Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 4
34 NÁTTÚRUFR. t Gtíðmtindur G. Bárðarson prófessor. Sem ritstjóra þessa blaðs ber mér skylda til að minnast að nokkru þess manns, sem helgaði ritinu síðustu krafta sína. Mér ber skylda til þess að minnast hans vegna þeirra verka, sem hann hefir skilað okkur, hinni ungu kynslóð íslenzkra náttúrufræð- inga, til þess að við skulum halda þeim áfram, og leiða þau fram til sigurs, vegna þess grundvallar, sem hann hefir gefið oss að byggja á. Það skal vera mér ljúft að gegna þessari skyldu, enda þótt mér sé það ekki fært. Guðmundur Bárðarson var mikil- menni, sem vegna hinna langdrægu áhrifa sinna og útsjónar, naut sín ekki síður í fjarska, en meðal þeirra, sem næst stóðu. Þess vegna verður grein þessi aðeins lítilfjörleg dánarminning, skrif- uð í skugga hins sorglega viðburðar, en ekki mat á þeim fallna, né lífsstarfi hans. Komandi tímar munu meta verk hans, en í heimslesnum vísindaritum hefir hann reist sér minnisvarða með ritum sínum. Guðmundur G. Bárðarson var af vestfirzku bergi brotinn. Hann fæddist að Borg í Skötufirði í ísafjarðarsýslu 3. jan. 1880, og var óskylgetinn sonur Guðmundar Bárðarsonar óðalsbónda, sem bjó þar, og Guðbjargar Sigurðardóttur. Fyrstu þrjú miss- erin var hann með móður sinni, en fluttist svo, hálfs annars árs gamall, til föður síns að Borg. Þriggja ára gamall fluttist hann búferlum með föður sínum að Kollafjarðarnesi í Strandasýslu, og ólst þar upp úr því. Snemma hneigðist hugur hans til fróð* ieiks og bóka, enda átti hann því láni að fagna, að geta gefið sig allmikið að andlegum störfum. Fyrirbrigðin í náttúrunni köll- uðu snemma á athygli hans og áhuga, og varð það að ráði að láta hann ganga menntaveginn. Vorið 1897 kom hann til Reykja- víkur og tók inntökupróf í 1. bekk Menntaskólans, sat þar síðan fjóra vetur, og lauk fjórða bekkjar prófi 1901. Þá voru sjúkdóm- ar byrjaðir að mæða hann, svo að hann varð að hætta námi. Sama ár fluttist faðir hans að Bæ í Hrútafirði, og tók Guðmundur þá við Kollafjarðarnesi, og bjó þar síðan þangað til 1904, er hann varð að hætta búskap vegna heilsuleysis. 1 janúar þetta ár hélt hann til Reykjavíkur, til þess að fá bót meina sinna, og var þar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.