Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFR.
37
telja. Alls staðar, þar sem hann kom við, lét hann mikið til sín
taka, en naut sín þó vel í samvinnu við alla þá, sem kunnu að
meta verk hans og hugsjónir. Hann var hinn prúðasti í allri um-
gengni, gestrisinn mjög heim að sækja, ætíð boðinn og búinn
þeim til hjálpar, sem til hans leituðu.
Það ræður að líkindum, að Guðmundi Bárðarsyni hlotnað-
ist ýmis viðurkenning og vinátta margra mætra manna fyrir störf
sín. Þannig var hann gerður að heiðursmeðlim hinns heimskunna
enska vísindafélags „British Association“, og hjá ættjörð sinni
hlaut hann heiðursnafnbótina ,,Prófessor“. Önnur sönnun fyrir
hylli þeirri, sem hann naut meðal erlendra vísindamana, er það,
að sumar af ritgjörðum hans hafa birzt í tímaritum, sem ein-
ungis allra-færustu og þekktustu vísindamenn skrifa í, má þar
nefna „Videnskabernes Selskabs Skrifter“.
Með Guðmundi G. Bárðarsyni hefir Island misst einn sinna
allra beztu sona. Mikið var það starf, sem honum tókst að leysa
af hendi, þrátt fyrir illa aðstöðu, og margs konar erfiðleika.
Hann hefir skilað ættjörð sinni miklu dagsverki, eftir því miður,
allt of stuttan vinnudag. Hann er komandi kynslóðum til fyrir-
myndar um dugnað og atorku. Nafn hans er landinu til heiðurs
inn á við og út á við. Minning hans er þjóðinni til gleði, vegna
þess að starf hans hefir sýnt, hve miklum vísindalegum hæfi-
leikum íslenzkur alþýðumaður getur verið búinn, og hve langt
er hægt að komast, jafnvel með lítilli menntun, mælt á mæli-
kvarða nútímans, ef vel er að verið.
Við samverkamenn Guðmundar hörmum tapið sáran. Tor-
velt mun verða að fylla það skarð, sem dauðinn hefir höggvið í
hina fámennu fylkingu. Aldrei framar megum við sjá hann í hóp
okkar. Aldrei framar njótum við góðs af gáfum hans og dugnaði,
en ávallt munum vér varðveita minningu hans, íslenzka þjóðin
mun aldrei gleyma honum, og seint mun firnast nafn hans í
sögu íslenzkra náttúruvísinda, því:
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr it sama.
En orðstirr
deyr aldrigi,
hveim sér góðan getr.