Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 11
NÁTTÚRUFR.
41
mikið í þaranum í fjörðum og utan fjarða, bæði vegna skjóls og
fæðu, ekki sízt þar sem þarinn vex í flekkjum, en leir eða sand-
flár í milli, og er þar vel varið fyrir dragnót og botnvörpu. Fasta-
þarinn er ófær fyrir dragnótina, en hann er lítill fyrir utan land-
helgi, þar sem leyfilegt er að brúka botnvörpuna. En þótt þar-
arnir séu víðáttumiklir, bæði hér við land og annars staðar, þá
eru þeir þó tíðast aðeins örmjótt belti meðfram ströndum, og
langt frá því að geta rúmað allan hinn mikla grúa uppvaxandi
ufsa og þorsks, sem verður því að nokkuru eða miklu leyti að
lialda sig á berum leir- og sandbotni, stundum langt fyrir utan
landhelgi, einkum stálpaðri fiskurinn, enda er fæðugnægðin að
jafnaði miklu meiri þar, en í þörunum.
Skjólið og öryggið má að vissu leyti teljast bein þýðing botn-
gróðursins fyrir hið æðra dýralíf sjávarins, og er það all-mikils-
vert. Mest verður þó hin óbeina þýðing hans; en hún kemur fyrst
til greina að honum látnum, ef svo mætti segja, og skal það nú
skýrt í stuttu máli.
Lífstíð þörunganna er yfirleitt líklega fremur stutt; margir
lifa aðeins eitt vaxtarskeið, aðrir eru fjölærir og fella þá sum-
ir „blöðin“; eins er um marhálminn.
Sífellt er eitthvað að losna af botngróðrinum, ýmist af völd-
um ölduróts eða strauma, eða af því, að æfin er á enda, og ætti
að vera svipað og það, sem við bætist, ef gróðurinn stendur í
s'tað. Einkum kveður mikið að því á haustin, og fram á veturinn,
sérstaklega við útnes og utan fjarða. — lJað sem losnar, fer
ýmsar leiðir, eins og áður var vikið að: Þang, sem hefir loft-
blöðrur, getur borizt út á rúmsjó og flotið þar lengi lifandi, þang-
að til það að lokum skolast á land eða sekkur. Þannig er því
háttað um Sargassó-þangið í straumsveipum úthafanna. Það
flýtur þar í stórum og smáum breiðum og verður kærkomin
lieimkynni ýmissa sjódýra (krabba og þangfiska), en deyr að
lokum og rotnar og fellur til botns, eins og annað þang, sem ekki
rekur á land. — Þegar aðrir þörungar losna, leggjast þeir ann-
aðhvorit á botninn, eða skolast á land. Hinir fyrr töldu gera ým-
ist, að safnast fyrir, þar sem þeir uxu, eða þeir, sem vaxa dýpra,
dragast af straumi og ölduróti niður í fjarðadjúpin eða djúpa
polla í botninum og rotna þar. Er gnægð af þess konar dauðum
lausaþara hér í fjarðadjúpum og víðar, og getur hann gert nót-
og netfiskimönnum töluverð óþægindi. — Það af þörungunum,
sem vex nær landi, skolast í brimrótinu, einkum í haust- og vetrar-
brimunum, á land og safnast í þykka bunka, hrannir eða brúk.