Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 18
48 NÁTTÚIU'KTC. himnan (Porphyra umbilicalis) er rauður, himnukenndur þöruug- ur, sem vex á steinum í flæðarmálinu. Sölin (Rhodymenia palmata) eru einnig himnukennd, en hirnnan er klofin að ofan. I>nu vaxa líka í f jörunni. Fjörugvösin (Chondrus crispus og Gigartima mamm- illosa) eru að því leyti frábrugðin hinum tveimur, að líkami plönt- unnar er meira eða minna brjóskkenndur, og kvíslgreinóttur, öll plantan er nokkuð dökk að lit. Brúnþönmgunum má skifta í tvær miklar deildir eða ættir, nefnilega/jaraættina (Laminariaceae) og þangættina (Fucaceae).') Ættirnar þekkjast hvor frá annari á því, að líkami þaranna greinist í blað og legg (þöngul), en svo er ekki á þanginu. Meðal þaranna er Maríukjarninn (Alaria esculenta) strax auðþekktur á því, að eft- ir endilöngu blaðinu gengur greinileg miðtaug, en slíka miðtaug vantar með öllu hjá öðrum þörum. Á beltisþara (Laminaria sac- charina) og eijjaþara (L. faeroensis) er blaðið óklofið að ofan, og þöngullinn er holur á eyjaþaranum, en ekki á hinum. Kerlingareyrœ (L. hyperborea), surtarþari (L. nigripes) og hrossaþari (L. digi- tata) hafa allir klofin blöð. Hinir tveir fyrr greindu hafa slímpípur í þönglinum, en hrossaþarinn hefir engar. Á surtarþara er allur þöngullinn nokkurn veginn jafn-gildur, en á kerlingareyra er hann gildastur neðst. I>anginu má skifta í tvo flokka, eftir því, hvort miðtaug geng- ur út í greinar þess, eða ekki. Lítum fyrst á þann flokkinn, sem miðtaug hefir í greinunum. Má þar fyrst nefna bóluþangiö (Fucus vesiculosus) og skúfaþangið (Fucus inflatus) ; þau hafa bæði bólur meðfram miðtauginni, en sá er munurinn, að á bóluþanginu er bólunum, seni eru kringlóttar, skipað nokkurn veginn reglulega í tvær raðir, eina hvorum megin miðtaugarinnar, en á skúfþangi eru smáþörungar (Ceramium rubrum og Polysiphonia nigrescens), 8—16 cm. á hæð, sem vaxa við neðsta fjöruborð um stórstraums- fjöru. 61, blóðhimna (Delesseria sanguinolenta), sem dálítill krækl- ingur hefir fest sig á. 18 cm. löng, frekar algeng við Suður- og Suð- vesturlandið). Vex á 1—25 (40) metra dýpi. 62, grænhimna (Ulva lactuca). Sjaldgæf hér. 20 cm. á lengd. Vex neðst í fjörunni. 63—66, ýmsir grænþörungar, flestir algengir hér (63, Chætomorpha aerea, 64, Chladophora rupestris, 65, Enteromorpha clathrata, 66, Ent. intestinalis). ‘) Reyndar margar aðrar ættir, sem ekki eru teknar til greina hér.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.