Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFR.
48
saman við hann og- verður þar, ásamt þeim dýraleifum og dýra-
ögnum, sem þar eru fyrir, að fæðu fyrir ótölulegan grúa af ýms-
um óæðri sjávardýrum, eins og ýmsum skeldýrum, burstormum,
hjartíglum (sæmúsum), og slöngustjörnum, sem lifa niðurgrafni
í lausan botninn og fá fæðu sína á þann hátt, að þau gleypa leir-
inn eða leðjuna og sandinn, aðallega efsta lag botnsins, með
þeim dýra- eða jurtaleifum, sem í því kunna að vera, melta þær,
en hitt gengur ómelt niður af þeim. Er sandmaðkurinn eða leiru-
maðkurinn eitt kunnasta dæmið af þessu tægi (svipað ánamaðk-
inum á landi). Á þessum „detrítus“-ætum, eins og dýr, sem þann-
ig nærast, eru nefnd, lifa svo ýmsir af vorum merkustu nytja-
fiskum að meira eða minna leyti, og má nefna þar fremst í
flokki ýsu, þykkvalúru, skarkola, sem lifa mjög mikið á ýmsum
niðurgröfnum skeldýrum, burstormum og (ýsan) á hjart'g'.um,
steinbít, sem lifir mest á kúskel, þyrskling og hlýra, sem lifa
mjög á siöngustjörnum o. s. frv.
Það liggur í augum uppi, að það hlýtur að vera mikil fúlga
af fæðu, sem botngróður sjávarins leggur hafsbúum til á þennan
hátt, þar á meðal fiskunum; en því miður er þekking manna á
þessu efni enn ekki svo mikil, að gefa megi til kynna, hve mik-
ill hluti af fæðu, eða líkamsþunga, einstakra hinna ofangreindu
fiska stafi frá honum; en rannsóknir í þá átt hafa verið gerðar
á þessari öld, og var brautryðjandinn á því sviði Daninn Dr. Jo-
hannes Petersen. Reyndi hann með sérstakri botnsköfu að ákveða,
hve mikið efni af jurta og dýratægi, lifandi og dautt, og nýtilegt
til fæðu hafsbúum, væri í hverri tiltekinni flatareiningu (0,1 m2)
í efsta lagi sjávarbotnsins, og gerði þannig fyrstu tilraun til að
meta gæði sjávarbotnsins (,,bónitera“ botninn) sem haglendis
fyrir nytjafiskana, sérstaklega skarkolann. En það varð til þess,
að Danir fóru að flytja skarkolaseiðin til, eftir gæðum botnsins,
sem kunnugt er.
Eg hefi nú í sem fæstum orðum reynt að gefa yður hugmynd
um þýðingu botngróðurs sjávarins, frá sjónarmiði fiskalíffræð-
innar aðallega. Um þýðingu hans fyrir mennina beinlínis skal
eg ekki fjölyrða hér; það leyfir hvorki tíminn né þekking mín
á því atriði; það gæti verið nóg efni í eitt útvarpserindi, því þó
að margt hafi verið um það skráð og skrifað, fyr og síðar, þá
mætti eflaust segja margt um það enn, því að mikið vantar enn
á það, að menn hagnýti sér þessi náttúrugæði eins og vera mætti
og vera ætti. Japanar munu vera komnir lengst allra þjóða í
þessu tilliti, og ættum vér því að læra af þeim. Og hver veit, nema