Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Blaðsíða 32
V I K I N G U R BESTU SÝNENDUR Á BELLA CENTER Á alþjóðlegu sjávarútvegssýning- unni í Bella Center í Kaupmanna- höf'n var sýningarbás Islands út- nefndur sem besti sameiginlegi bás sýningarinnar. Verðlaun fyrir bestan bás einstaks fyrirtækis féllu hins vegar í hlut Alfa-Laval. Útflutningsráð skipulagði íslenska básinn sem sýnendur héðan samein- uðust um. Þetta var í fimmta sinn sem slík sýning fór fram í Bella Cent- er og voru sýningargestir yfir átta þúsund frá unt 60 löndum. Yfir 400 fyrirtæki frá 24 löndum kynntu þarna framleiðslu sína. VILJA JAFNSTÖÐUAFLA Mjög er rætt um tillögur Hafrann- sóknastofnunar um að skerða þorsk- veiðiaflann dl muna eða úr 265 þúsund tonnum niður í 190 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári og síðan niður í 175 þúsund tonn næstu tvö fiskveiðiár. Flestir stjórnmálaforingj- ar og margir hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi telja óhjákvæmilegt að fylgja þessum tillögum. En Einar Oddur Kristjánsson vill gjalda varhug við tillögum fiskifræðinga og segir að hann og fjölmargir útgerðarmenn vestra telji hvorki að aðferðir fiski- fræðinga séu réttar né nokkur trygg- ing sé fyrir því að þorskstofninn vaxi þótt farið verði eftir tillögunum. „Við höfum fyrir löngu lagt til að hér sé jafnstöðuafli. Það að veiða 250 þúsund tonn á síðasta ári er rétt um 60% af því sem við höfum veitt síð- ustu 70 árin. Okkur finnst eðlilegt að það verði gert áfram," segir Einar Oddur í Mogganum. HAFNFIRÐINGAR SPÁ í TOGARA Umsvif Fiskmarkaðarins hf. í Hafnarfirði hafa dregist saman, meðal annars vegna fjölgunar mark- aða í landinu. Hafa Hafnfirðingar haft af þessu nokkrar áhyggjur enda nokkurt atvinnuleysi í Firðinunt. Óformlegar þreifingar hafa átt sér stað um stofnun hlutafélags í þeint tilgangi að kaupa togara til bæjarins sem landaði afla sínum þar. Hefur Verkamannafélagið Hlíf meðal ann- ars hvatt til þess að Hafnarfjarðar- bær stuðli að togarakaupum. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Vík- ingur hefur aflað sér hafa bæjaryfirvöld samþykkt að leggja fram samtals 10 milljónir króna í hlutafé til togarakaupa ef hlutafélag verður stofnað í þeim tilgangi. Kæmu þá fimm milljónir úr bæjar- sjóði og sarna upphæð úr hafnar- sjóði. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.