Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 6
36 nAtttJrufr. að í því efni. Elzta dóttir þeirra, Ingibjörg að nafni, er nú á land- símastöðinni í Reykjavík, önnur, Jóna, er á kvennaskólanum á Blönduósi, en sú þriðja, Guðbjörg, er heima hjá móður sinni. Son- urinn, Finnur, hefir fengið skerf af hrifningu föðurins á náttúr- unni í arf. Hann stundar nú náttúrufræðinám við háskólann í Hamborg, og mun ljúka prófi að tveimur árum liðnum, ef efna- skortur stemmir ekki stigu fyrir honum áður en markinu er náð. Vonandi kunna íslendingar svo vel að meta verk föður hans, að þeir hjálpi syninum til þess að ljúka námi, svo að hann megi koma heim og skipa hið tóma sæti, sjálfum sér og landinu til frægðar. Guðmundur Bárðarson lætur ekki eftir sig gull né silfur, en vart munu þau andlegu verðmæti, sem eftir hann liggja, verða matin til fjár. Auk rita þeirra, sem eftir hann liggja, verður að minnast á hið mikla og vandaða jarðfræðilega safn hans, það er aðal-árangurinn af lífsstarfi hans, og að minnsta kosti 30—40 þús. króna virði. Vonandi er, að hægt verði að búa svo um, að slíkur menjagripur fari ekki út úr landinu. Guðmundur heitinn var hár maður á velli, og þreklega vax- inn. Á síðari árum söfnuðust honum nokkuð hold, og gerði það honum erfitt fyrir um líkamlega áreynslu, ekki sízt f jallgöngur. Hann var þrekmaður mikill, bæði til líkama og sálar. Hann var tígulegur ásýndum, úr hinum tilkomumikla svip hans skein brennandi áhugi og tröllsefldur vilji. Mörg og margþætt voru þau störf, sem hann tók sér fyrir hendur, fleiri og fleiri voru þeir þræðir, sem í höndum hans léku. Með áhrifum sínum, gáfum og áhuga, vann hann íslenzkum náttúruvísindum, ekki sízt jarð- fræðinni, og íslenzkri fræðslu starf, sem vart mun verða að verð- leikum metið, og seint að fullu goldið. Enda þótt hann ætti ekki því láni að fagna, að ljúka námi, safnaði hann sér mikillar þekk- ingar í umgengni sinni og viðskiftum sínum við aðra vísinda- menn, bæði hér og erlendis, og eins úr ýmsum erlendum bókum. Tungumálanám mun aldrei hafa legið vel fyrir honum, en með vilja sínum og atorku tókst honum þó að afla sér djúptækrar menntunar í Norðurlandamálunum, ensku og þýzku. Eftir að hingað kom til Reykjavíkur, var hann jafnan þungamiðja flestra athafna og framfara á sviði náttúruvísindanna, og mætti þar benda á margt. T. d. var hann einn af stofnendum Vísindafélags íslendinga, hann var aðalfrömuður fuglamerkinganna, sem náttúrugripasafnið stofnaði til, síðastl. ár. Ennfremur var hann annar stofnandi Náttúrufræðingsins, og margt mætti ennþá til

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.