Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Blaðsíða 33
baróninum: „Komdu,“ sagði hann með annarlegri röddu. „Komdu tafarlaust." Barónninn var reyndur hermað- ur og kunni að hlýða skipunum umsvifalaust. Hann fylgdi Hiram út í garðinn og mótmælti: „Heyrðu nú, Hiram. Ertu geng- inn af vitinu ? Hver dj.. er eigin- lega að?“ Þeir höfðu nmnið staðar: „Nú má engan tíma missa,“ sagði Hiram. „Gerðu allt það sem ég segi þér. Ég treysti þér. Farðu og seztu inn í bifreiðina og ræstu mótorinn. Settu hann í gír, en stígðu kúplinguna út. Segðu ekki eitt aukatekið orð, en láttu sem þú sért að fást við eitthvað. Láttu hattinn slúta. Sittu þarna kyrr og bíddu þar til ég gef þér fyrir- skipun, en þá skaltu aka í áttina til Vínarborgar eins og djöfullinn sé á hælum þér.“ Einhver kom hljóðlega út um hliðardyr. Kona í grænni kápu með samlitri áfastri hettu yfir höfðinu. Hiram hikaði ekki augnablik, en gekk til hennar: „Mitzi! Nú er enginn tími til að tala. Gerið eins og ég segi. Nú er tækifæri. Farðu rakleitt út í bláu bifreið- ina, við hliðna á þeirri stóru. Seztu í aftursætið og bíddu.“ Hún hlýddi orðalaust. Salvator starði steinhissa: „Jesus Maria, þetta er Mitzi. Hver myndi trúa þessu á þig, þetta er alveg æðisgengið.. . “ „Haltu kjafti og gerðu það sem ég hefi skipað þér,“ hreytti Hir- am úr sér, öskuvondur. Salvator hristi höfuðið og sett- ist undir stýrið í bifreið Hirams. Hann ræsti mótorinn og beið með hann í gír, og stóð á kúpling- unni. Hann heyrði að stúlkan settist í aftursætið. Ilii'am gekk föstum skrefum inn í anddyrið og beið, þar til hann heyrði fótatök. „Það hljóta að vera þau,“ tautaði hann. — „Hamingjan gefi að þetta sé einnig bifreiðin hans.. . “ Fólkið kom nú í ljós. Hiram sneri baki við þeim og gekk ró- lega í áttina að bifreið sinni um VlKINGUR leið og hann kallaði til Salvator: „Hvernig lízt þér á að við ökum til Coblenz?" Barónninn var með á nótunum: „Ja, því ekki, það er ekki orðið svo framorðið.“ Hiram sté með annan fótinn upp á aurbretti bifreiðar sinnar og opnaði afturdyrnar. Hann beygði sig niður og sýslaði við skóreimina. Hann sneri baki að stóru svörtu bifreiðinni, en við að beygja sig betur, gat hann séð að ,,kjötfjallið“ og fylgi-konan gengu að henni með drenginn á milli sín. Hann heyrði að bifreið þeirra var opnuð hinú megin frá, að kon- an hjálpaði drengnum inn í hana og fylgdi sjálf á eftir, en bif- reiðarstjórinn rétti henni hendi. Hiram dokaði ennþá við, en þegar hann heyrði mas og stun- ur í kjötklumpinum, sem var að troða sér inn í bifreiðina, hófst hann handa. Hann framkvæmdi fjórar eld- snöggar hreyfingar; reif upp hurðina á svörtu bifreiðinni, dró drenginn upp úr sæti hans og hélt honum fast að sér, skellti hurðinni aftur, henti drengnum inn í sína bifreið, smellti hurð- inni í lás, henti sér inn í fram- sætið um leið og hann öskraði: „Fljótt nú, Willi! Af stað og stingdu þau af!“ Þau þutu gegnum hliðið og út á götuna, áður en konan æpti, eða sá akfeiti gat rekið upp öskur, og áður en þau heyrðu skothvellina. Kúlurnar þutu framhjá bifreið þeirra, en á augabragði voru þau komin fyrir horn og annað horn. Þau óku í gegnum mannþyrpingu eftir aðalgötu. Hiram leit aftur og barónninn glotti djöfullega. Hann stýrði bif- reiðinni af sömu leikni, sem væri hún veðhlaupahestur í hindrunar- hlaupi. Stóra svarta bifreiðin var úr augsýn. Hann ók á óleyfileg- um hraða eftir nokkrum hliðar- götum áður en hann tók stefnu á Vínarborg. „Laglega af sér vikið,“ sagði Willi barón. Hann leit í spegilinn og sá, að stúlkan hélt á drengn- um og að hún grét. „Mætti ég, án þess að vera nær- göngull, en meðfram til þess að vera viðbúinn því að fullnægja væntanlegri forvitni lögreglunn- ar, spyrja hver það er, sem við höfum numið á brott?“ „Hiram hló sigrihrósandi: „Þjóðernið verður ekki af þér skafið, Willi. Aktu bara áfram. Þú ekur nú Adelhaid prinsessu von Fiirstenhof og bróðursyni hennar, Peter hertoga, tilvonandi keisara yfir Mið-Evrópu, — og svínabestið var dr. Anton Vor- slany, hættulegasti nazistanjósn- ari í Evrópu.“ „Jesus Maria!“ sagði Willi bar- on aftur. Hann tók götuhorn á tveim hjólum, en hægði svo ferð- ina. Hann glápti á Hiram eins og hann væri óþekkt furðudýr: „Og hvað svo?“ Hiram svall móður í brjósti. Honum hafði tekist að efna lof- orð sitt. „Til Wurstl-Prater. Það er yf- irskyn, því síðast af öllu mundu þau leita okkur á þeim skemmti- stað.“ * Peter litli hertogi var stórhrif- inn. Hann hafði endurheimt sína ástkæru frænku og var nú í Wurstl-Prater. Virslany frændi hafði tekið hann frá Heidi, og hafði aldrei farið með hann þang- að. Hann hafði verið þægur við Anton frænda, því hann lofaði honum alltaf af hann skildi fá að sjá Heidi aftur. Svo hann beið rólegur og reyndi ekki að laum- ast í burtu. En nú var allt gott, jafnvel þótt Heidi hefði annan háralit. Hiram frændi var hér líka og nú var kominn einn nýr, ókunn- ugur maður í hópinn; skemmti- legur félagi með flott yfirskegg. Og hérna reikuðu þau um, þar sem allir skemmtu sér ungir og gamlir. Hann fékk að fara í hringekju, ríða á smáhestum, ferðast með lítilli járnbraut, sem lagði leið sína ýmist gegnum dirnrn göng, eða smá ævintýra- heima. 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.