er. Þeir hámenntuðu, læknar, lögfræðingar, prestar
og svo framvegis, sem ríkið hefur alið upp og menntað, telja
sér ekki annað samboðið en að þeim sé skaífað allt fritt,
kaup meðan unnar eru sérgreinar í skóla, óafturkræf lán og
styrkir. Margir þesara ölmusukappa þjóðarinnar eru lands-
skömm á erlendum vettvangi, hafandi afskipti af innanlands-
málum annarra þjóða þar sem þeir reyndar eru gestir og
„Námsmenn11.
Þjóðin er að verða að einni allsherjar menntunarhít. Meg-
fnhluti menntamanna stundar algjörlega gagnslaust nám. Flest
það fólk, sem stundar nám við æðri skóla gerir það einfald-
lega vegna þess, að líf í skólum á íslandi þ.e. æðri skólum
er dans á rósum. Áhyggjuleysi, frístundir, kaup, heimapening-
ar, dansleikir og hið göfuga tafl meðan nemendur eru að jafna
sig úr síðasta „rúsi“ er ekki, að öllu jöfnu, léleg kjör, enda
sýnir „menntaþorstinn11, að þessir panem et circensis, brauð
og leikir, menntamanna okkar, eru eftirsóknarverðir.
Þeir, sem ekki flýja land, aðallega læknar, eftir að þjóðin
hefur kostað þá gegnum skóla, krefjast þess að loknu prófi,
að þjóðfélagið skaffi þeim embætti og sjái þannig til þess,
að þeir dýfi ekki mjúkum, hvítum höndunum í kalt vatn. Póli-
tískir glæpamenn, en svo má kalla þá, sem vísvitandi bæði
skapa ný embætti, óþörf, fjölga í öðrum embættum, bæta við
„fulltrúum" og á margan annan hátt iþyngja opinberum út-
gjöldum með „úrlausnum“ til handa þessum menntunarlýð,
venjulega, ef ekki alltaf, pólitískum dindlum, svífast einskis
f þessum efnum. Allar ríkisstjórnir undanfarna áratugi hafa
verið sekar um þetta, þó um þverbak hafi keyrt með tilkomu
núverandi ríkisstjórnar, sem hreinlega hefur með lögleysum
vaðið inn á bitlingasviðið og ekki aðeins aukið skriffinnsku
og ofhlaðið í ýmsum deildum, heldur og skapað ný embætti
i hundraða tali m.a. aðstoðarráðherra til að létta byrðar ráð-
herranna. Hvað yrði af þessum mannaræflum ef um fjölmenna
alvöruþjóð væri að ræða? Hvenær myndu þessir þjóðþrifa-
kappar ganga til vinnu klukkan sjö að morgni og sitja við
til klukkan 10—11 að kvöldi, eins og gert er ytra?
F-ramhald á 6. síðu.
KAKALI skrifar:
I HREINSKILNI SAGT
Jæ:<u bá er svo komið. a<l
sýnilega geðveikir eða skrítnir
menn em að verða þjóðhetjur
hjá siimum íslcnzku blaðanna,
auðvitað kommunum í sjón-
varpi og útvarpi og hjá eins
konar upplansnarlýð, sem telur
öryggislcysi og ltigleysur hina
réttu fyrirmynd í þjóðfélaginu.
Tvö íslenzk dagbltið, sem
koma fyrir almenningssjónir,
Tíminn og Þjóðviljinn ,hafa nú
tekið hina kunnu þjóðhetju og
skyrslettara Helga Hósíasson,
trésmið, upp á arma sína og
slegið upp hinni hugdjörfu
sókn hans í frelsisbaráttu „til
að segjast úr lögum við himna-
fcðgana". Dást jiessi bltxi mjög
að hreysti og kjarki Helga, ein-
beittni hans og ckki sízt því,
að hann þáði ckki málsverð
hins opinbera og lék þar eins
konar Gandhi-Ieik. Sjálfur er
hinn prúði og hugdjarfi Helgi
ekki lítið stoltur af hugrekki
sínu, tclur þó ekki endanlegan
sigur unninn, því næst er að
stefna ríkinu fyrir j>au útgjöld,
sem hann segist hafa orðið fyr-
ir í sambandi við þetta barátrn-
mál sitt.
Einmuna aumingjaskapur
hræddrar og guðlausrar ríkis-
stjórnar kom bezt í Ijós þegar
gerður var fulltrúi kirkjumála-
ráðuneytisins til að afskrifa
Hclga úr liði Krists, afmunstra
hann af himnafleytunni og
koma honum í heiðinna manna
tölti.
Skaldauli, auðvitað kommún-
isti, hóf mótmæli gegn með-
ferð hins opinbera á þessum
sjálfskipaða píslarvotti, auðvit-
að í Þjóðviljanum, og í hrifn-
ingtt sinni scndi annar bréf til
biskups og sagði sig úr leik
með kristnum. Miklir menn,
sannir forustumcnn réttlætis,
kommar og guðleysingjar Tím-
ans. Þá er auðvitað lögreglunni
úthúðað, eins og vant cr, fyrir
það sem luin gerði rétt cn ekki
rangt. Lögrcglumcnn liljóta á
baukinn fyrir að vera harð-
hcntir við Helga píslarvott,
Jxitt rcyndar gcrðu þeir ekki
annað en rétt í að fjarlægja
árásarmanninn og koma honum
burm af vettvangi. Þetta þótti
kommum og ókristnum Tíma-
mönnum heldur ómannúðlegt,
og gcta kommar þar trútt um
taláð, því í alþjóðahrcyfingu
kommúnista hefur aidrei kom-
ið til harkalegra handaltig-
mála né menn meðhöndlaðir
með tiðru en silkihönzkum.
Þvílíkur djöfuls hráskinnaleik-
ur hjá þvílíkum hræsnishund-
um og þeim, scm hér eiga
hlut að máli.
Helgi vill nú að öll alþýða
manna, þ. e. ríkið, grciði sér
skaðabætur fyrir útgjöld í
frelsisbaráttu sinni. Það er ckki
nýtt að íslcndingar krefjist
launn fyrir baráttu þjóðfrclsis
og cinstaklingsfrelsis, og er
hctjan Helgi þar ekki cinn á
báti, þótt ósvífni hans nái skör
lengra. Til að sýna að hann.sé
eins og fólk cr flcst, birta þcssi
barátthblöð myndir af kemp-
unni með barn á háhesti, Tím-
inn fer volandi í tugthúsið og
sýnir „þrælakistuna" frægu,
sem rcyndar er bara bert herb-
ergi. Fangavörðurinn telur sig
réttilega hafa Iokað Helga
þarna inni, því hætta var á að
hetjan dræpi sig.
Sjálfur Iaugar Helgi sig nú
í sigri yfir hinu ísJenzka ríki,
aðdáun Þjóðviljans og Tímans
og þcirri sárabót, að eitthvert
mikihnennið á Þjóðviljanum
hafi sagt sig úr kirkjunni. Þetta
er svo sem allt gott og blcssað
og fyrst af öllu skal játað, að
komist menn ekki í himnaríki
Helgi „þjóð-
hetja" — Ríkið
gugnar — Fárán-
leg skoðun —
Kommar og
Framsókn —
Deyjandi tru —
Hlutverk bisk-
ups — Himna-
draugarnir — Hve
lengi má sví-
virða kirkjuna?
— Til hvers er
biskups-
embættið?
nema fyrir tilstilli íslenzkra
klerka og kirkjuyfirvaida, þá
er staðurinn vissulega ekki eft-
irsóknarverður. Hins vegar
mætti biskupinn blessaður gera
sér það ónæði að skýra fyrir
alþjóð og þá væntanlega í sjón
varpi hvaða áhrif svona skolla-
Icikur eins og í Helga, hefur
á málcfni kirkjunnar í heild
og trúarathafnir almennings.
En, eins og fyrr, þá tekur bisk-
up áð sigla milli skers og báru
og láta ráðiineytið bera sóm-
ann eða skömmina af öllu sam-
Nú cr ÖII alþýða ekki á því,
að greiða Helga skaðabætur
fyrir persónulcga baráttu hans
gcgn Kristi, skírninni og
himnafeðgum, e'ða draugum,
eins og hann kallar þá. Hvers
vegna stefndi Helgi þeim ekki
til skaðabóta, scm í upphafi
drógu hann cða báru að skírn-
arfontinum? Vissulega eru þar
hinir seku, en hvorki kirkja né
alþjóð. Helgi er sko ckki heil-
ög kýr og crfitt yrði ef allir
hegðuðu sér þannig og ríkis-
sjóður yrði skaðabótaskyldur.
Helgi er eflaust bezti maður,
en hann á ekki rétt á eyri af
almannafé, vegna þess að hans
nánustu létu ausa hann vatni
og gefa honum þetta fagra
nafn, því vissulega er kristinn
andi yfir nafninu „Helgi".
Þá mætti og gagnstefna
Helga fyrir að spilla almenn-
ingseign cða a. m. k. eign Þjóð-
kirkjunnar, þegar hann ældi
holdi og bltxði Krists í plast-
poka í þjóðkirkjunni. Þá var
sú tíð, að menn voru sektaðir
fyrir helgispjöll, eða „Helga-
spjöll", því margsinnis hefur
liann truflað helgiathafnir. Enn
mættu saklausir þingmenn
krefja hann um hreinsun fata
sinna, því vart er það þeirra
sök, þótt Helgi vildi slíta
samningi sínum við Krist. Enn
fleira mætt til telja.
Ríkisstjórnin, auk biskups,
sýna enn grcyskapinn. í stað
þess að taka föstum tökum á
þessu máli, láta þessi hraknings
yfirvöld hrekja sig í yztu myrk-
ur, ganga á sér og sýna um
leið þcim íslendingum, sem
trúa á guð, hina mestu sví-
virðu sem um getur. Reyndar
mátti búast við því, að grunnt
yrði á trúmálunum hjá biskupi
þegar í barðbakka slægi, því ef
nokkur biskup á íslandi hafði
tækifæri til að vera skörungur
og sýna bæði sanna trú á mál-
efni — guðstrúna — þá hafði
sá blessaði biskup sem nú er
við völd, það tækifæri. Ó, nei>
hann tók það ekki, honum datt
ekki í hug að segja trúuðum
sauðum sínum hvert stefndi,
þegar slíkir menn gerðu upp-
reisn gegn þeim, sem hann
flytur „OllÐIÐ" fyrir hér á
jarðríki. Það er skammt í drott-
insvikann, segir máltækið, og
sá biskup, sein ekki ver trú
sína og þá sauði, sem enn trúa
á „himnadraugana" og lætur
einstakling svívirða það, sem
miklum meirihluta þjóðarinn-
ar er heilagt, er hreint út sagt
lélegur biskup, þótt hann sé
„gáfaður og tali fagurlega", eins
og kerlingarnar segja. Þetta
er prýðileg huggun fyrir þau
gamalmenni, sem komin eru
að dauða, að furðufugl í Reykja
vík skuli orðinn „þjóðhetja" í
augum kommúnista og fram-
sóknarmanna fyrir það, að sví-
virða þann, sem þær eiga inn-
an skamms að hitta á æðri
stöðum, uppnefna hann og
spotta. Blasfemi er ekki gott
orð og framið oftlega af mönn-
um á borð við kommúnista,
sem opinberlega lýsa yfir, eins
og Helgi, að guð og allt það
dót sé hreinlega uppspuni einn
og hégómi.
Nú slcal tekið fram ,að þessi
grein er síður en svo skrifuð til
varnar eða aðdáunar á kristin-
dómi .Svo grálega hafa klerkar
og biskup leikið, allt sem lýtur
að kirkjunni.
Hins vegar var því ekki
trúað að óreyndu, að sjálfur
fyrirsvarsmaður kirkjunnar,
mundi þegja þunnu hljóði með-
an sú stöfnun, sem hann veitir
forstöðu er opinberlega svívirt. c,