Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Síða 8

Mánudagsblaðið - 23.10.1972, Síða 8
„Silfur hafsins" á Hótel Esju — Stefnuljósin og lögreglan — Jólabækurnar að koma — Vallarstjóri og vallarástand — Guð og Rauðsokkar — Rúmstokkurinn í Lux — Leiðrétting HÓTEL ESJA býður nú upp á afbragðsgóðan hádegisverð, „Silfur hafsins", en það eru fjölbreyttir síldarréttir sem hver gestur getur hámað eins og hann getur í sig látið fyrir litlar 300 krónur. Eins og við íslendingar ættum að vita, þá hefur oft brunnið við, að við hreinlega höfum gefið fiskréttum okkar of lítinn gaum, unnið allt of lítið úr þeim, en látið það öðrum þjóðum eftir, eftir að við höfum skaffað þeim hráefnið. Fátt er hollara en góður síldarréttur og ekki skaðar þreyttan mann, að hressa sig upp með brennivínstári og pilsner til að skola honum niður. •--------------------------- ÞAÐ VÆRI gaman að spyrja lögregluyfirvöldin hvort ennþá hafi nokkur einasti bifreiðastjóri verið sektaður eða áminntur vegna vitlausrar notkunar á stefnuljósum sínum. Það ber ekki að efa, að einhverjir af þessu 10—20 daglegu árekstrum hér í borg, eiga rót sína að rekja til þess arna. Það þarf ekki sprenglærðan umferðarsérfræðing til að sjá og vita, að bíl- stjórar, og þá ekki sízt leigubílstjórar, nenna ekki að setja á stefnuljós fyrr en þeir beygja skyndilega og mæla þó lög fyrir, að þau skuli sett á a. m. k. 60 metrum fyrir beygju, sem reyndar er of stutt þegar miðað er við venjulegan aksturs- hraða. Það má heita undantekningarlaust að á tveggja- akstursreina götu, þá er stefnuljósið sett á um leið og skipt er um akstursrein. Lögreglumenn á mótorhjólum eða bílum skipta sér ekkert af þessu, enda sekir um það sama, sumir hverjir. Einn kross í viðbót, lögreglustjóri? ÞAÐ ER góðs viti, að bækur virðast fyrr á ferðinni í ár en undanfarið. Almenningur er dauðhræddur við söluskattinn, sem fullyrða má, að skelli á fyrirvaralaust og muni margur feginn að geta gert innkaup sín í bókum sem skjótast og geymt þær til þær endanlega lenda í jólapakkanum. Bókaút- gefendur hafa nú, að því bezt verður séð, brugðið óvenjulega snöggt við og er það vel. S.L. SUMAR hefur sýnt á hverskonar miðaldastigi öll vallar- stjórn okkar er, og ætti þó vallarvörður og vallaryfirvöldin í heild að hafa nokkra reynslu í þessum efnum. Melavöllurinn hefur verið eins og sundlaug í allt sumar, undantekningalítið og Laugardalsvöllur eins og grænt skautasvell. Það er eink- um undanrlegt, að EKKERT af viti hefur verið gert til að verja Laugardalsvöllinn og virðist vallarstjórinn hafa eitthvað annað að gera en sinna þessu starfi. Það er sko bara alls ekki nóg, að aka í 600 þúsund króna bil og baða sig reglulega i vallar- böðunum. Menn verða að eyða pínutíma í að starfa fyrir kaupið sitt. •--------------------------- HVAR ÆTLAR þessi Rauðsokkuhreyfing að enda? spyrja menn. Og vissulega ekki að tilefnislausu. Sóknarprestur einn hér í borg var að spyrja börnin út úr og notaði þá gömlu að- ferðina hans sr. Bjarna og spurði spurninga, sem áttu að reka krakkana á gat. I haust t.d. spurði hann hópinn: „Segið mér eitt, haldið þið að guð sé undir þrítugsaldri?" Hann var dá- lítið undrandi þegar ein stúlkan, dóttir frægrar rauðsokku, svaraði „omgaaende": „Nei, hún er það alls ekki“. ÞAÐ VEKUR talsverða athygli fluggesta, sem leggja leið sína til Luxemborgar að vinsæll staður þeirra sem fá VIP- trakter- ingar þ.e. fyrirmanna-þjónustu heitir „Rúmstokkurinn" ákaf- lega huggulegur staður, þar sem allt virðist leyft, enda fara íslenzkir ferðamenn þangað stórum hópum. Áhafnir flug- vélanna koma þangað stundum þegar hvíld er framundan og slappa gjarna af eftir erfitt flug, enda kátt og fjörugt. Einn gamansamur kunningi okkar, sem komið hefur á Rúmstokkinn og notið þar ágætrar þjónustu sagði, eftir að hann kom heim: „Ja, aldrei skal ég oftar verða sammála þeim, sem segja að íslenzkar flugfreyjur geti ekki veitt góða þjónustu". OG SVO smáleiðrétting. í síðasta tö'luþlaði, í leikdómi um Túskildingsóperuna stóð undir mynd nafn ungrar leikkonu Þóru Lovísu „Friðriksdóttur". Hér var um misritun að ræða stú'lterifer „'f5riiðlteii'f;sclóttjr,‘. ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG — og þá einkum eðli þitt og viðhorf í sambúð þinni og samskiptum við konur 1 síðustu þremur tölublöðum höfum við birt tvær samstæðar myndir af konum, sem hver um sig hefur mátt teljast fulltrúi fyrir vissa gerð kvenna. Hverri myndasamstæðu hefur fylgt spurning sem beint var til karlmanna meðal lesenda blaðsins og áttu þeir að velja aðra hvora myndina í samræmi við spurninguna. Af svörunum má ráða ýmislegt um skapgerð þess sem svarar, og þá sérstaklega um sterkasta þáttinn í fari sérhvers manns sem eðlilega er skapaður, viðhorf hans og afstöðu til hins kynsins. Þetta skapgerðarp róf var samið af sálfræðistofnun í Miinchen í Vestur-Þýzkalandi, ,,Die Gesellschaft fíir Rationelle Psycho- logi", á grundvelli rannsóknar á viðbrögðum dæmigerðs úrtaks karl- manna á aldrinum 21—55 ára. Prófið á að veita þeim sem undir það gangast svör við spurningum sem þessum: Nýt ég sérstakrar kvenhylli? Er ég útsmoginn í ástamál- um? Eða veitist mér erfitt að kom ast í náin kynni við konur? Og hvers vænti ég af ástkonu minni? — Til hægðarauka birtum við myndasam- stæðurnar aftur í þessu blaði, þá 5. og 6. hér á síðunni, en hinar inni í blaðinu, og ef þið hafið ekki séðþær fyrr, þá skulið þið virða þær fyrir ykkur nú og svara spurningunum sem fylgja — áður en þið les- ið niðurstöður prófsins. Þær skiptast í átta kafla — í samræmi við möguleikana á samsetningu talnanna, sem myndirnar eru merktar með. Hvor jseirra er geðþekkari? 1—3 — 5 Þér eruð síður en svo nokk- urc dauðyfli í kvennamálum. Þér lácið eiginlega eldcerc cæki- færi ónocað cil þess að komasc í cæri við kvenmann. En þér viljið helzc ekki hafa mikið fyrir því. Margir af yðar cagi gera algeran greinarmun á ásc og kynmökum. Þér álícið kon- una iðulega aðeins verkfæri cil að veica yður fullnægingu, og væncið þess af henni að hú« leggi sig alla fram, og geci veicc yður óvænca ciibreycingu. Þér væntið þess vegna af ásc- konu yðar að hún sé hugmynda rík og ófeimin við livílubrögð- i«, enda sækizc þér efcir því sem ekki er ' alvanaiegc. Þér æctuð þó að hafa hugfast að yður ber jafnfarmt að taka til- lit til óska vinkonu yðar, því að þér verðið ekki ánægður til lengdar nema ástkona yðar sé það einnig. Þér ættuð að leggja yður meira fram en þér eruð vanur til að auka á ánægju og veliíðan ykkar beggja. 1 — 3 — 6 Hvað sem öllu öðru líður farið þér .yðar fram í ástamál- um yðar,,en búið jafnframt yf- ir mikilli hugkvæmni á því sviði. Yður fellur vel að Ieika hlutverk hins mikla kvenna- manns. Þér viljið komast yfir konu og ■ ráða algerlega yfir henni. Þér hafið að vísu held- ur ekkert á móti því, að konur „tæli' yður til fylgilags við sig, en þó aðeims með því skil- yrði að þér fáið að fara áfram með húsbóndahlutverk karl- mannsins. Af því að þér ecuð ólíkur flestum kynbræðrum yð- ar að þessu leyti ,Iáta margar konur töfrast af yður. Þér ætl- izt til þess af ástkonu yðar að hún sé „alltaf viðbúin" þegar þér hafið þörf fyrir hana. Yður finnst þér vera einstakur og óviðjafnanlegur og þolið ekki að nokkur efi varpi skugga á þá vissu yðar. Þér þafnist því stöðugt viðurkenningar. Reynið að taka meira tillit til óska ást- konu yðar. Með þvx verður sambúð ykkar ánægjulegri fyrir ykkur bæði. Þér þráið tilbreytingu og ný. stárlega reynsiu. En þér eruð of óframfærinn, hafið ekki upp- burð í yður til þess að láta eftir leyndustu óskum yðar og Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.