Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 24
54
NÁTTÚRUFR.
Til raijnsóknanna var notaður fullverkaður fiskur, er í engu
virtist frábrugðinn venjulegum vel verkuðum saltfiski nema að
því leyti, að á honum voru brúnir dílar, um 0,5—1,0 mm. að þver-
máli. Fyrst var ákvarðað vatns- og saltmagn fisksins, útkoman
varð þessi:
Vatn...................... 32,7%.
Salt....................... 23,5%.
Til samanburðar var rannsakað vatns- og saltmagn í fiski
með rauðum jarðslaga, í honum nam:
Vatn....................... 40,8%
Salt....................... 18,9%
Fiskurinn með rauða jarðslaganum var því bæði ver þurk-
aður, og minna saltaður en hinn. Loks var saltmagn fisksins
reiknað út í hundruðustu hlutum af þunga hins þurra efnis í fisk-
inum, og varð útkoman þessi:
Brúni fiskurinn .... . . 34,9% salt.
Rauði fiskurinn......... 31,9% salt.
Við nánari rannsókn á brúna jarðslaganum kom það í ljós,
að hér var að ræða um tegund svepps, sem staðinn er að því að
valda jarðslaga í öðrum löndum, tegundin heitir: Torula epizoa.
Eftir rannsóknum Sigurðar að dæma, vex sveppur þessi bezt við
20—24 stiga hita. Meiri eða minni hiti dregur úr vextinum. Hent-
asta saltmagn er 10—15% reiknað af þyngd fisksins með vatn-
inu í, minnsta saltmagn, sem hann getur þrifist við er ca. 5% og
mesta saltmagn, sem hann þolir er kringum 25%.
Eins og aðrar gróplöntur tímgast sveppurinn með gróum,
en gróin eru „kynlausar“ sellur, og hvert gró einungis ein sella.
Þegar vöxtur og viðgangur sveppsins er rannsakaður, er því höfð
sú aðferð — og hana hafði Sigurður — að sá gróunum og láta
þau ála og mynda nýja sveppi við mismunandi skilyrði, en á þann
hátt eru fundin kjör þau, sem sveppurinn krefst sér til vaxtar
og viðhalds.
Norskur maður, Höye að nafni, telur sótthreinsun á fisk-
húsum og lestarrúmum skipa vera einu leiðina til þess að vinna
bug á sveppnum. Sótthreinsunaraðferðirnar eru tvær. Önnur er
í því fólgin, að blandað er saman hefilspónum og brennisteini
og kveikt í inni í rúmi því, sem hreinsa skal, en fyrst verður að
byrgja vel dyr og glugga eða lestarop, og opna ekki aftur fyr en
að fullum sólarhring liðnum. Talið er að nægilegt sé að brenna
30 gr. af brennisteini fyrir hvern teningsmetra í rúmi því, sem
hreinsa skal. Hin aðferðin er að blanda 300 gr. af formalini því,