Samvinnan - 01.04.1977, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.04.1977, Blaðsíða 5
er traust á mönnunum og trú á manninn, — ekki mann- dýrkun, því að það er alls ekki það sem átt er við, þegar tal- að er um trú á manninn. Mér finnst samvinnuhug- sjónin leggja áherzlu á að þræða hinn gullna meðalveg á milli heildarhyggju og ein- staklingshyggju. Með því móti er lögð áherzla á hvort tveggja, en það verður einungis gert með því að gera sér grein fyrir persónuleika mannsins. Þar er komið að sérstöku viðhorfi, sem átt hefur miklu fylgi að fagna á Vesturlöndum, svoköll- uðu persónuleikaviðhorfi. Hér eru ekki tök á að fjalla ítarlega um það, en ég vil aðeins geta þess, að einn þeirra sem hvað mest hefur mótað þetta við- horf er ísraelsmaðurinn Mart- in Buber. Hann hefur ákveðn- ar hugmyndir um i hverju per- sónuleiki felst og heldur því meðal annars fram, að ein- staklingur geti ekki orðið per- sónuleiki nema í samskiptum við aðra, í hóp, í heildinni. Nýr tími - ný túlkun — Hefur samvinnuhreyfing- in fjarlægzt uppruna sinn á seinni árum, „troðið merki frumherjanna í svaðið“ — eins og haldið var fram í blaða- grein nýverið? — Ég vil svara þessu neit- andi. Samvinnuhreyfingin hef- ur ekki „troðið merki frum- herjanna i svaðið". Á hitt ber að sjálfsögðu að lita, að þótt sjálf hugsjónin sé eilif, ef hægt er að nota það orð í sambandi við mannlegar hugsjónir, þá er túlkunin timabundin. Ég held að það sé alveg ljóst, að túlkun frumherjanna á ekki við á okkar tíma, svo ágæt sem hún var á sinni tið. Nýr timi krefst nýrrar túlkunar. Við búum ekki lengur við kyrrstætt samfélag, sem var hér á landi, þegar samvinnustefnan kom fram. Við búum við samfélag mikilla umbreytinga, samfélag sibreytileikans, eins og stund- um er sagt. Þetta hlýtur að valda því, að túlkunin breyt- ist. Ég vil taka fram, að sam- vinnustefnan er að mínum dómi þrennt: viðskiptastefna, félagsmálastefna og menning- arstefna. Spurningin er á hvaða þætti áherzlan á að hvíla. Það er ljóst, að hér á landi hefur hún fyrst og fremst verið viðskiptastefna. Hún var á tímabili all áhrifamikil fé- lagsmálastefna, en hún hefur aldrei orðið sérlega áhrifarík menningarstefna, þó að sá þáttur hafi engan veginn gleymzt. — Svo að við höldum áfram að ræða þau ádeiluefni, sem mest hefur borið á að undan- förnu: Er Sambandið auð- hringur? — Sambandið getur aldrei orðið auðhringur i þeirri merk- ingu sem það orð raunverulega hefur, það er að einn eða fáir eigi miklar eignir, mikla pen- inga, mikil verðmæti. Samband- ið sem slíkt á raunverulega ekkert. Auðurinn, ef hægt er að nota það hugtak, er félags- mannanna, og þeir eru eins og við vitum nærri 40 þúsund. Það er því alls ekki hægt að segja að það sé auðhringur, þó að samtök 40 þúsund manna hafi töluvert umleikis, eigi miklar eignir og kannski töluvert fjár- magn. Ef spumingin væri hins vegar borin fram svolítið öðru- visi, ef spurt væri til dæmis hvort fjármagnið skipti of miklu máli í samvinnuhreyf- ingunni, þá kynni svarið að verða á aðra lund. Að minu áliti má segja, að ef til vill hvíli fullmikil á- herzla á fjármagninu, en held- ur lítil áherzla á mönnunum sem fjármagnið á að þjóna. — Sumum þykir Sambandið orðið allt of stórt í sniðum. f slíkum ummælum felst að sjálfsögðu mikil viðurkenning á árangursríku starfi. Eiga samvinnumenn að keppa að því marki, að þjóðin öll verði eitt kaupfélag — eins og Bene- dikt á Auðnum dreymdi um? — Ég er ekki á sama máli og Guðmundur Sveins- son er nú skóla- stjóri hins nýja Fjölbrautarskóla í Breiðholti og hefur gegnt því starfi síð- an 1974. Það er full ástæða til að gera tilraunir með annað lýðræðisform. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.