Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. október 1972 Mánudagsblaðið 5 Övinsaslar athugasemdir: „Eymd, „atvinnurekenda11 á sér vitanlega einnig sínar orsak- ír. Þær eru margar og flestar augljósar, en fáar, ef nokkur er auðsærri en sú, að í stétt atvinnurekenda hefir flykkzt urmull þekkingarsnauðra og ábyrgðarlausra draslara, er aldrei liafa haft annað í hyggju með vazli sínu en að verða rikir fljótt — án þess að þurfa eða geta lagt nokkuð annað af mörkum en hæfileikann til þess að herja út úr bönkum og almannasjóðum 90—100% þeirra fjármuna, sem nauð- synlegir voru til stofnunar fyrirtækisins og starfrækslu." Einkareksturinn nennir ekki að iifa / Sósíalistar skelfast sósíalismann sinn „ . . . íslenzkir sósíalistar geta í fyrsta og síðasta lagi aðeins náð árangri í baráttu sinni með því að gera sér glögga grein fyrir þvt þjóðfélagi sem þeir búa t á Islandi sjálfu." — ÞJOÐVILJINN málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis, sunnudagur 26. Marz 1972. ÞÁ BIRTI í ÓREIÐUBÆLUM W ashingtonför Lúðvíks Jósepssonar og nokkurra daga notaleg dvöl hans í höfuðborg hins gjafmilda auðvaldsríkis um síðastliðin mánaðamót, olli íslenzkum „atvinnurek- endum" ajmennt, og styrkja- útgerðarmönnum alveg sér- staklega, þrúgandi áhyggjum og nagandi hugarangri. Þeim fannst sér allar bjargir bann- aðar, óku stjarfir í framan, með augun á þræði, nefnd fyrir nefnd, banka úr banka, og óttuðust ekkert fremur en að Bandaríkjastjórn eða ein- hver alþjóðleg pcningastofn- un blindaðist af cigingirni og krækti sér í gæfusmið ís- lenzkra atvinnuvega til starfa að frambúðarlausn heims- vandamálanna, og léti sig ham ingju Islands þannig engu skipta. Um eitt luku þeir allir npp einum munni, „að það er ekkert hægt að gera fyrr en Lúðvík kemur heim — ef hann kemur heim Ættjarðarást Lúðvíks Jóseps sonar reyndist öllum gylliboð- um yfirsterkari, drengskapur- inn óbilandi eins og jafnan áður. Lúðvík Jósepsson sleit sig lausan. Hann gat ekki til þess liugsað að skilja þjóð sína eftir ósjálfbjarga á flæðiskeri. Hann fór heim. Hann kom heim, enda hafði fremsta bar- áttusveit Vinnuveitendasam- bands Islands aldrei með öllu misst trún á bjargráðamátt einkunnarorða sinna: „Þetta reddast allt saman einhvern veginn.“ Lausnarorðið var látið ber- ast réttar boðleiðir úr aðal- stöðvunum um gjörvalla ó- reiðueyðimörkina: „Lúðvík er kominn heim!" Það fór birta og ylur um at- hafnalífið. ORSAKIR EDU TIL ALLS Þó að viðhorfum og við- brögðum svokallaðra atvinnu- rekenda hafi verið lýst hér með örlítið stílfærðum orðum, þá er langur vegur frá, að um grófar ýkjur sé að ræða. Sann- leikurinn stendur óhaggan- legri en sjálfur Gíbraltarklett- urinn og æpir framan í sér- hverja hugsandi manneskju: íslenzk atvinnurekendastétt befir brugðizt þjóðfélagslegu hlutverki sínu, hún hefir svik- ið frjálsræðisskipulág efna- hagsmála, hún hefir gerzt fóta þurrka verkalýðsbrazkara og — hámark svívirðu■ og niður- lægingar — skríður nú, með lafandi skoltið og sulíárdrop- ann á nefinu, fyrir fotum þý- bornustu blekiðjubaróna vinstriniennskunnar, án þess að hafa hugboð um, að leiðin út úr pngþveitinu finnst aldrei með því að biðjast vægðar og miskunnar, heldur með þvt einu að manna sig upp og setja úrslitakosli. Allshcrjarverkbann þyrfti t.d. ekki að reynast áhrifa- minna en allsherjarverkfall, og yrði hreint ekki óréttlátara í garð verkafólks á meðan vinnandi fólk gegnir hlutverki skiptimyntar í vösum verka- lýðsrekenda, sem erú einkunn- arorðum sínum, („Verkalýðshreyfingin tekur ekki mark á staðreyndum, hún hefir heyrt þær allar margoft áður“), sízt ótrúrri en vinnuveítendur sínum. Ekkert hefur nokkru sinni átt sér stað eða getur nokkru sinni gerzt orsakarlaust. Það liggur við að ég minnkist mín fyrir að þurfa að tyggja jæssi sannindi upp aftur og aftur. Afsökun mín cr, að efnahags- málaglundroðinn, sem hér hef ir ríkt um áratugi, og bitnar nú með sívaxandi, stígandi þunga á þjóðlífinu öllu, er ó- rækt vitni þess, að fáum eða engum dettur í hug að leggja til atlögu við vandræðin öðru vísi en með bráðabirgðakáki utan í afleiðingaatriði. Það heyrir undantekningunni til, ef einhver grandalaus mein- leysismaður eða einangraður sérvitringur gerist svo djarfur að benda á, að sjúkdómum valda sýklar, og að lækning er óhugsandi nema hún hefjist á útrýmingu sýklanna. Þegar svona óvenjulega vill til, er gert hróp að manninum, Iiann sér sitt óvænna og leggur árar í bát. Hann verður að viður- kenna, að þjóðarleiðtogarnir lifa á ósómanum, almenning- ur unir honum mjög sæmilega af því að honum hlotnast reykurinn af réttunum, og sakleysinginn sér sér því oftast þann vænstan kostinn að jórtra með jötufénaðinum. Raunalega fáir fást til þess að horfast í augu við þá stað- reynd, að sá einn, sem er reiðu búinn að bjóða straumnum byrginn, getur gert sér vonir um að finna upptökin. Og þessir fáu hvorki þora né nenna. Eðjuflaumurinn vellur þess vegna fram sem fyrr. Allt á sér orsök, sumt fleiri en eina. ÓVITAR MEÐ VÍXLA OG TÉKKA Eymd „atvinnurekenda" á sér vitanlega einnig sínar or- sakir. Þær eru margar og flest- ar augljósar, en fáar, ef nokkr- ar, er auðsærri en sú, að í stétt atvinnurekenda hefir flykkzt urmull þekkingarsnauðra og ábyrgðarlausra draslara, er aldrei hafa haft annað í hyggju með vazli sínu en að verða ríkir fljótt — án þess að þurfa eða geta lagt nokkuð annað af mörkum en hæfileik- ann til þess að herja út úr bönkum og almannasjóðum 90—100% þeirra fjármuna, sem nauðsynlegir voru til stofnunar fyrirtækisins og starfrækslu. Þessi ófögnuður hefir slæmzt á efnahagslífið ýmist á snærum atvinnulýðræðis- manna, af götunni eða jafn- vel beint úr verkalýðshreyf- ingunni. Kunnáttan hefir og verið í fullu samræmi við upp- runann. Flestum bankastjór- um hefir þótt frammistaðan bara þolanleg, ef væntanlegur máttarstólpi hefir þekkt mun á víxli og tékka (Ökeypis fróð leiksmolar handa „athafna- mönnum": Víxill er lánsskjal, tékki er greiðsluskjal, og ber að umgangast þessa pappíra með tilliti til þess). Eg eyði ekki pappír og prentsvertu í orð um hug- myndir þær, er bært hafa á sér undir tveggja tommu þykku hattstæðinu varðandi smámuni eins og stöðu at- vinnurekandans í efnahagslíf- inu, skyldur hans við einka- eignarrétt, einkarekstur og at- hafnafrelsi, ellegar hugmynd- irnar, ef einhverjar kynnu að hafá verið, um hagfræðileg grundvallarlögmál. Þetta er kraðakið, sem lætur sig ekki muna um að skuldbinda sig til þess að veita verklýð sínum allt að 900% meiri kjarabæt- ur að fjórtán mánuðum liðn- um frá gerð kaupsamninga heldur en þeir, sem reyndu að hafa vit fyrir því, höfðu sann- að að hægt væri að standa við. Þetta eru vikaliprustu, og arð- vænlegustu, snúningapiltar verkalýðseigenda í ævilöngu atkvæðastriti þeirra, þetta er lýðurinn, sem hefir borið þjóð- nýta og ábyrga atvinnurekend- ur ofurliði og mjög sennilega unnið frjálsræðisskipulagi efnahagsmála geipilegra tjón en heil syrpa af kommúnisk- um verkalýðsfélögum. UNDRUNAREFNI — OG ÞÓ? Með tilliti til þess, hvernig svokallaðir atvinnurekendur hafa leikið það efnahagskipu- lag, sem þeim hefir borið frá- vikalaus skylda til þess að vernda, styrkja og efla, hefir mig oft og lengi furðað á því upp úr skónum, hvers vegna sósíalistar krefjast ekki tafar- og skilyrðislaust ríkisreksturs allra atvinnugreina í landinu einmitt með þeim rökum sér- staklega, að einaframtakið hafi sjálft kosið sjálfsmorðs- leiðina. Það hafi ekki lengur nennt að lifa, lagzt því niður og dáið, þótt það viti reyndar ekki ennþá til fulls, að það sé dautt. I stað þess að bera þessa kröfu fram af einurð og hrein- skilni eimnitt þessa kröfu, sem illmögulegt erað andmæla með þeim rökum að forsendan væn röng, hafa sósíalistar og. aðrir ríkisreksturstrúarmenn gaspr- að sig klumsa í löngu afhjúp- aðri fásinnu um að sósíalism- anum beri að taka fram fyrir frjálsræðisskipulagið af þeim sökum, að hann tryggi arð- vænlegri atvinnurekstur, rétt- látari skiptingu tekna og eigna og skynsamlegri nýtingu fjár- magns og verkafólks. Eg fyrir mitt leyti kem i fljótu bragði ekki auga á ann- að en að krafan um tafarlaus- an allsherjarríkisrekstur hlyti að hvíla á veigamiklum rök- stoðum, ef hún væri reist á for sendunni um uppgjöf einkaat- vinnurekstursins. Sósíalismm væri innan handar að slengja þeirri kenningu einkaframtaks manna framan í þá sjálfa, að rétturinn til atvinnufrelsis og einkaeignar atvinnufyrirtækja er leiddur af skyldunni til þess að standa á eigin fótum í blíðu og stríðu og treysta á eigin ramleik. Þeir gætu haldið þvi fram, að mínu áliti með fuli- um rétti, að á samri stundu og stétt atvinnurekenda heimt ar eða beiðist þess að ríkið taki á sig áföll af afglöpum hennar, þá beri að líta svo a. að hún treysti sér ekki til, eða vilji ekki, gera skyldu sína. En mér er ekki kunnugt um, að íslenzkir sósíalistar hafi nokkurn tíma ymprað á nokkru í þessa átt. Eg hefi þess vegna gert mér talsvert ómak til þess að grafast fyrir orsökina. Ennþá er hún mér ekki að fullu ljós. Grunur, af- ar áleitinn grunur, sem óðum nálgast fulla vissu, hefir samt sem áður læðzt að mér, nefni- lega sá, að vinstrimenn óttist í raun og veru sósíalismann sinn, þeir hafi hreiðrað alltof gróðavænlega um sig í strand- lýðveldi sínu til þess að þeir telji þorandi að hætta á nokk- uð það, sem hugsanlega gætí truflað þá við peningamokst- urnn eða raskað værð þeirra. Eg hallast stöðugt meira og meira að þeirri skoðun, að vinstrimenn skelfist sósíalism- ann sinn engu minna en hinir sauðmeinlausu og skapfrosnu gervihernámsandstæðingar ótt ast að varnarliðið kunni að hverfa úr landi („Á hverju á gamla fólkið í Keflavík að lifa?"). SKÝRINGIN ER PENINGAR En hvers vegna skyldu vinstrimenn ekki geta sópað að sér peningum með jafn góð um eða betri árangri en nú, ef sósíalisminn tæki við? Það myndu þeir visuslega reyna, en það væri ógerningur á jafn fyrirhafnarlausan og ábyrgð- arlausan hátt og nú. Þeim er þótt ótrúlegt hljóti að virðast ákaflega vel ljóst, að án at- vinnureksturs, án atvinnurek- anda, verður ekki komizt. At- vinnurekandinn t sósíalisku Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.