Samvinnan - 01.07.1942, Side 12
SAMVINNAN
6. HEPTI
Framh. af hls. 70.
an gætti Múhameðstrúarinnar meir og meir, en fólk-
ið fagnaði Eiríki frá Bonn betur en nokkrum öðrum
Evrópumanni, síðan bolsévikkarnir rússnesku komu
þangað. Tollverðirnir leyfðu honum jafnvel að halda
leiðar sinnar óáreittum.
Kvöld eitt kom Eiríkur frá Bonn á austur-járn-
brautarstöðina í París með hauskúpuna af hesti
Dengis Khans undir hendinni. Hann varð mælskur og
skáldlegur og viðkvæmur í lund í hvert skipti, er
hann talaði um hana. En hann talaði sjaldan um
hana, því að fólk, sem er þrælbundið af hégómlegum
venjum, þveitist eftir þröngum strætum og kúldrast
í stórum og ljótum húsum, getur alls ekki skilið feg-
urðina á steppunum né líf hjarðþjóðanna. Eiríkur
gat hvergi fengið íbúð, sem honum gætizt að. og varð
því að búa um sig í litlu gistihúsherbergi í Quartier
Latin. í því var allt of stórt rúm af þeirri gerð, sem
tíðkaðist á dögum Lúðvíks Filippusar, og speglaskáp-
ur, svo að hann gat varla opnað fatatöskurnar sínar
þar inni. Fyrst lét hann kúpuna undir borðið, en síðar
kom hann henni fyrir á arinhillunni. En þessi grip-
ur, sem honum hafði þótt svo mikilfenglegur, þegar
hann fann hann austur í Góbíeyðimörkinni, missti
hér allan ægisvip og varð eins og hvert annað úr-
gangsbein úr sláturhúsi, gott handa skransala. Kúp-
an rykféll og varð grá og ljót. En Eiríkur frá Bonn
gat ekki fengið af sér að henda henni og viðurkenndi
það ekki einu sinni, að hún væri sér til ama.
Ensk hefðarkona, frú Sínþía, frétti um þenna hest
Gengis Khans og varð mjög hugfanginn af honum.
í raun og veru var það auðvitað Frakkinn ungi, sem
hún var hugfangin af. Hún bað Eirík að trúa sér
fyrir þessum hinztu leifum hins mongólska hlaupa-
gamms, og kvaðst ætla að hengja kúpuna yfir rúm-
ið sitt. Hún þræddi blá bönd gegnum augnatóftirn-
ar og út um nasaholurnar og svifti þannig þennan
söguríka menjagrip því, sem eftir var dámagni hans.
Eiríkur varð að aftra því, að hún léti gylla hausinn.
Þegar Sínþía var lögst til hvíldar, tveim dögum síðar,
heyrðist mikill skarkali í herbergi hennar,. Fólk þusti
á vettvang og fann hana liggjandi í blóði sínu. Ó-
heillagripurinn hafði fallið sjálfkrafa niður af þil-
inu og klofið höfuð ungu konunnar. Hún náði þó
heilsu aftur eftir miklar þjáningar. En hana langaði
ekki til þess að hafa meira af hauskúpunni að segja,
né eiganda hennar, og eftir þetta slys var hún endur-
send í Quartier Latin. Eiríkur frá Bonn hafði hana
um hríð í verzlum sínum, en fékk hana síðar gömlum
og heilsuþrotnum úthafsskipstjóra til varðveizlu, kvöld
eitt, er hann var að leggja af stað í langferð. Þessi
hrifnæmi maður, sem orðið hafði æ trúgjarnari því
lengur sem hann neyddist til að lifa kyrrsetulífi,
hafði hrifizt af frásögnum vinar síns, Eiríks frá Bonn,
og beðið hann að veita sér þá upphefð að lofa sér
að geyma kúpuna meðan hann væri sjálfur fjarvist-
um.
Brátt tók Eiríkur hinn víðförli að fá kynleg bréf
frá skipstjóranum, sem orðinn var hálfgeggjaður og
brjálaðist alveg að lokum. Hann var að búast til heim-
ferðar, er honum bárust þau tíðindi, að sjómaðurinn
hefði fundizt hengdur í gluggahespunum einn morg-
unn. Hauskúpan lá á borðinu fyrir framan hann. Ei-
ríkur vonaði, að erfingjar skipstjórans myndu nú
hljóta hauskúpuna og varaðist að láta nokkuð frá
sér heyra. En daginn eftir heimkomuna, bárust hon-
um þau boð frá lögmanni, að skipstjórinn hefði arf-
leitt hann að öllum eignum sínum, og hauskúpan
yrði send honum undir eins og erfðaskráin hefði ver-
ið opnuð.
Næst gerðist þetta:
Eiríkur gaf málara nokkrum kúpuna. Nokkru síðar
brann vinnustofa hans. Hann gaf hana í happdrætti,
en vinningsins var aldrei vitjað. Fólk fór að kannast
við sögu hauskúpunnar. Þjónarnir þorðu ekki lengur
að koma inn í herbergið vegna „draugakúpunnar",
sem þeir kölluðu svo. Jafnskjótt og Eiríkur hafði látið
hana af höndum, virtist svo sem hin mikla heppni
hans rénaði, og að honum steðjuðu öll þau óhöpp,
sem máttarvöldin annars hlífðu honum við. Hann
þorði ekki að eyðileggja kúpuna af ótta við allar af-
leiðingar. Og ekki þorði han heldur að gefa hana af
ótta við að verða bendlaður við glæp.
„Jæja, þú varst reiðskjóti mesta herkonungs heims-
ins“, hugsaði Eiríkur. „Ef til vill kvíðir þú ekki öðru
meira en kyrrsetunni. Ef til vill ertu gagntekinn af
þrá og vilt komast brott úr því dáðlausa umhverfi,
sem ég hef flutt þig í og öðlazt frelsi þitt að nýju.
Og er það þess vegna, sem þú drýgir alla þessa
glæpi? Vera kann, að þú finnir hjá mér svipaða þrá
eftir að lifa á sífelldu ferðalagi, ofsaþrá eftir nýjum
löndum og síbreytilegu loftslagi.“
Það var komin nótt. Eiríkur frá Bonn talaði við
sjálfan sig og starði úr rúmi sínu á hauskúpuna af
hestinum, sem slegin var mildri silfringlóð mánans,
firrt öllu jarðnesku, en orpin blæ hinnar óendanlegu
víðáttu.
Hann fann, að nú var stundin komin. Nú myndi
það ske ella aldrei. Hann fór í frakka utan yfir nátt-
fötin, vóg hauskúpuna upp á öxl sér og hélt út á
götuna. Kúpan seig talsvert í. Bráðlega varð hann að
bera hana í báðum höndum. Loks komst hann á Alma-
brúna. Þar blés kaldur vindur, sem minnti hann á
staðvindana miklu á steppunum. Dálítil bugða var á
Signu, þar sem hún rann fram hjá Trocadero. Turn-
76