Fréttablaðið - 24.06.2009, Page 5
H A U S
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2009
Ú T T E K T
Íslenskt atvinnulíf er í öndunarvél
á gjörgæsludeild á meðan uppgjöri
gömlu og nýju bankanna er ólokið.
Þetta segir Vilhjálmur Þorsteins-
son, stjórnarformaður CCP, sem
Viðskiptablaðið útnefndi á dögun-
um stjórnarformann ársins.
Vilhjálmur hélt erindi á fundi
Félags viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga í síðustu viku þar sem
hann sagði peningastefnuna full-
reynda og yrði að grípa til aðgerða
sem dygðu atvinnulífinu til fram-
tíðar.
Vilhjálmur tók undir með Krist-
ínu Pétursdóttur, forstjóra Auðar
Capital henni og bætti við að til-
raunin með krónuna – minnsta
gjaldmiðil heims – væri fullreynd.
Sækja þurfi um aðild að Evrópu-
sambandinu og innleiða evruna
eigi að byggja hér um atvinnulíf
á traustum grunni. - jab
STJÓRNARFORMAÐUR ÁRSINS
Tilraun með krónuna er fullreynd. Aðild
að Evrópusambandinu og upptaka evru er
næsta skref, segir stjórnarformaður CCP.
MARKAÐURINN/VILHELM
Atvinnulífið í öndunarvél
Stjórnarformaður ársins segir tilraunina með krónuna fullreynda
flest eru nú tæknilega gjaldþrota,
ráði vart við byrðarnar sem á þau
eru lögð.
Fyrir efnahags- og skatta-
nefnd Alþingis liggur frumvarp
sem felur í sér tillögur um breyt-
ingar á tekjuskattslögum. Þar á
meðal eru tillögur um fimmtán
prósenta skatt á vaxtagreiðslur
til erlendra aðila, þær sömu og
Finnur nefndi. Málið var tekið
fyrir á fundi nefndarinnar í gær
og verður áframhald á umfjöllun
um málið í vikunni.
Forsvarsmenn nokkurra af
stærstu og umsvifamestu fyrir-
tækja landsins og aðilar sem þeim
tengjast funduðu með nefndinni
fyrr á árinu og sendu inn um-
sagnir um frumvarpið í kjölfarið
í mars.
Allir þeir sem Markaðurinn
ræddi við vöruðu við hættunum
sem stafa af því að frumvarpið
fari óbreytt frá nefndinni auk
þess sem nokkur atriði sem þar
sé að finna séu beinlínis röng.
Í umsögnum sem Markaðurinn
hefur séð er því vísað á bug að
álögur á borð við þær sem stjórn-
völd hyggist setja séu til í ná-
grannalöndunum. Þvert á móti hafi
verið dregið úr álögum og skött-
um á vaxtagreiðslur til erlendra
lánveitenda víða. Þær fyrirfinnist
ekki lengur á Norður löndunum
auk þess sem markmiðið hafi
verið að afnema skatta sem þessa
innan Evrópusambandsins.
Viðmælendur Markaðarins
segja nefndinni vissulega ganga
gott til enda sé með frumvarpinu
gerð tilraun til að skattleggja út-
streymi á vaxtagreiðslur til er-
lendra eigenda krónueigna sem
festust inni með eign sína við setn-
ingu gjaldeyrishaftanna í fyrra-
vetur.
Einn viðmælenda líkti frum-
varpinu hins vegar við það að
skjóta mýflugu með haglabyssu
fari það óbreytt gegnum Alþingi.
Hætt sé við að fleiri verði fyrir
skaða en stefnt sé að.
Allir viðmælendur Markaðar-
ins sögðu ljóst hvert stefndi verði
óbreytt frumvarpið að lögum.
Verði fimmtán prósenta skattur
lagður á vaxtagreiðslur erlendra
aðila sem lánað hafi íslensku fyrir-
tækjum fé til rekstrar muni það
koma harðast niður á innlend-
um fyrirtækjum. Erlendir lánar-
drottnar sleppi með skrekkinn
enda leggist skatturinn einfald-
lega ofan á vaxtaálag erlendra
lána og við það þyngist byrðar á
íslensk fyrirtæki enn frekar.
Ekki liggur þó fyrir hvert stefn-
ir en vera kanna að erlendir lán-
veitendur snúi baki við íslenskum
fyrirtækjum. Íslenska efnahags-
hrunið frá í fyrrahaust og þær af-
skriftir sem erlendir lánardrottn-
ar horfa fram á spila stóra rullu.
„Við erum að skoða málið.
Gagnrýnin er eitt af þeim atriðum
sem við munum skoða fyrir aðra
umræðu málsins,“ segir Helgi
Hjörvar, formaður efnahags- og
skattanefndar. Hann gerir ráð
fyrir að ákvörðun verði tekin um
það fyrir vikulok hvort ákvæðið
um ádráttar skattana muni standa
óbreytt eða verði tekið út.
TRAUSTIÐ VANTAR
Kristín Pétursdóttir, forstjóri
Auðar Capital, benti á það á fundi
Félags viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga í síðustu viku að trú-
verðugleiki Íslendinga hefði fokið
út í veður og vind í kjölfar efna-
hagshrunsins í fyrrahaust og séu
margir á tossalista erlendra lán-
ardrottna.
Hún benti á að aðgangur ís-
lenskra fyrirtækja að lánsfjár-
magni sé mjög takmarkaður
og þurfi að grípa til aðgerða til
að bæta úr því. Það sé ekki síst
áhyggjuefni þar sem endurfjár-
mögnun margra fyrirtækja er í
mikilli óvissu nú um stundir.
Treysta þurfi trúverðugleika
íslensks efnahagslífs á nýjan leik
til að byggja upp atvinnulíf til
frambúðar, svo sem með aðild að
Evrópusambandinu og upptöku
evru og bindi hún vonir við að það
geti flýtt fyrir endurreisninni.
Eftir því sem Markaðurinn
kemst næst mun þolinmæði lánar-
drottna íslenskra fyrirtækja ekki
óþrjótandi. Kjósi þeir að útdeila
fjármunum sínum í tryggara efna-
hagsumhverfi en því sem hér virð-
ist vera að rísa úr rústum efna-
hagshrunsins.
„Þetta (skattar á vaxtagreiðslur)
sendir þeim mjög röng skilaboð og
getur verið stórhættulegt við nú-
verandi aðstæður,“ segir einn sér-
fræðinga á fjármálamörkuðum í
gær. „Þetta er ekki það sem þjóð-
in þarf á að halda.“
FÖSTUDAGUR:
Í bítið
Ívar Guðmunds
Siggi Ragg
Reykjavík síðdegis
LAUGARDAGUR:
Hemmi Gunn og Svansí strax
að loknum hádegisfréttum
Bylgjan og Olís fara umhverfis landið á 80 dögum í sumar. Um hverja
helgi leggjum við undir okkur nýjan áfangastað – byrjum í bítið á
föstudagsmorgni og förum ekki fyrr en Hemmi og Svansí ljúka leik
síðdegis á laugardegi. Við drögum vikulega úr potti Ævintýraeyju Olís
og bregðum á leik með hlustendum Bylgjunnar um allt land.
Sjáumst hress á Blúshátíð á Ólafsfirði um næstu helgi!
BYLGJAN
á ferðalagi
Ólafsfjörður næstu helgi!
26.-27. júní Ólafsfjörður, Fjallabyggð Blúshátíð
3. - 4. júlí Höfn í Hornafirði Humarhátíð
10.-11. júlí Akureyri Landsmót UMFÍ
17.-18. júlí Flúðir Útilega Bylgjunnar
24.-25. júlí Fjarðabyggð Franskir dagar o.fl.
Verslunarmannahelgin um land allt
7.- 8. ágúst Dalvík Fiskidagurinn mikli
14.-15. ágúst Rangárvöllum við Hellu Sumarhátíð
21.-22. ágúst Reykjavík
28.-29. ágúst Hveragerði Blómstrandi dagar