Samvinnan - 01.07.1942, Side 3
SAMVINNAN
Rvík. júní-júlí 1942 Ritstjórar: Jónas Jónsson og Guðl. Rósinkranz. 10 hefti á ári. Kr. 3.50 árg.
36. árg . 6. hefti Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Afgreiðsla: Sambandshúsinu. Sími 1080
Gildi samvinnufræðslunnar
Forvígismenn fyrsta samvinnufélagsins á íslandi,
Þingeyingarnir, sem stofnuðu Kaupfélag Þingeyinga,
hafa sennilega verið þeir víðlesnustu og bezt mennt-
uðu alþýðumenn hér á landi á sinni tíð. Þeir höfðu
haft stórt og fjölbreytt bókasafn um langan tíma
og notfært sér það. Þeir lásu mikið. Og hvað höfðu þeir
upp úr þeim lestri? Aukna þekkingu og viðsýni. En
það eru einmitt þessi tvö atriði, þekkingin og viðsýnið,
sem verið hafa undirstaðan undir samvinnufélags-
skapnum, eins og öllum félagsskap, sem vinnur að
alþjóðarheill.
Þeir, sem rannsakað hafa fyrstu tildrög að stofnun
Kaupfélags Þingeyinga, halda því fram að forvígis-
menn þess hafi ekki þekkt kaupfélagið í Rochdale,
sem jafnan er nú talið fyrsta kaupfélag heimsins,
eða annað félag, sem kaupfélag gæti heitið. Þeir hafi
því enga forskrift haft, sem þeir gátu líkt eftir, er
þeir stofnuðu sitt félag. En þeir höfðu lesið ýmislegt
um félagsmál, heimspeki, sögu og viðskiptamál og
meðal annars hinar ágætu greinar Jóns Sigurðs-
sonar í Nýjum félagsritum, um verzlunarmál. Þarna
fengu þeir þekkingu og fyrst og fremst hvattningu
til þess að hefjast handa. Hinn góði efniviður, gáfur,
áræðið og þrautseigjan bjó í þeim sjálfum. Þar með
var allt það efni fengið, sem til þess þurfti að hefja
ein hin merkilegustu félagssamtök, sem stofnuð hafa
verið á íslandi, þó fjármagnið, „afl þeirra hluta sem
gjöra skal“, væri af mjög skornum skammti.
En eins og þekking og viðsýni þurfti til þess að
koma þessum merkilega félagsskap af stað, þarf það
líka til þess að halda honum við. Á tímum velgengn-
innar þegar milljónirnar velta og hlaða tiltölulega
fyrirhafnarlítið utan á sig, hugsa menn jafnan lítið
um andleg mál. Hugsjónir og almenn velferðarmál
eiga þá jafnan heldur örðugt uppdráttar og jafnvel
gleymast í glaumi velgengninnar. Við samvinnumenn
megum ekki gleyma því að okkar félagsskapur, okk-
ar fjármálasamtök samanstanda af mörgum þúsund-
um manna og hafi þessar þúsundir ekki skilning á
gildi samvinnufélagsskaparins, er félagsskapnum
hætt. Þó ekki væri nema eitt þúsund af þeim 18 þús-
undum, sem nú eru í samvinnufélögunum, sem af
skilningsskorti á gildi félagsskaparins hyrfu frá, væri
það alvarlegur hnekkur fyrir félagsskapinn.
Vel menntir félagsmenn, sem þekkja störf, stefnu,
viðfangsefni og árangur samvinnufélaganna, er og
verður sá eini trausti grundvöllur samvinnufélaganna.
Þeir hljóta að verða félagshyggjumenn, sem ekki láta
blekkjast af stundarhagsmunum fyrir sjálfa sig, þegar
þeir vita að það getur síðar kostað þá og meðbræður
þeirra örðugleika á ókomnum árum.
Margir, sem ekki skilja þýðingu samvinnusamtak-
anna, segja: Er ekki alveg sama, hvort ég verzla við
kaupfélag eða kaupmann, þegar verðið er jafnt hjá
báðum? Þeir muna ekki eftir því, að kaupfélagið borg-
ar tekjuafgang eftir árið, leggur í séreignasjóð hvers
félagsmanns og sameignasjóð félagsins, til þess
að efla félagið sjálft sem verzlunarfyrirtæki og gera
það hæfara fyrirtæki, er getur boðið beztu kjör. Og
loks er það sjaldan tekið með í reikninginn, hvaða
þýðingu kaupfélagið hefur fyrir verðlagið almennt.
Mundi verðið ekki oft vera hærra, ef ekkert kaupfélag
væri á staðnum? Það er þetta atriði, sem kannske
er það þýðingarmesta, en sem oft gleymist þegar
fólk er að bera saman viðskiptin við kaupmannaverzl-
unina og viðskipti við sína eigin verzlun, kaupfélagið.
Þeir sem gera sér Ijósa grein fyrir þessum einföldu
staðreyndum, vita hvers vegna þeir eru í kaupfélagi
og verzla þar. Það má sjálfsagt segja, að ekki þurfi
mikla fræðslu til þess að skilja þetta. En það er líka
margt fleira, sem þörf er að vita um samvinnufé-
lagsmál og almenn velferðar- og félagsmál, til þess
að vera góður samvinnufélagsmaður.
Það er hægt að reka fjármálafyrirtæki, ef það er
einkarekstur, án hugsjóna og án tillits til velfarnaðar
almennings, en það er ekki hægt, ef það er byggt
upp af fjöldanum.
Ein af grundvallarreglum samvinnumanna og
hugsjónamál þeirra er, að styðja menntun og and-
legt líf félagsmanna. Við verðum að muna, að
Framhald á bls. 74.
67