Samvinnan - 01.04.1977, Side 7

Samvinnan - 01.04.1977, Side 7
háð fræðslusambönd eins og í nágrannalöndunum. Ég hefði haldið, að þegar eða ef þetta frumvarp verður að lögum, þá væri mjög mikilvægt fyrir sam- vinnuhreyfinguna að halda vöku sinni og stofna sitt eig- ið fræðslusamband. Að minum dómi er ákaflega æskilegt, að fræðslustarfið sé sjálfstætt bæði um töku á- kvarðana og eins fjárhagslega, en sé ekki hluti af annarri deild innan Sambandsins. Ég tel, að stefna beri að því, að fræðslumálin verði sjálfstæður þáttur, hafi eigin stjórn og eigið fulltrúaráð. Hins vegar fyndist mér eðlilegt, að for- stjóri Sambandsins væri jafn- framt formaður stjórnar fræðslusambandsins. Við fengjum sem sagt frjáls og óháð fræðslu- og menning- arsamtök samvinnumanna. Hlutverk þeirra yrði meðal annars að kynna samvinnu- hugsjónina og gera úttekt á ýmsum þáttum samvinnu- starfsins, ekki endilega til þess að gagnrýna einungis gagn- rýninnar vegna, heldur til þess að i ljós komi, hvort raunveru- lega sé unnið í þeim anda, sem samvinnuhugsjónin gerir ráð fyrir. — Hvers viltu að lokum óska Sambandinu í tilefni af 75 ára afmæli þess? — Ég vil fyrst og fremst óska Sambandinu þess, að þvi megi auðnast að skapa félagslega og menningarlega vakningu, ekki aðeins innan samvinnuhreyf- ingarinnar, heldur með þjóð- inni allri. í öðru lagi vil ég óska Sam- bandinu þess, að miklu nánari samband komist á milli verka- lýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar. í þriðja lagi vil ég óska þess, að Sambandið leggi lið þeirri hugmynd, sem ég gat um áð- an, varðandi tilraunir til að koma á beinu lýðræði. Það er persónuleg skoðun min, að það mál eigi eftir að verða meira i sviðsljósinu en nú. Ágallar fulltrúalýðræðisins eru það augljósir, að mönnum finnst full ástæða til að gera tilraun- ir með annað lýðræðisform. Síðast en ekki sízt vil ég óska þess að Sambandið nái til al- mennings i landinu, ekki að- eins sem öflugt verzlunarfyrir- tæki, sem ég vil gjarnan að það sé og mér finnst að það eigi að vera, — heldur einnig sem aðili er láti sig félags- og menningarmál miklu varða. G. Gr. A 75 ARA AFMÆLI SAMBANDSINS 0 Sambandið og kaupfélögin hafa reynzt traustustu stoðir byggðanna víðs vegar um land. Þau munu eftir megni halda áfram að gegna því hlutverki. En ætla verður, að þeir sem ráða lífi og dauða í fjármála- og viðskipta- heimi þjóðarinnar, sýni í verki að þeir meti þetta landvarnarstarf. Magnús H. Gíslason (Þjóðviljinn 18. febr. 1977) 0 Samvinnufélög framleiðenda og neytenda hafa gert Sambandið að voldugri efna- hagsstofnun, sem starfar á grundvelli félags- legrar hugsjónar, lýðræðis og jafnréttis allra félagsmanna. Benedikt Gröndal (Afmæliskveðja Alþýðuflokks- ins til SÍS, Alþþl. 22. febr. 1977) • Á 75 ára afmæli Sambandsins ber að meta að verðleikum framlag þess til íslenzkrar atvinnuuppbyggingar, en vara eindregið við frekari útþenslu þess. Morgunblaðið, (leiðari, 20. febr. 1977) • Ekki leikur á tveim tungum, að verkalýðs- hreyfingin og samvinnuhreyfingin eru og hafa verið þær tvær öndvegissúlur, sem boðið hafa uppi það velferðarþjóðfélag sem hér hef- ur þróazt á þessari öld. Björn Jónsson, forseti ASÍ (Afmæliskveðja ASÍ til Sam- bandsins.Tíminn 20. febr. 1977) • Kaupfélögin voru eign fólksins sjálfs, á- vöxtur samtakamáttar þess, og þeirra hag- ur, þegar öll kurl komu til grafar. Það stóð vörð um samvinnuhreyfinguna, hvernig sem að henni var vegið af þeim, sem ofsjónum sáu yfir viðgangi hennar. Jón Helgason (Tíminn, 20. febr. 1977) • Gildi samvinnufélagsskaparins er meira en það, sem hægt er að leggja á fjárhags- lega vog. Hitt er ekki síður mikilsvert, að hann glæðir félagsandann og samhuginn. Því verk- efni þarf að sinna ekki sízt á viðsjárverðum og óráðnum tímum eins og þeim sem nú eru. Þórarinn Þórarinsson (Tíminn, 20. febr. 1977) 0 Samvinnustarfið í landinu á undanförnum árum hefur bætt lífskjör fólks meira en nokkur önnur félagsmálahreyfing hefur gert og það hefur einnig verið fjölmörgum hinn bezti félagsmálaskóli, sem völ hefur verið á. Dagur (leiðari 23. febr. 1977) 0 Samvinnuhreyfingin þarf að eignast for- ustu sem hefur vit til þess að standa fast við hlið verkalýðshreyfingarinnar I kjaraátök- um, forustu sem er nægilega framsýn til þess að skynja þær hættur sem nú steðja að ís- lenzku þjóðinni, forustu sem er nógu skyn- söm til þess að samfylkja með launafólki gegn ásókn erlendra auðhringa og handlangara þeirra, forustu, sem ekki lætur eld hugsjón- anna falla „í fölskva hjá gröfum frumherjanna". Svavar Gestsson (Þjóðviljinn, 20. febr. 1977) • Samvinnustefnan eins og hún fæddist ís- lendingum var fyrst og fremst fagnaðar- erindi fátækustu stétta þjóðfélagsins, eins og raunar í öðrum löndum. Þeim uppruna, því frumboðorði, mega forustumenn samvinnu- hreyfingarinnar aldrei gleyma. Andrés Kristjánsson (Ný þjóðmál, 22. febr. 1977) 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.