Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Page 14
V I K I N G U R
til þess að stofna mjög staðfastan og
sjálfum sér fullnægjandi ofsatrúar-
söfnuð, sem tekið geti hvaða kenning-
ar, sem settar eru fram í nafni hagræð-
ingar og kvótans, upp á sína arma. Það
ríkir trúfrelsi á íslandi, guði sé lof fyrir
það. Ég ætla samt að leyfa mér að vona
að þessi hópur telji ekki í framtíðinni
nema örfáa einstaklinga, sem yrðu þá
eins og minnismerki um liðna tíð.
Veðsettur, skjalfestur og
stimplaður
Ég tel það afar nauðsynlegt að
meirihluta vilji skapist til þess með
þjóðinni að vinna sig út úr því kerfi
sem við höfum fest okkur í við stjórn
fiskveiða. Ég veit vel að það verður
unnið að því að viðhalda þessu kerfi og
ef vel er skoðað munu það verða pen-
ingastofnanir þessa lands, bankar og
sjóðir, sem vilja ríghalda í kerfið vegna
þess að þar er óveiddi fiskurinn í sjón-
um kominn skjalfestur ogstimplaður í
bak og fyrir á veðsettan pappír. Fátt
þykir nú betri eign en veðsett aflahlut-
deild. Hún telst ekki fasteign og er
þessvegna seljanleg hvert á land sem
er. Eftir situr fólkið í sjávarplássunum
í verðlausri fasteign, húsinu sínu, sínu
eigin ævistarfí, atvinnulaust með
óvissa framtíð.
FFSÍ lýsti þeim vilja sínum að við
værum tilbúnir að vinna að lausn á því
vandantáli, sem sala á óveiddum ftski
er í dag og gæti orðið í framtíðinni, og
erum því reiðubúnir að vinna að frek-
ari útfærslum eða hugmyndum sem
gætu leitt til farsællar lausnar. Allt það
sem varað var við í fyrirvara FFSI er
hægt og sígandi að koma í ljós. Auk
þess hafa komið fram ný vandkvæði,
sem enn hafa styrkt þá skoðun FFSI að
kerfið geti ekki orðið þjóðinni til hags-
bóta þegar til framtíðar er litið. Þessi
rök eru meðal annars eftirfarandi:
Stjórnvöld geta ekki stýrt þeim hluta
fiskveiðiflotans sem best er fallinn til
þess að nýta vannýttar fisktegundir, í
þessu tilfelli stærstu og afkastamestu
frystitogarar, sem hafa alla burði til
þess að ná árangri á djúpslóð. Utgerð-
ir ftskiskipa, sem hafa yfirburðaaf-
komu, kattpa sér þann kvóta sem gef-
ur mestan arð og taka þannig til sín
verðmætustu tegundir eins og þorsk.
Þetta veldur því að ekki er hægt að
stýra þessum hluta flotans í að stækka
þá auðlind sem fæst með því að veiða
og vinna vannýttar tegundir. Verði
Gömul mynd af varðskipinu
Albert, þar sem hann fær á
sig brot við syðri hafnar-
garðshausinn í Vestmanna-
eyjum.
núverandi kerfi staðfest til framtíðar,
verðá okkar stærstu og afkastamestu
skip fljótlega komin með svo miklar
aflaheimildir í núverandi kvóta-
bundnum tegundum að enginn tími
er aflögu til annarra veiða.
Að nýta djúpslóð
Viljum við virkilega gera gangskör
að því að veiða meira á djúpu vatni og
fisktegundir sem við nýtum lítið í dag,
þá á að beina þessum flota, stóru
frystiskipunum, í þessar veiðar. Nú er
það ekki svo að sumar útgerðir hafi
ekki staðið vel að verki á þessum svið-
um; t.d. hafa frystiskipin frá Hafnar-
firði sýnt góðan árangur í úthafskarfa-
veiðinni. Það sem ég á hins vegar við er
að takmarka eigi aðgang stóru frysti-
skipanna að almennum botnfiskveið-
um, t.d. við 8-9 mánuði á ári, ogbeina
14