Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 30
60
NÁTTÚRUFR.
merkinga framvegis, t. d. snjótittlinga (sólskríkjur), fállca og
álftir. Rjúpur er einnig rétt að merkja talsvert, — eigi vegna
þess, að eg telji nokkrar líkur til þess að þær fari úr landi, en
lifnaðarhættir þeirra hafa fram til þessa*), eigi verið rannsak-
aðir, sem verðugt er, og má það vart teljast vansalaust, þegar
um jafn merkan og nytsaman fugl er að ræða.
Reykjavík, í febrúar 1933.
M. B.
Kynblendíngar.
Samkvæmt íslenzkri þjóðtrú á að hafa verið til kvikindí
eitt, er skoffin nefndist, afkvæmi tófu og kattar, „og er kött-
urinn móðir“ segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar (I., bls. 612).
„Skuggabaldrar eru í föðurætt af ketti en í móðurætt af tófu“,
segir á sama stað og eru til kynjasögur af þessum kvikindum.
Dr. Bjarni Sæmundsson segir (Spendýrin, bls. 124) að skoffín
eigi að vera blendingur af tófu og hundi, og er það sanni nær
frá sjónarmiði náttúrufræðinnar; hann telur þetta þó bábilju
eina, enda mun hér vera að eins um þjóðsögu að ræða.
En eitt slíkt skoffín er þó til nú á tímum og er það til
heimilis í dýragarðinum Hellabrunn við Munchen á ÞýzkalandL
Það er annars um slíka kynblendinga að segja, að vísinda-
menn hafa verið mjög vantrúaðir á, að þeir gætu orðið til. Hafa
víðar verið til sögur um þá en hér hjá oss, en þær hafa þó ekki
getað staðist gagnrýni vísindanna. Kanínu-ræktendur hafa þózt
geta komið upp sérstöku kyni af blendingum milli héra og kan-
ína, hinum svo nefndu „leporidum“, en það hefir þó ekki verið stað-
fest með vissu, og við anatómiska rannsókn á þessum dýrum
fundust eingöngu kanínu-einkenni, og hefir hérinn jafnan verið
sýknaður af því, að hafa átt þar nokkra hlutdeild í.
Tilraunir, sem gerðar hafa verið, t. d. í dýragörðum, til þess að
láta skyldar tegundir æxlast, hafa venjulega mistekist, jafnvel
þó að til mökunar kæmi. Og þó að komið hafi fyrir að þær hafi
getið afkvæmi, hafa afkvæmin venjulega reynst ófrjó.
Oft verða til sögur um að blendingar komi fram og eru
*) J\ p. a. s. sífiaTi Fr. Faber dvaldi hér á landi fyrir rúmum 100 árum.