Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Side 19
var sagt, en þrjár þær yngri voru enn ólofaðar í föðurgarði. Við fórum nú að vera með þeim. Ein var tvítug, sú sem vélstjórinn var með, ég var með stúlku sent Daisy hét og var hún átján ára, en sú yngsta var sextán ára og var Davíð, skipstjórasonurinn, með henni. Við fórum á bíó með þeim eða fengum okkur bjór, og þótt þær gerðu lítið að því að drekka bjór þá voru þær með okkur. En það varð nú stutt í þessu hjá strákunum því þeir voru í veiðihug en þær voru tregar. Eg var með Daisy og hún passaði að ég yrði ekki of nær- göngull, hún vildi vera með mér, en ekki of náið. Eg hafði þá haft lítið af Eftir þessa t'öf okkar í Grimsby héld- um við á veiðar í Norðursjóinn og héldum okkur í fyrstu mest á Dogger Bank. Þar var mest ýsa. Yfirleitt vor- um við að veiðum í 5 til 6 daga í hverri veiðiferð. A Dogger Bank fengust oft 1 til 2 pokar í hali, en einn poki gat verið svona hálft lil eitt tonn, en það var alltaf mikið af smáu. Ysan var öll smá. Ofan á voru stærstu fiskarnir svona þrí- til fjór- skærar sem kallað var, það var fiskur sem hæfilegt var að skera í þrjú eða fjögur stykki. En meiri hlutinn var ekki miklu stærri en síld og þessi fiskur var hirtur. Maður sá í Fish and Chips- verslununum í Grimsby að þessi fiskur var steiktur í heilu lagi í fitu og var talinn hæfilegur skammtur. Það var TRYGGVI HELGASON SEGIR FRÁ BENEDIKT GUNNARSSON SKRÁSETUR stelpum að segja heima á Akranesi, því þó að þær þar hefðu nú orð fyrir að vera frekar lausar á kostunum, þá kynntist ég því ekki, hafði hreint enga reynslu af því. En strákarnir urðu svo nærgöngulir við systurnar að þær bara hættu að vera með þeim. Þá sneru þeir sér að þeim sem voru á markaðinum, en við Daisy héldum áfram að vera saman. Eg kynntist heimilinu vel og fór að minnsta kosti tvisvar með þeim í skógarferð. Þetta fólk gerði eitthvað að því um helgar og það þótti svolítil hátíð að fara út í skóg með nesti. Þá voru ekki miklir skógar á Englandi. Varð ég handgenginn þessu fólki og kynntist þeirra kunningjum og þeirra fjölskyldum. Eg var tekinn sem einn úr fjölskyldunni. Eftir að heim kom skrifaðist ég á við Daisy í ein tvö eða þrjú ár, en svo rofn- aði sambandið. alltaf talsvert af rusli eins og smæsta sandkolanum sem ekki var hirt. Það var greinilega búið að sarga mikið þarna, enda höfðu 60 til 80 sænskir og danskir bátar verið þarna frá stríðslok- um og lögðu þeir upp í Grimsby. Það var því farið að draga verulega úr þessu. Afiinn var allur slægður með haus, þveginn og ísaður í stíur í lestinni. Það var stórt ísvinnslufyrirtæki í Grimsby, svo það var enginn hörgull á góðum ís. Það varð að gæta flóðs til að komast inn í höfnina í Grimsby og alltaf tekinn lóðs í mynni Humber-fijóts, en þar lá lóðsskip sem sinnti bæði Grimsby og Hull. Það var talið vandsiglt þarna um og rifin stöðugt að breyta sér. Það var venjulega byrjað að landa um miðnætti og þurftum við því að kornast inn á hæfilegum tírna til þess. Fiskmarkaðurinn opnaði á mínútunni klukkan sjö að morgni. Afli eftir túrinn var oft í hálfa lestina svona 20 til 25 tonn. Við fengum aldrei nærri því fulla lest. Síðast vorum við norður á Stóra fiskibanka, Great Fisher Bank, en þangað var sólarhrings keyrsla. Þar var töluvert um stóran kola, en tregur afli. Við vorum næsthæstir þarna af ís- lensku skipunum, línuveiðari frá Þingeyri sent Kakali hét, var langhæst- ur. Kristján Bergsson, sem síðar varð fiskimálastjóri, var með hann. En hann Karl Löve strauk frá skuldum. Við lögðum upp hjá stórfyrirtæki f Grimsby, sem hét Alec Black. Karl fékk fyrirframgreiðslu hjá því, nokkur hundruð pund, sem hann sendi heim til Þingeyrar. En hann landaði ekki í Grimsby eftir það. Túrinn á eftir mislukkaðist, við fengum mjög lítinn afla, en nægilega fyrir birgðum fyrir heimsiglinguna. Við fórum inn á Peterhead, sem er höfn nokkuð norðar en Aberdeen, en þar var talsverð útgerð reknetabáta. Þar lögðum við upp þennan litla afla sem við vorum með og fengum olíu og matvæli í staðinn og síðan var farið beint heim. En tveir eða þrír af þeim báturn sem voru þarna í Norðursjón- unt urðu innlyksa þarna úti, voru teknir upp í skuldir. Þetta varð dýr- keypt tilraun hjá íslendingum. Við vorum með danskan fiskilóðs frá Es- bjerg. Hann var nteð okkur svona hálft úthaldið, frarn í júlílok eða svo. Hann var kunnugur þarna og kunni til veiðanna, en það var bara ekki meiri afli en þetta. Karl Löve var líka mikill og annálað- vir aflamaður. Hann var á þessum tírna harður íhaldsmaður, og því var það, meðan við lágum í vonda veðrinu á páskum við Orkneyjar, að við strák- arnir vorum eitthvað að þvarga um pólitík. Eg var þá orðinn bolsévíkki, sem kallað var. Þá kom Karl fram í og hótaði að henda mér í land ef ég væri með einhvern bolsévíkkaáróður. Síðar þegar Karl kom suður, orðinn eldri og starfaði sem vaktmaður hjá Áfengis- verslun ríkisins, þá var hann rauðasti ntaður sem um var vitað. Það varð þá mikið hitamál fyrir honum. Hann bara snarsnerist svona. ♦ 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.