Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12
42
náttCrufr.
eins og það er nefnt, ofantil í fjörunum, eins hátt uppi og brim-
sogin geta komið því, eða upp í kringum stórstraums flóðfar.
Það er augljóst, að hann er ekkert smáræði allur þessi botn-
gróður, sem losnar á hverju ári, um allan heim; en því miður
hefir, það eg veit, enginn reynt að gera neina áætlun um, hve
mikill hann er; eg hygg, að það muni ekki ofmælt, að það nemi
all-mörgum milljónum tonna, hér við land eflaust hundruðum
þúsunda. — Það er því all-merkiiegt atriði, að gera sér grein
fyrir, hvað um þessar miklu jurtaleifar verður að lokum. Af Jrif
þeirra má í raun og veru segja í tveim orðum, þær rotna, en
nokkur munur er þó á því, hvernig þær eyðast, eftir því, hvort
það gerist uppi í fjörum, eða úti í sjó.
Það af gróðrinum (þari, þang, marhálmur o. fl.), ssm rek-
ur á land, og ekki er hirt af mönnum eða „gerist kviðfylli" í
skepnum, gerir ýmist að rotna niður fyrir ofan vanaleg flæðar-
mál og smám saman sökkva í sand eða safnast í kyrr lón og
mynda þar með tímanum mó (fjörumó), eða það er að þvæ’ast í
sogadrættinum í fjörunni, þangað til það er orðið að há’fgerðu
mjöli, sem smám saman skolast út í sjó'nn. Þar taka svo s'.raum-
arnir við því og bera það út um allan sjó, þar sem það að lok-
um sekkur til botns, þar sem kyrrt er.
Hitt af gróðrinum, aftur á móti, sem lagst hefir í botn úti
í sjó, og aldrei rekur á land, leysist líka í sundur, en það tekur
miklu lengri tíma, af þvi að sjávarrótið er þar ekki eins mikið
til að mala það; en svo fer þó að lokum, eins og með hitt, það
verður1 að dusti. En í djúpum og straumlitlum pollum, e nkum
þar, sem sjór er kaldur, getur lausaþarinn legið lengi rotnaður
í breiðum á botninum og varnað fiskum að ná í botnfæðu sína,
eða hann fúlnar (eins og hann gerir í fjörulónum) og fælir fisk.
Jafnframt því, sem botngróðurinn verður að dusti, eins og
sýnt hefir verið fram á, leysast úr honum ýmis efni, eins og
köfnunarefnis-, fósfor- og brennisteins sambönd, sem blandast
sjónum og verða hinum lifandi sjávargróðri aftur að notum, að
sínu leyti eins og rotnandi gróður á landi skilar jörðunni aftur,
því, sem hann hafði úr henni fengið.
Þá er loks að íhuga hina áðurnefndu þýðingu hins rotn-
andi botngróðurs fyrir hið æðra dýralíf sjávarins.
Mjölið eða dustið, sem að síðustu er eftir af botngróðrinum,
hvort sem hann hefir molnað í fjörunum eða í sjónum, dreifist
um sjóinn og sekkur að lokum til botns, einkum á grunnsævi, og
þar sem það lendir á leðju-, leir- eða sandbotni, blandast það