Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 5
NÁTTÚKUFR. 35 gerður á honum holskurður um mánaðarmótin jan.—febr. Eft- ir þann skurð varð hann að liggja fram á vor, en hélt þá aftur norður og settist að á Bæ hjá föður sínum. Tæpum tveimur ár- um seinna (2. jan. 1906) giptist hann Helgu Finnsdóttur, dóttur Finns óðalsbónda á Kjörseyri (í Hrútafirði), og tók við búi af tengdaföður sínum vorið 1907. Rak hann þar myndarbú með konu sinni, þótt hann ætti stöðugt við vanheilsu að stríða, en stundaði þó jafnframt vísindin af fullu kappi. I september 1909 réðist hann til utanfarar, og dvaldi um veturinn 1909—10 í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, naut þar fræðslu á háskólunum og kynnti sér söfnin, eftir því, sem föng voru til. Stöðugt varð hann að búa við vanheilsu, sem sótti hann svo mjög, að hann varð að leggja sig undir hnífinn í annað sinn (í Kaupmannahöfn, um mánaðarmótin febr.—marz, 1910). I júní 1910 hvarf hann aftur heim til íslands, og settist að búi sínu á Kjörseyri. Hélt hann nú rannsóknum sínum áfram með mikilli elju og dugnaði, og stundaði ennþá bú í ellefu ár, þangað til hann fluttist til Akur- eyrar árið 1921, og varð þar kennari í náttúrufræði við gagn- íræðaskólann. Þar dvaldi hann í fimm ár, en fluttist þá (1926) til Reykjavíkur, og varð kennari við Menntaskólann þar. Vet- urinn 1930—31 fékk hann lausn frá störfum, til þess að ljúka ýmsum rannsóknum og ritstörfum, sem hann hafði í smíðum, en þegar fjárhagur ríkisins fór að þrengjast, varð hann að taka aftur við embætti (haustið 1931). Stöðugt þjáði heilsuleysi hann, að meira eða minna leyti, óg snemma í sept. 1932, tók hann sótt, sem lagði hann í rúmið. 14. nóvember var hann fluttur að heiman, og lagður inn á Landsspítalann. Var þar gerður á honum þriðji holskurðurinn um miðjan desembermánuð, en allt kom fyrir ekki. 13. marz, 1933 andaðist hann að heimili sínu á Lauganesi, og fann hvíld, eftir langt og mikið æfistarf. Guðmundur Bárðarson lætur eftir sig ekkju, og fjögur upp- komin börn. Varla er hægt að minnast hans, án þess að geta um ekkjuna, frú Helgu Finnsdóttur. Hún var honum tilvalin kona, sem skildi hann, og var honum samtaka við öll þau mörgu störf, sem á herðum hans hvíldu. Ekki var hún honum síður hægri hönd- in í orrustunni gegn öllum þeim sjúkdómum, sem oft og þungt drápu á dyr, enda þótt hún ætti ekki sjálf góðri heilsu að fagna. Henni verður óbeinlínis að tileinka nokkuð af þeim andlegu verð- mætum, sem eftir hinn látna liggja. Alla tíð lagði Guðmundur mikið kapp á að mennta börn sín eins vel og frekast varð við komið. Létu þau hjón einskis freist- 3*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.