Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 34
64 nAttúrufr. Sjaldséðír ftiglar. Vepjan (Vanellus cristiitus) er ekki algengur fugl liér á landi. lJó sést hún stöku sinnum hér viÖ Breiðafjörð og víðar, einkum vor og haust. Hér á Múla sáust tvær 18. desember s. 1., og voru aö flækjast hér fram vfir jól. Sáust síðast 28. desember. Þær héldu sig einkum í flagi hér í tún- jaðrinum, sein borið var í moð og annað rusl. — Svartþröstur (Turdus merula) var að skjótast hér í húsasundunum einn dag í nóvember í haust. Hann hefir stöku sinnum áður sé/,t hér um slóðir, a. m. k. í eyjunum, einkum að vetrinum. IJgla. 22. deseinber s. 1. var eg á gangi hér með sjónuin, að líta eftir kindum. Veit eg þá ekki fyr til en upp úr laut, rétt vifi tærnar á mér, snarast fugl, og sezt á þúfu svo sem 4—5 metra frá mér, og situr þar drykklanga stund. Fugl þessi var af meðalstærð -— lítið eitt minni en fálki. — Aðal- liturinn var íyðbrúnn, en þó svartir dílar í, vangarnir langir og breiðir, hausinn stór í hlutfalli við búkinn og andlitið breitt mikilúðlegt og úfið. Nefið slétt og bogið, fætur stuttir, gildir og loðnir á tær ofan, aö því er mér virtist, klær bognar. -— Allur var fuglinn hinn vörpulegasti og veglegasti eftir stærð. Eg hafði aldrei séð uglu. En hér varð ekki um villst, hér var ugla á ferð. En hverskonar ugla f Ilafi það verið snæugla. sem mun algengust hér á landi (sein eg raunar held að ekki liafi verið), hefir hún verið óvenju dökk að lit, eftir því, sem mér er sagt að hún sé, af þeim sem liafa séð hana, og að því er ráða má af lýsingum á henni í bókum, t. d. Breliin: Dyrenes liv. — Ekki mun ugla þessi hafa verið hér lengi. Daginn eftir fór eg að svipast eftir henni á sömu slóðuin, en gat hvergi orðið hennar var -— og aldrei hefir liún sézt síðan. — 12. febrúar 1933. Bergsveinn Skúlason. Prentvillur í „Fuglalíf á Vatnsnesi“ í Náttúrufr. 1. árgangur. 174. bls. 17. línu að neðan: 926, les 1926. 2. árgangur. 30. bls. 13. b'nu að ofan: vantar ártalið 1929 fyrir aftan 19. júní. 31. bls. 8. línu að ofan: túnunum, les brúnunum. 160. ’bls. 19. línu að neðan: 1923, les 1918.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.