Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1963, Síða 4

Samvinnan - 01.05.1963, Síða 4
„Herra og frú Björnson — einn tilkomumesti félagsskapur tveggja, sem sögur fara af“ á svölunum að Aulestad. „Er nokkur æðri aðall hér á jörð? en eiga sjón útyfir hringinn þröngva, og vekja, knýja hópsins blindu hjörð til hærra lifs ■— til ódauðlegra söngva?" E. Ben. Slíkur sjáandi, slíkur vekjandi var B j örnstj erne Björnsson. Enginn, sem hef- ur þótt ekki sé nema nasa- sjón af þessu rismikla stór- menni Norðmanna getur lát- ið vera að hrífast. Hann vakti oftar en einu sinni heimsat- hygli. Rödd hans gall útyfir höf og lönd. Það er harla óvenjulegt, að saman fari í persónuleika eins manns svo margt framúrskarandi tilkomumikið: stórskáld, stjórnmálaskörungur, ein- stæður mælskumaður, þjóð- legt og alþjóðlegt glæsi- menni, stórbrotinn aristó- krat og hrokagikkur, en samt vinur allra kúgaðra og smáðra manna og málleys- ingja — og átti til, þetta stórlynda og viðskotsilla ít- urmenni, að vera bljúgur og viðkvæmur sem barn. — Engin furða, þótt Þorsteinn Erlingsson, unnandi og á- hrifamaður sama lífsvið- horfs í mörgum greinum, á- varpaði þennan mikla kol- lega sinn þessum alkunnu orðum: „Þín hirð þekkist, Norð- maður, hvar sem hún fer ...“ Hvað myndi þá um sjálfan konunginn, fyrst svo var fullyrt um hirðmennina? Það er a. m. k. í ætt við stig á helga jörð að koma til, sjá og þreifa á heimkynni sannkallaðra stórmenna. Það orkar á hugann sem á- hrifarík prédikun — maður hrífst á sérstæðan, persónu- legan hátt, e. t. v. ógleyman- lega — kastast á milli and- stæðra hughrifa, frá upp- næmi og róti til rósemi og friðar — allt eftir því, sem fyrir augu og eyru ber. Hin- ar ólíkustu innri kenndir leysast úr læðingi og vara á- fram. Eitthvað i þessa áttina trúi ég, að ferðafélagar mínir hafi hugsað og fundið, er við — lítill hópur fólks utan af íslandi — kominn þang- að á vegum Sambands ungra Framsóknarmanna undir leiðsögn formannsins, Örlygs Hálfdánarsonar, — áttum þess kost að heimsækja Aule- stad dagsstundarkorn á s. 1. sumri. Þegar við gengum upp að Aulestad — þessu, að ég hygg, elskaðasta sveitasetri Norðmanna — mun minning hvers eins um hann, sem þarna bjó margar sárustu og sælustu stundir lífs síns, hafa sótt fast á. Uppgangan til hæðarinnar milli stórvax- inna skógartrjáa var hljóð sem kii’kjuganga. Fyrst mun þó tilfinningastrengurinn hafa ómað eilítið ljúfsárt, er við litum þjóðfána okkar blakta við hún og bera við himin í tilefni af komu okk- ar, þessara fáu hræða. E. t. v. hefur einmitt þá einhver minnzt orða Stephans G.: „Til framandi landa ég bróð- urhug ber, þar brestur á viðkvæmnin ein ...“ og uppgötvað, að hana brast ekki að þessu sinni, enda norska þjóðin sú hin fjarrsta því að vera „framandi". Sama stórskáld okkar og BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON:tt stórmenni lýsir ógleyman- lega samstöðunni og skyld- leikanum við Norðmenn í þessum fleygu orðum: „Við hörpu íslands hnýttur sérhver strengur fær hljómtitring, ef skrugga um Noreg gengur.“ Hann, sem hér — þar, sem nú stóðum vér — bjó svo mörg ár æfinnar, vakti vissu- lega storma og stríð harka- legar en nokkur annar um hans daga. Söngurinn frá sverði hans barst um fram- andi lönd og álfur. Geta má þá nærri, hvort a. m. k. sumum löndum hans hefur ekki fundist „skrugga“ ganga um sjálfan Noreg. Og víst fór ,,hljómtitringur“ um ís- land, hvers sjálfstæðisbar- áttu Björnssons lét engan veginn afskiptalausa, enda sendu íslendingar honum sjötugum ávarp og hylling- aróð. Og bara, að það væri sannmæli þetta, sem Þor- steinn Erlingsson segir fyrir okkar hönd í viðurkenning- arorðum sínum til hans: „í sjálfum oss finnum vér afl þitt og þor, og ísland er seint að gleyma.“ Já, allt magnaðist því meir, sem nær dró. Hlýtt handtak sonardóttur Björn- sons yljaði um hjartarætur, um leið og hún fór virðing- arorðum um sögu þjóðar okkar og viðurkenndi tengsl hins mikla afa síns við hana. Og ekki var með öllu stemn- ingarlaust, er við eftir mætti sungum hergönguljóðið okk- ar „Öxar við ána“ á hinum miklu svölum Aulestad, þar sem Björnson spígsporaði svo oft um, sínum löngu, þungu, karlmannlegu skref- um meðan hann smíðaði bomburnar, sem hann svo þeytti héðan út í heiminn og braut heilann um meinabæt- ur fyrir misgerðir mann- anna hvers við annan nær og fjær, hvort sem húð- strýkingin birtist svo síðar í andríku Ijóði eða þrumu- ræðu, nema hvort tveggja væri. Ég sá ekki betur held- ur en að daggarperlur glitr- uðu einhvers staðar á kinn við einraddaðan flutning göngulagsins okkar, sem nær hámarki í herkvötinni: „Fram, fram — aldrei að víkja“. Gott, ef sonardóttir- in sjálf var alveg saklaus! Og það var kannske ekki ýkjalangt úr vegi að gera ráð fyrir því, að húsbóndan- um hérna hefði fyrrum ekki fallið slík lýðhvöt annars HUGLEIÐING FRA AULESTAD 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.