Samvinnan - 01.04.1977, Side 11

Samvinnan - 01.04.1977, Side 11
Hvíldarstóll og sófi Er húsgagnið þægilegt? Takið eftir að hvíldarstólar eru mjög mismunandi í laginu, og fer það mikið eftir því hvort aðallega eigi að sitja í þeim við hann- yrðir, bóklestur eða við kaffidrykkju. Hvernig er endingin? Kynnið yður vandlega samsetningu stólsins. Hvernig er bólstrunin? I setunni geta verið gormar, lin sessa á fjaðrandi botni, bómull eða svampur. Þessi efni geta verið endingargóð, og þægilegt er að sitja á svona stoppuðum stólum. Skúmplast eða polyester eru efni sem oft eru notuð í yztu lög stoppaðra stóla. í bakinu geta verið gormar, skúmplast, skúmgúmmí eða bómull. Hvernig er yfirborðið? Bólstrunin á að vera jöfn með slétta jafna kanta. Ekkert brak má heyrast. Efnið í bólstruninni á að vera vel fjaðurmagnað svo það gefi stólnum jafnt og fallegt útlit. Athugið að rétt liggi í áklæðinu og að saumarnir séu jafnir. Hvernig er hið ytra form? Minnist þess að hvíldarstóllinn á helzt að vera léttbyggður svo auðvelt sé að flytja hann til. Kynnið yður gæði áklæðisins. Veljið ávallt stól með tilliti til húsrýmisins. Svefnstólar og svefnsófar Hvernig á að nota rúmið? Sé sófinn notaður fyrir rúm endrum og eins er rétt að velja sófa sem gott er að sitja í, en hugsa því næst um svefnaðstöðuna. Eigi hins vegar að sofa í sófanum að staðaldri, ber fyrst og fremst að hugsa um svefnaðstöðuna, síðan um setaðstöðuna. Ef þú hefur rými fyrir 2 svefnstóla, eru þeir þægilegri en tvöfaldur svefnsófi. Ei svefnsófinn öruggur? Forðist að kaupa svefnsófa og svefnstól, þar sem bakhliðin er not- uð sem rúm. Bezta gerð svefnsófa eru þær gerðir sem svefndýn- unni er komið fyrir í baki sófans. Iívernig verður endingin? Áklæði og bólsrun á svefnsófa verður að vera sérstaklega sterkt og vandað, vegna mikillar notkunar. Hvernig er handbragðið? Það verður að vera létt að breyta svefnsófanum eða stólnum í rúm. Bólstrunin á að vera slétt með beinum köntum. Allt tré- verk sem hægt er að komast í snertingu við, verður að vera fín- pússað. Athugið húsgagnið einnig vel að innanverðu. Hvernig er útlitið að öðru leyti? Leitið eftir svefnsófum sem eru einfaldir í formi og að þeir séu vandvirknislega bólstraðir. Rúmið Er rúmið nógu stórt? Venjuleg mál á rúmdýnum eru 90x200 cm. Að innanverðu á rúm- ið að vera 20 cm. lengra en líkami þess sem í því liggur. Er hæðin nægjanleg? I svefnherbergi á rúmið að vera ca. 55 cm. hátt. Þá er auðvelt að búa um rúmið. Sé rúmið á háum fótmn, er auðvelt að halda hreinu undir því. Rúm sem einnig á að vera sem sófi á ekki að vera hærra en 45 cm. með minnst 25 cm. háum fótum. Hvemig á rúmið að vera? Veljið aðra hvora samsetninguna; þunnur botn og þykk dýna, eða þykkur botn og þunn dýna. Hvernig er efnið? Dýnur sem gott er að liggja á, eru venjulega stoppaðar með filti, skúmgúmmí eða gormum. Ódýrar og góðar dýnur er líka hægt að fá úr polyester og er þá miðað við mikla rúmþyngd (35 kg. á m»). Rúmbotninn má ekki svigna eða braka. Efnið sem notað er í gafla og fætur er útlitsatriði. Hvernig er útlitið? Athugið fyrst og fremst gæði rúmsins, síðan hvernig það lítur út. Veljið rúm sem getur staðið í hvaða svefnherbergi sem er þegar fjölskyldan stækkar og alltaf getur verið nauðsynlegt að flytja rúmið í eitthvert annað herbergi. 55 Skápar, kommóður og bókahillur Hvernig geturðu fengið meira geymslurými? Er hægt að bæta við skápum síðar meir? Það er alltaf kostur ef hægt er að tengja hilluraðir við skápana. Húsgagnið verður þá einfaldara og nýtist betur. Góður skápur eða hillusamstæður eiga helzt að vera byggð upp af grunnum og djúpum skápum, mismun- andi að hæð og breidd. Hvað ætlar þú að geyma? Reyndu að gera þér grein fyrir magninu sem þú ætlar að geyma og hversu margar hillur þú þarft. Eru málin hagkvæm? Stærð flestra skápahillna er 30x45 cm. (sængurfatnaður þarf 55 cm.) en það getur samt verið mjög hagkvæmt að hafa stærri hill- ur. Skáphillum sem hafa málin 30x55 og 45x55 cm. má hafa mikil not af. Bókahillur fyrir algengustu bækur, þurfa minnst 17 cm. hilludýpt. Sérfræðirit og möppur þurfa hinsvegar minnst 24 eða 26 cm. hilludýpt. Grunnur eða djúpur skápur? Gólfrými og veggrými ákveður hvort þú getur valið breiðan og há- an skáp eða djúpan og mjóan. Djúpur skápur ætti að vera inn- réttaður með hillubökkum. Hvemig er efnið? Ytri áferð skápsins er eingöngu fyrir augað. Minnist þess, að efn- ið 1 bókahillum og skáphurðum verður að vera úr góðu efni svo að hurðirnar og hillumar vindist ekki. Hvemig er handbragðið? Aðgætið vel hvort hurðir falla vel að stöfum og hvort læsingin virkar eðlilega. Trékantar verða að vera vel slípaðir. Skrúfur vel hertar. Samsetning horna verður að vera góð. Þetta skuluð þér athuga gaumgæfilega áður en fest eru kaup á hlutnum. Hvernig er útlitið að öðm Ieyti? Minnist þess að langir og lágir skápar virka oft stórir, en nýtast illa. IX

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.