Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 31
NÁTTÚRUFR. 61 menn fullvissir um upprunann, en mjög má gæta varúðar við að trúa slíkum sögum. Prófessor einn í Dahlem við Berlín, dr. H. Nachtsheim, segir nýlega frá því (Kaninchen- und Klein- tierzucht, febr. 1933) að kanínu-ræktandi frá Bayern hafi boð- ið sér „leporida“, er hann hafi ræktað frá byrjun og viti því sjálfur um upprunann. Prófessorinn fékk hjá honum 2 kvendýr og 1 karldýr, en segist strax hafa þekkt það, er hann sá dýrin, að hérablóð væri ekki í þeim. Hann ræktaði þau svo áfram og rannsakaði, og komu engin héraeinkenni fram. Þegar hann grenslaðist eftir hvernig á þessu myndi standa, kom það í ljós, að dýrið, sem kanínuræktandinn hafði náð í og látið tímgast við kanínur sínar, var villikanína en ekki héri. Hérar eru alls ekki til á því landssvæði, en íbúarnir þekktu dýrin ekki í sundur og héldu að kanínurnar væru hérar. Þó er það svo, að ýmsar einkennilegar æxlanir hafa tekist; má þar tilnefna milli ljóns og tígrisdýrs — afkvæmi þeirra er til í dýragarðinum í Hellabrunn, sem áður er nefndur —, milli ljóns og leópards, jagúars og leópards, leópards og púmu og milli hvítabjarnar og skógarbjarnar. Þekkt er afkvæmi hests og asna, múlasninn; hann hefir lengst af verið talinn ófrjór, en nú þekkjast þó undantekningar frá því. Og það merkilega hefir komið fyrir, að æxlun hefir tekist milli múlasnahryssu og Zebra- fola. — Og nú kem eg aftur að „skoffíninu“, er eg nefndi áðan. Uppruni þess er þannig, að maður nokkur í nánd við Nizza á Ítalíu hafði taminn rauðref, kvendýr, á heimili sínu, og einnig hund af líku kyni og íslenzki hundurinn (Spitz). Þau felldu hugi saman og varð tæfa þunguð af hans völdum, og í fyllingu tímans fæddi hún af sér kynblendinga. Þetta barst út og þótti furðulegt, en ekki þótti fullsannað að afkvæmin væru skilgetin börn seppa. Árið eftir var hið strangasta eftirlit haft með ástarfari þeirra af dýralækni staðarins, og enn kom hið sama á daginn eins og árið áður. En svo illa tókst til, að bæöi for- eldrarnir og börn drápust úr pest. Að eins einn unginn lifði, karldýr, og eignaðist dýragarðurinn í Hellabrunn hann. Þykir refhundur þessi einhver mesta gersemi dýragarðsins. „Hver, sem athugar skoffín þetta með eftirtekt, sannfær- ist um, að hér er bæði refur og hundur sameinaðir. Það er aug- ljóst, að dýrið er ekki refur, þó að það sé óhrekjanlega fætt af ref; að útliti líkist það meira hundi, en í háttalagi öllu koma

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.