Samvinnan - 01.04.1977, Síða 18

Samvinnan - 01.04.1977, Síða 18
ÚR SVEIT í BORG í Landi og sonum kynnumst við íslenzkri sveit fjórða ára- tugsins, störfunum þar og lífi fólksins. í svipmyndum kynn- umst við hverfandi menningu sveitanna . . . i. „Land og synir" er fjórða bók Indriða G. Þorsteinssonar og önnur skáldsagan af fjórum. Hann hefur auk þess sent frá sér þrjú smásagnasöfn og eina ljóðabók, gefin út i litlu upplagi og einkum ætluð vinum og hans tryggasta lesandahóp. Indriði vakti fyrst á sér athygli með smásögunni „Blástör“ sem hlaut fyrstu verðlaun i smásagnasamkeppni Sam- vinnunnar 1951. Stuttu síðar kom út fyrsta bókin hans: „Sæluvika“ og inni- heldur tíu smásögur, þ. á m. verðlauna- söguna. Nafnið á þessari fyrstu bók Indriða kemur strax uppum uppruna hans en hann er fæddur og uppalinn á Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Önnur bókin og jafnframt fyrsta skáld- saga Indriða „79 af stööinni" vakti þegar gífurlega athygli og varð svo fræg að færast í kvikmyndarbúning. Hún hefur nú verið endurútgefin tvivegis og er án efa vinsælust og mest seld af bókum Indriða. Þvi er ekki heldur að neita að þó ekki sé „79 af stöðinni“ besta bók höf- undar, langt í frá, þá býr hún yfir mikl- um krafti og ferskleika og er tvímæla- laust mikill sigur fyrir ungan höfund, ekki sist þegar þess er gætt að um frum- raun á sviði skáldsagnagerðar er að ræða. II. En snúum okkur þá að höfuðviðfangs- efni þessa spjalls: Landi og sonum. — Þar segir i fyrsta lagi frá feðgunum Ólafi Einarssyni og Einari syni hans sem jafnframt er aðalpersóna sögunnar. Ann- að höfuðminni er ástarsamband Einars og Margrétar, dóttur bóndans á næsta bæ. Sagan hefst að hausti, degi fyrir göngur og lýkur með fyrstu snjókomu vetrar, ekki löngu seinna. í fyrsta kafla fylgjum við gamla mann- inum, Ólafi, á göngu um heimatúnið snemma morguns. Við sjáum það sem fyrir augu hans ber, fáum ögn að hnýsast í heilsufar hans og komumst að því að hann gengur ekki alveg heill til skógar. Einnig sjáum við nokkrum sinnum i hug hans er hann minnist horfinna daga, einkum er varða konuna hans sálugu, en þó er frásögninni að mestu haldið á ytra borði, er hlutlæg lýsing á því sem fyrir ber. Næstur kemur Einar sonur hans til sögunnar. Gamli maðurinn vekur hann og þeir drekka saman kaffi og borða þurrt hagldabrauð. Þeir ræða saman um göngurnar, um búskapinn og gamli mað- urinn vill að Einar gifti sig. Einar vill Hugleiðing um Land og syni eftir Kjartan Jónasson hinsvegar að þeir flytji i kaupstaðinn, hætti að safna skuldum og annast pest- arfé. Gamli maðurinn tekur það ekki í mál og lesandanum hefur verið tjáð að lifandi muni þeir ekki skiljast að. Síðan segir frá bústörfum um daginn og önnum við undirbúning gangna. Þeir slátra heimalningnum en kjötið af hon- um á Einar að hafa í nesti. Einar fer í göngur og gamli maðurinn verður eftir heima. Þegar hér er komið fylgir sögu- maður Einari einsog jafnan siðan nema þegar Einar er hvergi nærri, þ. e. a. s. í 1., 5. og 6. kafla. Á meðan Einar er í göngum verður faðir hans veikur og er fluttur á spítala í kaupstaðnum, það reynist nauðsynlegt að skera hann upp. Þessar fréttir flytur Margrét Einari í réttirnar en áður höfum við komist að ást hennar á honum og vitum að sú ást er gagnkvæm. „Menn töluðu um þennan hest móður hans eins og goðkynjaða skepnu. Og hún skildi nú að þetta ferfætta stolta dýr var sá hvíti draumur sem Einar átti sér utan nauðsynjar og erfiðis, sprottinn upp úr náttúrunni og engum falur frekar en guðsgjafirnar. Kannski ekkert skipti hann máli annað en þessi hestur. og að vera til og lifa væri einugis fólgið í gangi hans og tilþrifum, og allt í einu hafði hún fundið að hún hataði þetta reista höfuð og mikla fax og þennan langa mjóa skrokk og háu fætur, og heit afbrýði hafði farið um hana eins og beisk óslökkvandi hungur og gert henni rjótt í vöngum unz þeir voru horfnir og ekkert var að sjá nema regnið sem beið þeirra í suðri.“ Land og synir, bls. 71-72. Um nóttina að afloknum réttum þarf Einar að koma föður Margrétar dauða- drukknum í hús og dregur þá til tíðinda milli þeirra, við getum kallað það fyrsta kossinn. Daginn eftir fer Einar að finna föður sinn á sjúkrahúsinu en hann er þá lát- inn. Og Einar snýr aftur heim .... „ . . . einmannakenndin settist að hon- um og fyllti hann kvíða fyrir þeim dög- um sem voru framundan og urðu ekki umflúnir. Þeir mundu koma einn af öðr- um með dimm kvöld og langar nætur og hann yrði að hafa sig í gegnum þá þótt honum fyndist nú, gangandi á þessu gamla túni, að athöfn einsog að taka annan fótinn framfyrir hinn væri næst- um óbærileg." — bls. 136. Sárasti broddurinn, að koma einn heim í mannlausan bæinn, veldur þó ekki þeim sviða sem Einar væntir þeg- ar i ljós kemur að Margrét bíður hans 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.