Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1968, Blaðsíða 39
grannaríkin, ef nauðsyn kref- ur. Eins og sjá má á fyrri lið greinarinnar, er þar um skyldu skipstjórnarmanna að ræða, sem gilda skal á úthafinu samsvar- andi hliðstæðum skyldum, sem þeim voru settar á ráðstefnunni um öryggi mannslífa á hafinu 1948. Seinni liður greinarinnar fjall- ar hinsvegar um skyldur ríkisins til að annast björgunarstarfsemi á úthafinu kring um strendur landsins, þar sem í samningum frá 1948 var fyrst og fremst um ströndina og strandsvæðið að ræða. Island hefur marga aðila til að uppfylla þessa skyldu sína, svo sem björgunarfélög, fjarskipta- þjónustu og flugöryggisþjónustu. Sumir þessara aðila eru ríkis- stofnanir og bundnar af íslenzk- um lögum um skyldur sínar. Ný- lega hefur einn helzti björgunar- aðili íslenzka ríkisins verið stofn- aður með lögum, þ.e. Landhelgis- gæzla íslands. 1. grein laganna fjallar um markmið stofnunar- innar, stafliðir b og c fjalla um björgun. Stafliður b fjallar um björgun mannslífa, en stafliður c um björgun skipa. Stafliður b hefst á þessum orð- um: „Að veita hjálp við björgun manna úr sjávarháska eða á landi.... “ Sérstaklega skal vak- in athygli á því, að ekki kemur fram, að það sé skýlaus skylda ,,að bjarga,“ heldur skal „veita hjálp við björgun.“ Stafliður c hljóðar þannig: „Að aðstoða eða bjarga bátum eða skipum, sem kunna að vera strönduð eða eiga í erfiðleikum á sjó við ísland, ef þess er óskað.“ Ekki þarf að orðlengja það, að síðasta málsgreinin „ef þess er óskað,“ gengur í berhögg viðþann björgunaranda, sem fylgt hefur varðskipunum og þverbrýtur þá skyldu, sem ríkið hefur undir- gengist með alþjóðasamningum, enda um svo mörg björgunartil- felli að ræða, þar sem ekki er um að ræða neina möguleika til að VÍKINGUR óska eftir björgun. — Varðandi lagasetningu fyrir Landhelgis- gæzlu íslands kemur ekkert til greina nema skýlausar skyldur til björgunar á hafinu og verður hið bráðasta að fá Alþingi til að koma þessum greinum í viðun- andi lag. Á meðan beðið er eftir því, verða varðskipin að halda áfram bj örgunarstörfum á sínum gamla raunhæfa grundvelli. Eng- in hætta á að vera á því, að nokk- ur varðskipsmaður láti misheppn- aða lagasetningu draga úr björg- unarstörfum sínurn á hafinu. Samstarf þeirra sem að björg- un vinna á sjó við ísland, stendur á gömlum merg. Má þar nefna samstárf fjarskiptaþjónustu Landssímans og skipa. Samstarf Slysavarnafélags fslandsogLand- helgisgæzlu fslands. Má þar sér- staklega minna á eignarhluta Slysavarnafélagsins í varðskipum og þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Allir íslenzkir aðilar sem hafa möguleika til björgunar á sjó eru jafnframt reiðubúnir til flug- björgunar, en svo nefnist öll björgun flugfara, sem er á veg- um Flugöryggisþj ónustu íslenzku f lugmálastj órnarinnar. Flugið er ungt miðað við sjó- ferðir, en tækniþróun í flugi hef- ur verið geysihröð, og hefur tækniþróun og lagasetning á al- þjóðavettvangi vegna flugbjörg- unar fylgt þar fast á eftir. Þess vegna er mjög fróðlegt að kynn- ast því, hve mikið hefur verið gert á alþjóðavettvangi flugmál- anna, til að samræma og full- komna öryggis- og björgunar- þjónustu fyrir flugið með leið- beiningum, samþykktumog samn- ingum. Þannig hafa aðildarríkin tekið á sig miklar skyldur með samningum, til að viðhalda björg- unarþjónustu fyrir flug, og skul- um við því kanna nánar helztu ákvæði alþjóðasamninga um flug- björgunarmál. Á árunum frá 1946 til 1952 vann alþjóðaflugmálastofnunin geipilegt starf í skipulagi flug- björgunarmála. Einn aðalárang- urinn af starfi þessu var útgáfa á leiðarvísir um leit og björgun, sem út kom 1952. Leiðarvísir þessi á ekki sinn líka og er merk- asta rit um björgun, sem til er í heiminum í dag. Leiðarvísir þessi byggist á sam- þykktum alþjóðaflugmálastofn- unarinnar og þeim alþjóðlegum samningum, sem gerðir hafa verið milli aðildarríkjanna. Skulu nú athuguð nokkur ákvæði samninga þessara, sem beint snerta björgunarmál. Ákvæðin um björgunarskyldu hljóða svo: „Hvert aðildarríki tekur að sér að veita flugvélum í neyð á svæði sínu þá hjálp, sem það tel- ur tök á“. Pólski togarinn Wislok strandaóur á Krossfjöru. Vestmannaeyjar sjást í baksýn. 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.