Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 29
KÁTTÚnUFR. 59 ágætur liðsmaður þessu málefni. Grágæsirnar verpa þar víðast- hvar fulla dagleið frá byggð, og er all-fyrirhafnarsamt að hand- sama þær. Er það þýðingarlítið að ætla einum manni það s'.arf, að elta uppi hálfstálpaða gæsarunga, eða eldri. Til þess þurfa menn að vera fleiri saman og vel samhentir. Fyrr en um síðari hluta júlímánaðar má vart fara til gæsamerkinga, vegna þess, að ungarnir eru naumast nógu stálpaðir fyrr á sumri. Gæsamerk- ingar þeirra tegunda, er verpa inni á öræfum, eru afar þýðing- armiklar fyrir íslenzka fuglafræði, og verður því framvegis ó- hjákvæmilegt að kosta einhverju fé til þeirra, ef þeim yrði haldið áfram. l>að virðist því miður hafa komið fyrir í sumar, að einstaka fuglaungar hafa verið merktir með of litlum, þröngum, hring- um. Ungarnir hafa ekki verið orðnir nógu þroskaðir, og he ði því verið réttara að merkja þá ekki. Merkjendur verða að gæta þess, að merkihringarnir séu vel rúmir á fótum fugla þeirra, er þeir merkja. Séu hringarnir ekki nógu rúmir, er hætt við, þeg?r fuglinn þroskast, að slíkir hringar þrýsti að fót’eggnum, svo að blóðrásin stöðvist, og verður þá fóturinn ónýtur fuglinum, ef eigi hlýzt verra af. Sem betur fer, eru það aðeins fáeinir fuglar, sem fyrir þessu hafa orðið, en hefðu engir átt að vera, og er þetta skrifað mönnum til varnaðar framvegis, en eigi sem ávítun. Eru merkjendur vinsamlega beðnir að lcynna sér vel hinar prent- uðu leiðbeiningar um fuglamerkingar, eftir hr. stud. rer. nat. Finn Guðmundsson, er þeim hafa verið sendar, ásamt merki- hringunum. I>að er mjög ánægjulegt, hversu margar kríur og ritur hafa verið merktar s. 1- sumar, því ferðir þeirra héðan, eru yf rle'tt lítt kunnar. Er sjálfsagt að þeim merkingum verði haldið áfram. Ritan er mikill flakkari, sem fer víða um höf að vetrinum; t. d. hafa ritur, sem merktar voru í Bretlandseyjum, náðst aftur við austurstrendur Bandaríkjanna í N.-Ameríku. Verður því gam- an að fá vitnisburð um háttalag íslenzku ritunnar. Yfirleitt verð- ur lagt kapp á, að merkja sem flest af öllum tegundum far- fugla. Ennfremur er nauðsynlegt, að talsvert verði merkt af ýms- um fuglategundum, sem almennt eru taldar vera staðfuglar hér á landi, en eru þó eigi hafnar yfir allan efa að því er það snert- ir. I>ó reglulegir staðfuglar eigi í hlut, er þó vel þess vert að merkja suma þeirra. Með því fæst vitneskja um háttu þeirra innanlands, því fæstir þeirra munu vera algerlega staðbundnir allt árið. Af vafasömum staðfuglum vil eg sérstaklega nefna t;l

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.