Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 10
Þekking á húsgögnum borgar sig Sá sem hefur í hyggju að kaupa húsgögn ætti að hugleiða þau atriði, sem hér verður drepið á. Þessar stuttu ábendingar lýsa í stórum dráttum, hvernig húsgögn eiga að vera til þess að uppfylla þær kröfur, sem gera verður til þeirra. Þótt hér sé aðeins unnt að stikla á stóru, verður reynt að fjalla eingöngu um staðeyndir, sem nauðsynlegt er að kunna góð skil á. Á eftir skulum við vona, að væntanlegum kaupanda sé ljósara en áður, um hvað hann á að spyrja, þegar hann kaupir húsgögn. Matarborð Situr þú þægilega við borðið? Borðfæturnir mega ekki vera fyrir, þegar setið er við borðið. Hæð undir borðið á að vera minnst 63 cm. Er borðið nægilega stórt? Áætlið 60 cm. fyrir hvern stól meðfram borðbrúninni. Matarborð þarf helzt að vera 85 cm. á breidd. (í þröngum húsakynnum verða þó 75 cm. að nægja.) Er hægt að stækka borðið? Takið mál af aukaplötunum og athugið hvernig þær eru geymd- ar, meðan þær eru ekki í notkun. Athugið einnig hve margir geti setið til viðbótar við borðið, þegar lausplöturnar eru notaðar. Er hæðin rétt? 72 cm. borðhæð hæfir flestum. Borðið á að vera 27-29 cm. hærra en stólsetumar. Er borðið stöðugt? Sé borðið ætlað til samsetningar, athugið þá vel hvemig skrúfurn- ar eru teknar úr. Aðgætið borðið ósamsett og með aukaplötum, hvort það sé stöðugt og vaggi ekki á nokkurn hátt. Hvað þolir borðplatan? Kynnið yður vandlega hvort borðplatan þolir t. d. vatn, gosdrykki vín og hita. Er borðpiatan slétt? Látið ljós frá glugga endurkastast á borðplötunni. Þá sjást mis- fellur ef einhverjar eru. Hvernig er efnið? Spónalagt og plastmeðhöndlað yfirborð er tiltölulega endingar- gott, og eyðileggst aðeins af rispum og sterkum höggum. Massífa, oliuborna borðplötu getur maður sjálfur pússað og oliu- borið aftur. Plastplatan er endingargóð, en hörð og stöm. Hvernig er yfirborðið? Efnið á að vera slétt og sprungulaust og engar límrandir eiga að sjást. Spónlagt efni á að vera rétt munstrað saman. Öll samskeyti eiga að vera vel jöfnuð og slétt, einnig á neðri hlið kantlista. Önnur borð Er hæðin rétt? Góð hæð á skrifborði er 72 cm. Ritvélaborð 65 cm. Saumaborð 70 cm. Sófaborð 55 cm. Smáborð 45 cm. Síðastnefndu hæðirnar geta þó verið breytilegar. Er borðið stöðugt? Smáborð fyrir útvörp og sjónvörp þurfa að vera mjög stöðug, vegna titrings frá þungu hljóði. Hvað þolir borðplatan? Pullvissið yður um, að yfirborð á vinnuboröplötu þarf að vera mjög sterkt. Á borðum, sem gera má ráð fyrir að hellist niður á eins og t. d. náttborðum, snyrtiborðum o. þ. h. er gott að hafa plastlaminatplötur. Einnig er gott að hafa slíkar plötur massívar, svo aðeins þurfi að slípa plötuna og síðan olíubera. Hvernig er efnið? Pyrir utan tré er fjöldi annarra efna notaður i borðplötur. Það nýjasta er plast. Sumar trjátegundir eru mjúkar, t. d. fura, en aðrar harðar t. d. birki. Valið er að sjálfsögðu undir því komið, hvernig eigi að nota það og hve mikið þú hugsar til varanleika og endingar á komandi árum. StÓll Og armstóll Er stóliinn þægilegur? Reynið stólinn. Eðlileg hæð stólsetu frá gólfi er 43-44 cm. en rétt er þó að velja frekar of lágan en of háan stól. Reynið stólinn við borð. Veljið þó alltaf stólinn fyrst, síðan borðið. Athugið hvort bakið og armamir séu þægilegir. Úr hverju er setan gerð? Stoppið í setunni hvilir kannski á trébotni eða á fjöðrum og get- ur því verið mjög mismjúkt. Reynið einnig aðrar gerðir af stólum, þar sem setan er gerð úr fléttuðum tágum eða einhverju öðru efni. Hversu sterkur er stóllinn? Sumir framleiðendur gefa upp styrkleika stólsins. Reynið samt stólinh af kostgæfni og athugið hversu traustur hann er. Aðgætið vel samsetningu stólsins. Hvemig er efnið? Aðgætið hvort beygöir tréfletir séu sagaðir úr trénu eða beygðir. Beygt tré er sterkara en límt. Plast er einnig notað mikið í stólset- um. Venjulega eru þá fæturnir úr krómuðum stálrörum. 10

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.