Fréttablaðið - 24.06.2009, Side 6
MARKAÐURINN 24. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur-
inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með
Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A
Mikil umræða fer nú fram um
bankakerfið hér á landi og margir
orðnir óþreyjufullir eftir að í því
kerfi fari hlutirnir að snúast
hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með
einum eða öðrum þætti um 75 pró-
sentum af öllu bankakerfinu.
Við þurfum að fara 20 ár aftur
í tímann til að sjá svipaða tölu,
þegar ríkið átti þrjá banka, Út-
vegs-, Búnaðar- og Landsbank-
ann, nú heita þeir Íslandsbanki,
Kaupþing og Landsbanki. Lítið
hefur verið rætt um að sameina
þessa banka, selja til nýrra aðila
eða láta erlenda kröfuhafa ein-
faldlega taka einn banka upp í
skuldir.
Það er ef til vill ekki tímabært
að ræða um sameiningu bankanna,
vegna þess að enn vantar allar
ákvarðanir um stærð þeirra, efna-
hagsreikning, eignar hald og fram-
tíðarstjórnun. En ríkis stjórnin
hefur nú í hendi sér mikla mögu-
leika til hagræðingar í bankakerf-
inu og þarf jafnframt sem fyrst að
ákveða hvað hún ætlar að gera við
þessar eignir okkar.
En það er unnið allt of hægt, það
er eins og flestir séu hræddir við
að taka ákvarðanir; skilanefnd-
irnar eru hræddar um að baka sér
óvild erlendra kröfuhafa, banka-
menn eru hræddir vegna
þess að þeir vita ekki um
framtíð bankans síns
og þar með sína eigin
framtíð og því
er best að
gera sem minnst þá eru jú engin
mistök gerð. Það er ljóst að innan
nokkurra mánaða munu koma
nýir stjórnendur að öllum bönk-
unum og vonandi nýir eigendur
að hluta.
Þetta mál er það stórt að ríkis-
stjórnin verður að taka af skarið
og hrinda málum í framkvæmd
í bankakerfinu. Það verður að
gefa út þau skýru skilaboð að á
meðan beðið er eftir endanlegum
efnahagsreikningi bankanna þá
starfi þeir samt á fullu. Núver-
andi stjórnendur hafi heimild til
eðlilegra lánveitinga og afgreiðslu
mála. Bankaráðin séu ekki með
puttana í ákvarðanatöku um lán-
veitingar nema allra stærstu
mála.
Ríkisstjórnin verður einnig að
gera það upp við sig sem fyrst
hvaða banka hún ætlar að sameina,
hverja á að selja til innlendra og/
eða erlendra aðila. Eins og staðan
er núna er erlendur lánamarkaður
algjörlega lokaður fyrir innlenda
aðila og þeir geta því ekki nýtt
sér þá lágu vexti sem nú ríkja
á alþjóðlegum markaði. Það
verður sem fyrst að
opna fyrir aðgang
að erlendum lánamörkuðum. Stórt
skref í þá átt er auðvitað lausn á
Icesave deilunni, þó hún geti orðið
dýr og svo hitt að ná samkomulagi
við erlenda kröfuhafa, til dæmis
með því að þeir taki yfir einn af
íslensku bönkunum.
Það gleymist oft í umræðunni að
enn eru hér starfandi fjölmargir
sparisjóðir og nokkrir þeirra eru í
góðum málum og veita mikilvæga
þjónustu. MP banki hefur haslað
sér völl sem viðskiptabanki með
opnun útibús fyrir almenning og
fyrirtæki, það var snjall leikur
fyrir lítið fé að fá yfir fjölmarga
viðskiptavini SPRON og fleiri án
þess þurfa sérstaklega að greiða
fyrir það annað en að yfirtaka
starfsmannasamninga og leigja
fyrrverandi húsnæði SPRON.
Nokkrir aðrir aðilar veita
ákveðna þjónustu á bankasvið-
inu, þó þeir séu ekki komnir í við-
skiptabankaumhverfið, þar má
nefna VBS fjárfestingarbanka,
Saga Capital, Íslensk verðbréf og
síðan nokkur smærri verðbréfa-
fyrirtæki eins og HF verðbréf og
Auður Capital. Í vandræðagangin-
um með ríkisbankana hefur auð-
vitað myndast meira rými á mark-
aðnum fyrir þessi fyrirtæki og er
það vel. En fyrir alla sem starfa á
þessum fjármálamarkaði og þeirra
sem njóta þjónustu hans, góðr-
ar eða slæmrar, er mikilvægast
af öllu að ríkið ákveði sem fyrst
stærð, stefnu og framtíð sinna
banka. Við erum öll óbeinir eig-
endur að þeim og viljum fá sem
mest fyrir bankana.
Grípa þarf til bankaátaks
LANDSBANKINN Í AUSTURSTRÆTI Í REYKJAVÍK Greinarhöfundur bendir á að þótt bankarnir hafi hrunið og ríkið tekið yfir innlendan
rekstur þeirra séu hér starfandi fjölmörg smærri fjármálafyrirtæki, þar á meðal fjölmargir sparisjóðir, og í þeirra hópi nokkrir sem „séu í
góðum málum“. Nauðsynlegt sé hins vegar fyrir alla sem á þessum markaði starfi að starfsumhverfi þeirra til framtíðar skýrist.
MARKAÐURINN/PJETUR
Jafet S. Ólafsson
framkvæmdastjóri
Veigs.
O R Ð Í B E L G
Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.
webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vef-
síður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar.
Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa
árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir
slæma vefsíðuhönnun“.
Af einhverjum ástæðum virðast margir vefhönn-
uðir vera fastir í því, að vilja koma frá sér „flottum“
síðum, án þess að velta fyrir sér hvort þær virki
eða ekki. Þar fyrir utan eru sumar slíkar síður alls
ekki „flottar“ og brjóta jafnan alvarlega í bága við
hefðbundnar reglur um litanotkun á vefsíðum, svo
ekki sé talað um viðurkenndar viðmiðanir um not-
endavænar síður.
En hvers vegna borga fyrirtæki háar upphæðir
fyrir slæma vefhönnun, sem þar fyrir utan virk-
ar ekki nægjanlega vel af ýmsum ástæðum? Getur
verið, að útlitið eitt sé haft í huga, en hvorki virkni
né hvort hún sé notendavæn?
Við bendum vefstjórum og öðru áhugafólki á,
að taka prófin á ofangreindri síðu (checklist 1
og checklist 2 á webpagesthatsuck.com) og meta
þannig ástand vefsíðu sinnar, eða fá innlenda sér-
fræðinga til að gera nauðsynlegar athuganir.
Er vefsíðan mín góð eða slæm?
Gerðar hafa verið lærðar úttektir á mismuninum á stöðu Íslands og
Nýfundnalands. Nokkru eftir seinna stríð varð ofan á hjá nágrönnum
okkar í vestri að ganga til liðs við Kanada, meðan Íslendingar völdu
leið sjálfstæðis og sjálfstjórnar.
Á Nýfundnalandi hafa verið viðvarandi félagsleg vandamál, atvinnu-
leysi gífurlegt, skortur á uppbyggingu og nær þriðjungur þeirra sem
þar búa ólæsir. Hér hefur hins vegar uppbygging verið mikil og landið
í raun blómstrað sem vestrænt velferðarríki.
Því má hins vegar velta fyrir sér hvort þarna hafi skilið leiðir í
samanburði, eða hvort raunveruleg hætta sé á að Ísland rati leið Ný-
fundnalands. Vandræði Nýfundnalands, sem var áður sjálfstætt ríki,
hófust nefnilega nokkru fyrr. Á nítjándu öld má segja að landið hafi
blómstrað, en þar var þing stofnað árið 1832. Á seinni hluta aldarinnar
var Nýfundnaland gerði verslunarsamninga við nágrannaþjóðir sínar
og gekk nokkuð vel, en fór svo út á varasama braut með miklum alþjóð-
legum lántökum til að fjármagna hina og þessa uppbyggingu. Árið 1933
námu skuldir þjóðarinnar um 100 milljónum dala á móti þjóðarfram-
leiðslu upp á þrjátíu milljónir dala. Heimskreppan sem þá var í garð
gengin gekk svo endanlega frá þjóðar-
hag eyjarskeggja þegar verðfall varð á
fiskmörkuðum, en fiskur var jú helsta
útflutningsafurð íbúa Nýfundnalands.
Landið gat ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar og Bretar tóku þar yfir
stjórn á ný. Eftir stríð kusu íbúar Ný-
fundnalands um það hvort þeir vildu
áframhaldandi landstjórn Breta, sjálf-
stæði eða innlimun í Kanada. Frá 1949
hefur landið verið hluti af Kanada.
Nú gengur yfir heimskreppa, Ísland
er skuldum vafið og með nokkuð ein-
hæfan útflutning, svipað Nýfundna-
landi. Munurinn er helstur sá að við
njótum stuðnings alþjóðasamfélagsins
við að standa við skuldbindingar okkar og þar með við að halda sjálf-
stæðinu. Á þetta bæði við um samkomulagið við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn og samninga við Breta vegna Icesave.
Þeir sem halda því fram að hér eigi að hafna samkomulaginu sem
gert hefur verið við Breta og jafnvel slíta samstarfinu við AGS þurfa
að svara því hvaða framtíð þeir sjái fyrir sér okkur til handa. Hvernig
þjóðfélag verði hér hægt að byggja upp þegar við höfum barið af
okkur þá sem reyna að koma til aðstoðar, eins og stundum kemur
fyrir drukknandi menn. Getur verið að fyrir þessu fólki vaki ekki
annað en að við fáum að drukkna í friði? Eða sjá menn ekki lengra
en nemur þeim skammvinna ávinningi að slá pólitískar keilur með
óábyrgri yfirlýsingagleði.
Má ég heldur biðja um að við höldum áfram samstarfi við þjóðirn-
ar í kring um okkur um endurreisn. Leitumst við að standa við skuld-
bindingar okkar og borgum hreinlega fyrir mistök fyrri tíma, frek-
ar en að við hrekjumst inn í einhverja örbirgð og sjálfskaparvíti í ein-
angrun frá öðrum þjóðum, sem allt eins gæti endað með því að þjóðin
færi á hnjánum til Dana með beiðni um að taka við okkur aftur, svona
þegar við værum búin að fá okkur fullsödd af slátrinu, signa fiskin-
um og heimagerða fatnaðinum. Í þeirri stöðu væri samlíkingin við Ný-
fundnaland eftir heimskreppuna á fjórða áratug síðustu aldar orðin
óþægilega nákvæm. Þingmenn þurfa að gera nákvæmari grein fyrir
afstöðu sinni en segja „við borgum ekki“ ætli þeir að fara þá leið þegar
Icesave-samkomulagið verður borið undir Alþingi.
Ólíkt Nýfundnalandi í Heimskreppunni miklu nýtur
Ísland stuðnings AGS. Nýfundnaland glataði sjálfstæði.
Valkosturinn við
alþjóðasamstarf
Óli Kristján Ármannsson
Nú gengur yfir heims-
kreppa, Ísland er
skuld um vaf ið og með
nokk uð einhæfan
útflutning, svipað og
Nýfundnaland. Munur-
inn er helstur sá að
við njótum stuðnings
alþjóðasamfélagsins.
www.8 . is
Jón Traust i Snor rason
f ramkvæmdast jó r i
A l l ra Át ta ehf .
Auglýsingasími
– Mest lesið