Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Page 16
V I K I N G U R
þess þegar skip koma til veiða innan
íslensku fiskveiðilögsögunnar. Þar er
það skilyrði okkar megin frá að veiði-
ferð heíjist og Ijúki á Islandsmiðum og
aflanum sé landað án þess að veitt sé til
viðbótar utan okkar lögsögu. Meðan
þessi ágreiningur er uppi liggur eng-
inn samningur fyrir. Auk þessa hafa
EBfulltrúar talið ýmis vandkvæði á
framkvæmd og greiðslu kostnaðar
vegna veiðieftirlitsmanna.
Þrátt fyrir það að FFSÍ hafi hafnað
núverandi kerfi, hefur ekki verið um
sameiginlega afstöðu að ræða hjá öll-
um sjómannasamtökum og félögum.
Sjómannasamband íslands hefur
mælt með kvótakerfinu alla tíð og ger-
ir enn. Þar á bæ segjast menn ekki
koma auga á annað betra kerfi. For-
ystumenn Vélstjórafélags Islands hafa
mælt með kerfinu eins og það er og
talið að sala aflaheimilda þjónaði hags-
munum sjómanna jafnt sem annarra.
Þó virðist breytt afstaða hafa komið
fram hjá þeim um þetta atriði. Sjó-
mannasambandið hefur hinsvegar
lýst algjörri andstöðu við sölu á
óveiddum fiski í sjó, sérstaklega ef sjó-
menn taka þátt í kvótakaupum. Ekki
fæ ég samt séð hvernig menn geta
mælt með kerfinu, sem ávallt byggir á
sölu fisksins í sjónum, en mótmælt
samt óveiddum fiski sem söluvöru.
Þessi mismunandi afstaða forystu-
manna sjómanna og samtaka þeirra
veldur því meðal annars að kerfið hef-
ur fengið að þróast að vild eftir óskum
stórútgerðarmanna innan LIU og
vinnuveitenda. Þessi ósamstaða hefur
líka orðið mikil þolraun á samstarf og
samtakamátt sjóntanna. í raun má
segja að félagsmál sjómanna og kjara-
samningar þeirra bíði skaða af þessari
sundruðu afstöðu til þessa grundvall-
armáls.
Kjaramál
Eins og allir vita hefur ekki verið létt
verk að koma saman kjarasamningum
við launamenn nokkur s.l. ár. Kjara-
samningar hafa einkennst af stórum
samflotum sem gjarnan hafa fengið
nafnið þjóðarsátt. Það er í sjálfu sér
ekki slæmt að ná heildar kjarasamn-
ingum á breiðum vettvangi. Hinu er
ekki að leyna að í skjóli stórra samflota
hafa vinnuveitendur komist upp með
að ýta til hliðar ýmsum sérmálum
stéttanna. Eg hygg að starfsumhverfi
okkar sjómanna, og reyndar líka fisk-
Frá Vestmannaeyjum.
verkafólks, hafi á s.l. áratug tekið hvað
mestum breytingum samfara nei-
kvæðum afleiðingum kvótakerfisins. í
skjóli samflotsins hafa forystumenn
LIÚ komist upp með að láta ýmsum
sérsamningum ólokið og yfirleitt verið
langt undir þeim sérsamningum sem
gerðir haf'a verið við útgerðarmenn
beint um nýjar veiði- og verkunarað-
ferðir. Það er orðin full þörf á jrví að
fiskimenn, hvaða starfsstétt sent þeir
tilheyra, fari að starfa meira sarnan
innan sinna félagssvæða. Ég vildi helst
sjá alla fiskimenn í einu stéttarfélagi,
t.d. Fiskimannafélag Vestmannaeyja,
Fiskimannafélag Vestfjarða og svo
framvegis. Næðist þessi árangur um
samstöðu væri næsta víst að sameinuð
fiskimannastétt gæti náð fram því
starfsumhverfí við stjórn fiskveiða
sem við teldum ásættanlegt. Það er
raunar furðulegt að fiskimenn og fisk-
vinnslufólk skidi ekki leggjast á eitt við
að móta þær reglur að réttarstaða
þeirra til vinnunnar og atvinnuöryggis
móti stjórnkerfi fiskveiðanna. Það er
16