Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1968, Qupperneq 18
ar voru málefnalegar og öllum til sóma er þar mættu. Hér er í fyrsta sinn reynt að leiða saman, til vinsamlegra umræðna um sameiginlegt hagsmunamál, mis- munandi starfshópa og sérfræðinga. Tel ég að vel hafi tekizt, og hafi Sjómannasamband íslands þökk fyrir frumkvæðið. Vonandi verður hér upphaf þess, að nánara samband myndist milli sjómanna, útgerðarmanna og vís- indamanna en verið hefur til þessa. Umræður sem þessar feykja margri svartri þoku til hliðar og sameina krafta og þekkingu, sem til þessa hefur verið allt of f jarrænt. Að lokum var samþykkt að til- nefna 9 manna nefnd frá ýmsum samtökum er geri tillögur um skipu- lagningu fiskveiðilandhelginnar. — Skal nefndin hafa samráð við hina pólitízku nefnd, sem Alþingi íslend- inga kaus á dögunum til að fjalla um málefni, er fyrst og fremst snerta sjómenn og útgerðarmenn þessa lands. Ö. S. í þvottavéla-auglýsingu fyrir nokkuð mörgum árum stóð eftir- farandi: „Styttið ekki ævi konunn- ar yðar með hinni gömlu og úreltu þvottaaðferð. Notið heldur raf- magn.“ * „Það var svei mér feit og falleg kýr, sem stóð þarna úti hjá vegin- um,“ sagði velklæddur borgarbúi, sem lagt hafði leið sína heim á reisulegan bóndabæ. Bóndinn leit grunsemdaraugum á manninn. „Segið mér; eruð þér frá skattheimtunni, eða hafið þér ekið yfir beljuna?" * „Ég frétti að Andrés og Pétur hefðu slegist í gær.“ „Það er þó ómögulegt; ég sem hélt að þeir væru óaðskiljanlegir.“ „Það voru þeir líka í gær. — Það þurfti fjóra menn til að skilja þá.“ * „Ef þú lokar ekki fyrir útvarpið, kona, verð ég vitlaus." „Þú ert það þegar; ég lokaði fyrir það fyrir tíu mínútum." FISKVEIÐAR í ÍSLENZKRI LANDHELGI Stjórn F.F.S.l. hefur ætíð verið því fylgj- andi og gert um það margvíslegar samþykkt- ir á undanförnum árum að gerðar verði al- varlegar ráðstafanir til að skipuleggja fisk- veiðar landsmanna innan íslenzkrar land- helgi, með það fyrir augum sérstaklega, að takmarka og útiloka spillandi og gjöreyðandi veiðarfæri er leiða til rányrkju. Um leið og stjórn F.F.S.Í. fagnar því að hafist hefur verið handa með skipun nefndar til að gera tillögur um fiskveiðar í landhelgi, getur stjórnin ekki annað en mótmælt hinni flokkspólitísku útnefningu nefndarmanna. Stjórn F.F.S.I. leyfir sér að mótmæla því, að gengið skuli vera framhjá F.F.S.I. og öðr- um þeim aðiljum, sem í einlægni og með al- þjóðar hagsmuni fyrir augum hafa barizt gegn hverskonar rányrkju og veiðimisnotkun innan landhelginnar. Til að öllum megi vera ljósar óskir og sjónarmið F.F.S.Í. skorar stjórn sambands- ins á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja það að í engu verði slakað á eftirfarandi lág- markskröfum: 1. Að engin botnsköfuveiðarfæri eða nótaveiðatæki verði leyfð í fjörð- um eða flóum og ekki innan fjög- urra mílna landhelgi nema undir ströngu almennu og vísindalegu eftirliti. 2. Að öll netaveiði innan þessara tak- marka verði háð ströngu eftirliti með tilliti til þess að netaveiðin úti- loki ekki línuveiðarnar á ýmsum tímum. 3. Að bönnuð verði veiði á hrygnandi fiski á ákveðnum hrygningasvæð- um yfir hrygningatímann. 4. Að bönnuð verði veiði á fiskung- viði innan allrar landhelginnar nema til manneldis samkvæmt ákveðnum reglum og undir vísinda- legu eftirliti, samkvæmtþjóðfélags- legum þörfum. Væntir stjórn F.F.S.Í. að fullt tillit verði tekið til þessara áskorana og nefndin endur- skipulögð. 290 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.