Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1992, Qupperneq 41
það nýbreytni. Nýlokið er tölvunám-
skeiði þar sem tekin var fyrir almenn
tölvunotkun og algeng notendaforrit
kynnt.
Miklar endurbætur standa nú yfir á
vélhermi skólans og gildir það bæði
um hugbúnað og vélbúnað. I dag
gegnir hermirinn mjög mikilvægu
hlutverki í vélfræðikennslu skólans en
áhrifa hans gætir víðar, meðal annars í
enskukennslunni.
Eftirfarandi nemendur hlutu verð-
laun fyrir góða frammistöðu:
Jóhannes K. Sveinsson fyrir vélfræði,
rafmagnsfræði- og raungreinar.
Hann fékk meðal annars sérstök t'erð-
laun frá Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna.
Finnjón Ásgeirsson fyrir kælitækni og
véltækni.
Guðni Þorvaldsson fyrir rafmagns-
fræðigreinar.
Steingrímur Pálsson fyrir tungumál.
Guðbjörn Þorsteinsson fékk sérstaka
viðurkenningu frá Vélstjórafélagi ís-
lands fyrir góða frammistöðu í félags-
málum.
Hjálmar Þ. Baldursson hlaut verðlaun
fyrir góða ástundun og framfarir í
námi.
Við skólaslitaathöfnina mættu eldri
árgangar sem fögnuðu tímamótum og
voru þar á meðal vélstjórar sem áttu 60
og 50 ára útskriftarafmæli. Guðbjörn
Þorsteinsson talaði fyrir hönd útskrift-
arnema en þeir færðu skólanum fasa-
sjá að gjöf.
í lok skólaslitaræðunnar beindi
skólameistari orðum sínum til nýút-
skrifaðra vélstjóra og vélfræðinga og
sagði meðal annars:
„Markmiðið með vélstjóranáminu
er fyrst og fremst að stuðla að því að
þið verðið góðir vélstjórar og góðir
fagmenn. Til að svo megi verða þarf
margshátlar kunnáttu og hana reynir
skólinn að veita eftir bestu getu. Þeir
sem hafa stundað skólann vel og reynt
að meðtaka þá þekkingu sem í boði er
hafa haldgóða undirstöðu til að verða
góðir fagmenn. Hinsvegar er undir-
staðan ekki nægileg ein og sér ef fag-
legan metnað skortir. Á þessum tíma-
mótum í h'fi ykkar vil ég hvetja til þess
að þið ræktið með ykkttr faglegan
metnað. Hin ytri einkenni faglegs
metnaðar koma fram í gleðinni sem
fylgir því að skila af sér góðu verki.
Sama hvort um er að ræða smíðisgrip,
viðgerð á vél eða góðan árangur við
rekstur vélakerfa. Saga okkar íslend-
inga geymir bæði frásagnir og gripi
sent bera vitni um verkþekkingu og
útsjónarsemi forfeðranna. Einnig er í
okkar norræna menningararfi margt
sem bendir til að verkþekking og
kunnátta haft staðið í miklurn blóma
miðað við hvað þá gerðist meðal þjóða.
T.d. varð verkþekking á skipasnn'ði og
járnvinnsla á víkingaöld til þess að
gera Norðurlöndin að heimsveldi á
þess tíma mælikvarða. Þá hefur án efa
mikil virðing verið borin fyrir hvers
kyns verkkunnáttu. í dag er vissulega
ástæða fyrir okkur íslendinga að hefja
verkþekkingu til vegs og virðingar á
nýjan leik.
í fornum sögum segir frá smíði
hamars Þórs en það verk unnu dverg-
arnir Sindri og Brokkur, sem báðir
voru dverghagir. Sindri, sem var eldri,
stníðaði en Brokkur, sem var ungur og
sterkur, knúði smiðjubelginn. Við það
verk lögðtt þeir ttndir alla sína verk-
kunnáttu og faglegan metnað enda
átti hamarinn að verða metinn og
dæmdur meðal annarra góðra smíðis-
gripa í hinum æðsta dómstóli en hann
skipuðu goðin sjálf. Loki Laufeyjar-
son hinn fláráði og hrekkjótti átti
einnig gtipi sem skyldu metnir og
gerði því allt sem í hans valdi stóð til að
spilla smíði hamarsins. Meðal annars
breytti hann sér í flugu og stakk dverg-
ana til að trufla þá við smíðina en svo
ntikil var einbeitingin að það hafði
lengi vel engin áhrif. Loks greip Loki
til þess ráðs að stinga dverginn Brokk,
sem knúði smiðjubelginn, í annan
augnkrókinn svo blæddi fyrir augað
og fataðist honum |)á starfið augnablik
og leiddi Jressi truflun af sér að ham-
arsskaftið varð eilítið styttra en lil stóð.
Margir góðir gripir voru lagðir fyrir
goðin til mats og voru sumir gerðir af
gulli og settir eðalsteinum. Járnham-
Ellefu af þeim sextán 4. stigs vél-
stjórum sem utskrifuðust á nýlið-
inni vorönn. Þeir eru, talið frá
vinstri: Finnjón Ásgeirsson, Þor-
kell Arnarson, Steingrímur Páls-
son, Guðni K. Þorvaldsson, Úlfar
Hauksson, Páll Magnússon, Sig-
urður Halldórsson, Guðbjörn Þor-
steinsson, Bjarni Bogason, Gunn-
ar Guðmundsson og Jóhannes K.
Sveinsson. Á myndina vantar þá:
Guðjón Magna Einarsson, Guðjón
Arnar Þorsteinsson, Hafliða S.
Björnsson, Rúnar Hermannsson
og Styrmi Pétursson.
arinn þótti bestur gripanna, þrátt fyrir
ágallann á skaftinu. Þótti slíkur dýr-
gripur henta Þór vel, þar sem hann var
vel til Jtess fallinn að berja á hrímþurs-
um og bergrisum.
Þessi forna saga segir okkur dálítið
meira um hugtakið faglegur metnað-
ur og einnig hitt að í sífellu erum við
dæmd af verkurn okkar. Einnig kenn-
ir hún okkur að meta nytjahluti fram-
ar fánýtu glysi. Peningarnir sem við
fáurn greidda fyrir unnið starf eru
okkur nauðsynlegir til að framfleyta
okkur og fjölskyldum okkar og von-
andi eigið þið eftir að gleðjast yfir
þykkum launaumslögum í framtíðinni
en sá sem finnur ekki til gleði og stolts
yfír vel unnu verki hann hefur farið
mikils á mis.“
Að skólaslitaathöfninni lokinni var
boðið til kaffidrykkju í matsal skólans.
Seinna santa dag bauð Vélstjórafélag
íslands 4. stigs nemum til veglegrar
veislu í Borgartúni 18.
Á síðastliðnu hausti lét Andrés Guð-
jónsson af starfi skólameistara fyrir
aldurs sakir en við tók Björgvin Þór
Jóhannsson. +
41