Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 28
58 nattGrufu. ei’u alsettir ljósleitum dílum, en alveg samskonar díla mynda mosdýrin (bryozoa) á blöðum þangsins. Allir vita, að síldin lifir mestmegnis uppi í sjó, enda er iiturinn henni eins hagkvæmur eins og frekast má vænta: hún er dökk að ofan, og verður varla greind frá ,,kolbláum“ sjónum, en að neðan er hun ljós, til þess að hún stingi síður í stúf við birtuna, þegar á hana er litið að neðan. Aðra leið fara ýmis lægri dýr, sem lifa í djúpinu nálægt yfirborði liafs- ins, til þess að dyljast sjónum óvinanna. Mörg eru þau meira eða minna gagnsæ, en stundum með fjólubláum, bláum eða rauðleitum blæ (sbr. rækjur, marglyttuna o. fl.). Margar þeirra tegunda, sem lifa ca. 100—200 metra frá yfirborði, eru fjólubláar. Þegar lengra dregur niður (200—300 m.) fara litir óæðri dýranna mestmegnis að verða rauðir, og á mjög miklu dýpi (3000—4000 m.) eru krabbadýrin mjög dökk- rauð, og fiskarnir flestir alveg svartir. Margar þeirra tegunda, sem lifa á mjög miklu dýpi, þar sem er stöðugt myrkur, hafa ljóstæki af ýmsum gerðum. Á. F. Fugíamerkíngar Náttárugrípasafnsíns í Reykjavík 1932. Nú eru komnar fram fuglamerkjaskrár frá nær öllum, sem fengu senda merkihringa frá safninu á síðastliðnu sumi'i, og verður að telja árangurinn af þessari fyrstu árs starfsemi mjög viðunanlegan. Alls hafa verið merktir rúmlega 300 fuglar af 26 mismunandi itegundum. Lang-flest hefir verið merkt af kríum og ritum (þ. e. ca. 130 kríur og um 30 ritur). Auk þess hafa nokkrir fuglar verið merktir af eftirfarandi tegundum: Þúfutittlingum, maríuerlum, steindeplum, óðinshönum, sandlóum, lóum, spóum, hrossagaukum, kjóum, ýmsum andategundum, grágæ-.um, smirl- um og branduglum. Lang-ötulastur liðsmaður við fuglamerking- arnar hefir verið hr. stud. art. Páll Briem á Sauðárkróki; m. a. hefir hann alls merkt ca. 180 fugla, þ. á. m. ca. 100 kríur og all- ar riturnar. Voru það nær eingöngu fullorðnir fuglar, sem hann merkti af þessum tveimur tegundum. Grágæsirnar merklti hr. Kári kennari Tryggvason, Víðikeri í Bárðardal. Er hann einnig

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.