Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFR.
63
vík er 870 millimetrar, í Stykkishólmi 063 mm., á Akurej'ri 336 mm. og í
Vestmannaey.jum 1347 mm.
Eins og kunnugt er, verpir lósin eggjum (nit). Vi'ö nægilegan hita eru
eggin aðeins fimm daga að klek.jast. Unginn líkist foreldrunum m.jög. Hálfs
mánaðar gamall hefir hann náð fullum þroska, og getur þá farið að verpa
eggjum. A éinum manni hafa verið taldar um 4000 lýs.
Risasveppurinn (Lycoperdon giganteum), sem er all-tíður víðs vegar um
Evrópu, er náskildur gorkúlunuin okkar. Hann er alla jafna á stærð við fót-
bolta, en dæmi eru til þess. að risasveppur hefir orðið 150 em. í ummál, 45
cm. á ha>'ð og 8,75 kg. að þyngd. Vöxturinn er svo hraður, að sveppurinn
getur ■— þegar bezt lætur — aukið ummál sitt um 20 cm. á einum sólar-
hring. Eins og aðrir sveppir tímgast hann með gróum, og gróinyná'unin er
svo hraðfara, að einn sveppur getur myndað 7 bill.jónir gróa á einu sumri.
Ef iill þessi gró næðu að þroskast, mundi iill Evrópa verða þakin risasveppi
næsta sumar.
Á ferðum sínum fljúga fuglarnir sjaldan liærra en í 400 m. liæð frá
jörðu. Á síðustu 20 árum hefir einungis s.jö sinnum sézt fugl í meira en
1000 metra liæð, og' hærra munu fáir fuglar fara.
f Indlandi er eiturslanga nokkur (Na.ja bungarus), sem ef til vill er
liættulegri mönnum en nokkur önnur slanga. Hún er f.jórir inetrar á lengd
og eitrið, sem hún spvtir í blóðið, er svo sterkt, að það getur drepið mann á
þremur mínútum, ef bitiö hittir stóru slagæðar líkamans. Til allrar hamingju
er óvætt þessi sjaldgæf.
I þörmum hundsins lifir 40 cm. langur bandormur (Taenia cucumerina),
en sullur ormsins lætur svo lítið fyrir sig legg.jast, að eiga lieima í lús þeirri
og fló, sein hefst við í hárum hundsins.
Sta'isti hvalur, sem nú lifir, og líklega stærsta dýr, sem nokkurn tíma
liefir verið uppi, er steypireyðurin (Balaenoptera Sibbaldi). Hún getur orðið
allt að því 30 m. á lengd', og vegið upp undir 150 smálestii-. Stærstu eðlur,
sein lifðu á miðöldinni í jarðsögunni, eru taldar hafa verið um 40 m. á
lengd, og ca. 40 smálestir að þyngd. Beinhákailinn er stærstur allra fiska,
hann getur orðið allt að því 30 m. á lengd.
Stærsti fugl á Norðurlöndum er örninn (haförninn: Haliaetus albi-
cilla). Hann er allt að því einn metri á lengd, og 2—21,4 metri á milli
vængjaodda. Dæmi eru til þess, að öm hafi lifað 80 ár.
Harðasti steinn, sem til er, er demantur, hann hefir liörkuna 10. Efni
það, sem hann er gjörður úr, er hreint kolefni. Hreint kolefni birtist einnig
í ýmsum öðrum myndum, og er þá stundum svo lint, að það má rispa meö
nögl (grafit í blýöntum, harkaii I).