Samvinnan - 01.05.1963, Síða 27
Föstudaginn 19. apríl setti Erlendur Einarsson fyrsta
fund stjórnarformanna kaupfélaganna. Fundurinn var
haldinn í samkomusal Sambandshússins og voru mættir
þessir stjórnarformenn:
Lárus Halldórsson, Kf. Kjalarnessþings.
Ellert Jónsson, Kf. Suður-Borgfirðinga.
Sverrir Gíslason, Kf. Borgfirðinga.
Stefán Kristjánsson, Kf. Dagsbrún.
Gunnar Njálsson, Kf. Grundfirðinga.
Alexander Guðbjartsson, Kf. Stykkishólms.
Jóhannes Davíðsson, Kf. Dýrfirðinga.
Sturla Jónsson, Kf. Súgfirðinga.
Jón Sigurðsson, Kf. Steingrímsfjarðar.
Ólafur Þorsteinsson, Kf. Hrútfirðinga.
Guðmundur Jónasson, Kf. Húnvetninga.
Tópías Sigurjónsson, Kf. Skagfirðinga.
Jón Jónsson, Kf. Austur-Skagfirðinga.
Hermann Jónsson, Samvinnufélagi Fljótamanna.
Albert Sölvason, Kf. Verkamanna.
Karl Kristjánsson, Kf. Þingeyinga.
Pétur Sigurgeirsson, Kf. Norður-Þingeyinga.
Hólmsteinn Helgason, Kf. Raufarhafnar.
Eggert Ólafsson, Kf. Langnesinga.
Þorsteinn Sigfússon, Kf. Borgarfjarðar.
Ásgeir Júlíusson, Kf. Björk.
Friðrik Jónsson, Kf. Héraðsbúa.
Elías Þórarinsson, Kf. Berufjarðar.
Páll Hallgrímsson, Kf. Árnesinga.
Hallgrímur Th. Björnsson, Kf. Suðurnesja.
Jóhann Þorsteinsson, Kf. Hafnfirðinga.
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum mætti fyrir hönd
formanns Kf. ísfirðinga.
Á fundinum voru flutt þrjú framsöguerindi. Erlendur
Einarsson ræddi um fjármál samvinnufélaga, Jón Arn-
þórsson um starfsmannavandamálið og Páll H. Jónsson
um fræðslu- og félagsmál.
Fundurinn stóð í tvo daga og urðu miklar umræður
um þau mál, sem fyrir fundinum lágu, og greint er frá
hér á undan. Létu formennirnir í ljós mikla ánægju með
það nýmæli, að boða þá saman til fundar, og verður að
ætla að til fleiri slíkra funda verði boðað í framtíðinni.
Fundarstjóri var Jakob Frímannsson en fundarritari
Örlygur Hálfdanarson.
SAMVINNAN 27