Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Síða 15
Frá vígslu Sjómannastofunnar Víkur. Árni B. Árnason, framkvæmdastjóri, býSur gesti velkomna og skýrir frá aSdraganda aö stofnun sjómannastofunnar. ráðherra 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um að koma á fót sjó- mannastofum í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem aðkomuskip leita oft hafnar, og ennfremur að gera tillögur um fjáröflun í því sambandi, en í fjárlögum fyrir árið 1968 er gert ráð fyrir 800 þúsund króna framlagi til sjómannastofa gegn % annars staðar frá. í nefnd þessari eiga sæti m.a. full- trúar tilnefndir af Farmanna- og Fiskimannasamb. íslands, Lands- sambandi ísl. útvegsmanna, Sam- tökum síldveiðisjómanna og Sjó- mannasambandi íslands. Auk fjárveitingar þeirrar, 800 þús. krónur, sem eru á fjárlögum þessa árs í framangreindu skyni, hafa Sjómannadagurinn í Reykja- vík og Sjómannasamband íslands heitið 100 þús. króna framlagi hvor aðili í sama skyni. Til þess að ríkissjóðsfjárveitingin fáist greidd, verður meira fé en nefndar 200 þús. krónur að koma annars staðar frá. Þessvegna vill nefndin hér með leita eftir sem ríflegustu fjárfram- lagi frá samtökum yðar til styrktar stofnun sjómannastofa svo sem áð- ur er frá greint. Nefndin hefur þegar leitað sem ítarlegastra upplýsinga um ástand þessara mála á eftirgreindum stöð- um: ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Neskaup- VÍKINGUR stað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Vest- mannaeyjum, Keflavík og Reykja- vík. Þær upplýsingar leiða í ljós að ekki muni þurfa ýkja stórt átak til að koma umræddum sjómannastofu- málum í viðunandi horf á stöðum eins og Seyðisfirði, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði og Vestmannaeyjum. í Keflavík, Neskaupstað og Rvík eru reknar sjómannastofur og eru allar líkur til að sjómannastofan á fyrstnefnda staðnum þurfi nauðsyn- lega á styrk að halda til reksturs- ins.“ Eins og fram kemur í bréfinu höfðu tveir aðilar heitið fjárfram- lögum í þessu skyni, þ.e. Sjómanna- dagurinn í Reykjavík og Sjómanna- samband íslands. Fyrirheit sjó- mannadagsins var þó bundið við Raufarhöfn og Seyðisf jörð og einnig höfðu báðir þessir aðilar fyrirvara um nauðsyn framlaga frá öðrum að- ilum. Tveir aðilar sáu ástæðu til að svara þessu bréfi nefndarinnar, Farmanna- og Fiskimannasamband íslands og Landssamband ísl. út- vegsmanna. í bréfi F.F.S.Í. segir „samþykkt var að fresta ákvörðun um fjár- framlög í ofangreindu skyni.“ Eins og fram hefur komið, er nefndin sammála um, að auk þeirra staða sem hún leggur til að fái styrk að þessu sinni og uppfylla skilyrði Alþingis, sé nauðsynlegt að reka sjómannastofur á Raufarhöfn og Seyðisfirði, a.m.k yfir síldveiði- tímann. Enn vantar þó mikið á nauðsyn- legan undirbúning og framkvæmdir heima fyrir á þessum stöðum, svo starfsemi þessi komist í viðunan- legt horf. Sérstöðu Seyðisfjarðar verður þó að hafa í huga, því enn reka Norð- menn þar sjómannastofu og eru ís- lenzkir sem aðrir sjómenn velkomn- ir að koma þangað. Áður en lengra er haldið í málum þessum, virðist nauðsynlegt að framangreindum tveim sveitarfé- lögum sé veitt nauðsynleg aðstoð til að kanna til hlýtar þá möguleika sem fyrir hendi eru og gera síðan tillögur um viðunanlega frambúðar- lausn þess. Þótt erfiðlega gangi fyrir íslenzk- um sjávarútvegi nú, virðist ekki ástæða til að vænta annars, en að frjáls fjárframlög geti orðið þáttur í slíkri lausn. Reykjavík, 18. sept. 1968. Vonandi verður framhaldið þeirn stuðningi, er þessi starf- semi hlaut á síðasta Alþingi. Mér er kunnugt um staði, þar sem til stendur að setja á stofn Sjó- mannastofur á næstu árum, og mun varla geta orðið af því nema styrkur komi til frá því opinbera. 7. Stefánsson. 287

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.