Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 23

Samvinnan - 01.04.1977, Qupperneq 23
Kúgunartilraunir Þórðar Guðjohnsen voru ekki sprottnar af kald- rifjaðri yfirgangssemi heldur skap- ríki sem leiddi til vanstillingar þegar hann fann að verzlun hans var í hættu stödd. un eftir að hann hefði lokið skuld sinni við hana um ára- mót.1-’ Þórður gat ekki and- mælt þessum vitnisburði efnis- lega en sagðist aðeins hafa gert samning af þessu tagi við þennan eina mann sem hann hefði áður reynt að ístöðu- leysi.13 Engin ástæða er til að efa að Þórður fari þar með rétt mál, og að minnsta kosti hefur ekki verið mikið um að hann byndi menn lengur en til ársins út þvi að kaupfélags- mönnum tókst ekki að sýna fleiri vitnisburði þess. Af framansögðu er ljóst að Þórður Guðjohnsen reyndi að beita talsvert grófum einokun- araðferðum til þess að halda mönnum frá þvi að versla við Kaupfélagið. En við verðum að minnast þess að aðferðir hans voru ekki eins óhæfar þá og þær mundu þykja nú. Kaup- maður var frá fornu fari ekki aðeins viðskiptamaður bænda heldur á nokkurn hátt forsjár- maður þeirra. Verslunarstjór- um var legið á hálsi fyrir að lána fátæklingum svo að þeir lentun í ógöngum, ekki aðeins af þvi að það væri óhagkvæmt verslun þeirra, heldur einnig af því að það freistaði manna að eyða meira en þeir öfluðu og yki á sveitarþyngsli.14 Skuld- ugir bændur voru vanskila- menn, og verslunarstjórar hafa vafalaust oft verið knúðir harkalega af yfirboðurum sín- um að ná inn skuldum. Á- stæðulaust er að sakast við einstaklinga um það ófrelsi sem þessum viðskiptaháttum fylgdi. Það var óhjákvæmileg- ur fylgifiskur verslunarskipu- lagsins. Kúgunartilraunir Þórðar Guðjohnsen voru ekki sprottn- ar af kaldrifjaðri yfirgangs- semi heldur skapríki sem leiddi til vanstillingar þegar hann fann að verslun hans var í hættu stödd. Eina grein sína i Norðurljósinu endar hann á orðum sem gefa hugmynd um hvernig honum var innan- brjósts:15 — Þegar Kaupfél(agið) er búið að leiða hungurdauða yfir þau héruð sem það nær til, þá sér það fagran en að líkindum óhjákvæmilegan ávöxt verka sinna! Eg óska for- vígismönnum þess og formælend- um til heilla með þá niðurstöðu! í einum málaferlum Þórðar gegn skuldugum kaupfélags- manni var hann hvað eftir annað áminntur um að haga sér sæmilega fyrir rétti. Loks varð dómarinn — það var setu- dómari en ekki Benedikt Sveinsson — að sekta hann um fjórar krónur fyrir hávaða i réttinum.10 Jafnvel þótt líklegt sé að Þórður hafi verið drukk- inn þegar hann lét þannig sýn- ir þessi vitnisburður að hann gekk ekki að andstæðingum sínum með jafnvægi hins sterka heldur vanstillingu þess sem berst i örvæntingu. Kaupfélagsmenn hafa þó ef til vill ekki haft minni ástæðu til að örvænta veturinn 1886- 87. Pöntun Kaupfélagsins hafði verið skorin við nögl eins og hægt var haustið áður til þess að grynna á skuldunum. Auk þess var það venja bænda um þessar mundir að birgja sig ekki upp með vetrarforða á haustin heldur taka út af birgðum verslana síðari hluta vetrar. Að sögn einhvers kaup- félagsmanns i Þingeyj arsýslu stafaði það af því að verslun- stjórar voru fúsari að lána eft- ir áramót en á haustin. Þeir gerðu upp og sendu yfirmönn- um sínum reikninga um árs- lok, og þá var þeim í mun að sýna ekki miklar skuldir. Eftir áramót gátu þeir lánað í von um að fá greiðslu í sumar- eða haustkauptíð.1" Þennan vetur máttu þingeyingar búast við að þurfa að bindast Húsavíkur- verslun árlangt ef þeir tækju út i henni síðari hluta vetrar, og þá var úti um kaupfélags- pöntun um sumarið. Þetta voru þeir að hugsa um Snorri Odds- son á Geitafelli og Benedikt á Auðnum þegar þeir hittust í nóvember 1886, eins og Bene- dikt skrifaði Kristjáni Jónas- arsyni:18 Þá sagði Snorri: „Hvað á nú að gera i vetur? Nú knýr neyðin vafa- laust marga til þess að ganga að verslunarókjörum hjá G(uðjohn)- sen. Hann hefir hótað að ganga nú millum bols og höfuðs á Kaup- félaginu . . .“ Eg hugsaði ekkert út í málið en fleipraði strax: „Panta nú þegar vörur og fá þær upp í vetur." — Við þögðum um stund, og þá fór ég að hugsa um hvað eg hafði sagt. Var þá þetta nokkuð fjarlægt? . . . Voru ekki vetrarferðir skipa norður fyrir land einmitt það sem þurfti að koma á og sýna öllum heiminum að þær væru mögulegar, já hægri en á vorin? . . . Svo fórum við heim. Skrifuðumst á um þetta og stað- réðum að drífa þetta i gegn hvað sem kostaði. . . . Loks fórum við Snorri á stað upp 1 Gautlönd og ekki burtu þaðan fyrri en búið var að skrifa öllum fulltrúum og skora á þá að taka málið til umræðu og safna pöntun fyrir jól. Frá vörupöntun hefur síðan verið gengið um veturinn, en ekki reyndist unnt að fá skip svo snemma að félagsmenn kæmust af án vetrarinnkaupa hjá kaupmönnum. Var þá leit- að til akureyrarkaupmanna og verslað þar í febrúar jafnvel allt austan úr Mývatnssveit.10 Skipið kom siðan til Húsavík- ur í apríl með vörur fyrir 29 þúsund krónur að meðtöldum flutningi og öðrum kostnaði. Að sjálfsögðu höfðu menn ekki peninga til að borga þetta fyr- irfram eða við móttöku. Þeir tóku lán hjá umboðsmönnum sínum og lofuðu borgun í ull um sumarið og sauðum um haustið.20 Þessi skipkoma var einn af sigrum Kaupfélagsins í lífs- baráttu þess. Það virðist hafa verið talinn mikill atburður að skip kæmi norður fyrir land á þessum tíma árs.21 Mestu máli skipti þó að skipkoman losaði bændur við að leita til Húsa- víkurverslunar og bindast henni. Sigurgleðin lýsir sér í frásögn Benedikts á Auðnum í Norðurljósinu:22 „Eg hefi aldrei séð jafnmikla og al- menna gleði eins og við þessa skipkomu. Mikill fjöldi manna þyrptist til Húsavíkur til þess að sækja þegar vörurnar, og allir voru þeir, sem maður seg- ir, ærir af gleði.“ Jafnvel þótt aðfarir Þórðar Guðjohnsen væru ef til vill ekki eins mikil óhæfa á mælikvarða síns tima og þær virðast nú, þá höfðu þingeyingar sýnt að þeir sættu sig ekki við slík vinnubrögð lengur, og það skipti sköpum fyrir Kaupfélagið. 1 Jakob Hálfdanarson: Fáir drættir úr djúpi, 6. 2. Lbs. óskráð. Safn Jakobs Hálf- danarsonar I (Molar, 21). 3 Einkahdr. Bréf frá Benedikt á Auðnum (24. mars 1883). 4 Lbs. 4222, 4to (28. okt. 1883). 5 Kþ. Gjörðabók Kaupfélags þingeyinga 1882-95, (47). 6 Norðurljósið II, aukablað 17. apríl 1887, (1). 7 Norðurljósið II, 3 (1. tbl., 9. febr. 1887). Sbr. Norðurljósið II, 41-43 (11. tbl., 25. júlí 1887). 8 Norðurljósið II, aukablað 17. apríl 1887, (2). 9 Þjóðólfur XXXIX, 91 (23. tbl., 3. júní 1887). 10 Norðurljósið II, aukablað 17. apríl 1887, (3). 11 Norðurljósið II, 41-43 (11. tbl., 25. júlí 1887); III, 18 (5. tbl., 15. mars 1888). 12 Þjóðólfur XLII, 182 (46. tbl„ 3. okt. 1890). 13 Þjóðólfur XLIII, 36 (9. tbl., 20. febr. 1891). 14 ísafold XV, 186 (47. tbl„ 10. okt. 1888), XIX, 261 <66. tbl„ 17. ágúst 1892), 15 Norðurljósið III, 23 (6. tbl„ 6. apríl 1888). 16 Þjskjs. Þing. V C 17, 118. 17 Norðurljósið III, 26 (7. tbl„ 17. apríl 1888). 18 Einkahdr. Bréf frá Benedikt á Auðnum (30. nóv. 1886). 19 Lbs. 4417, 4to (Pétur á Gaut- löndum til Benedikt á Auðnum 4. febr. 1887). Norðurljósið II, 23 (6. tbl„ 18. apríl 1887). Lbs. 4222. 4to (Eggert Laxdal til Sig- urðar Magnússonar Arnarvatni 1 nóv. 1887). 20 Norðurljósið II, 23 (6. tbl„ 18. apríl 1887), 31-32 (8. tbl„ 17. maí 1887). 21 Sbr. t. d. Þjóðólfur XXXIX, 230 (58. tbl.. 23. des. 1887) 22 Norðurljósið II, 31-32 (8. tbl„ 17. maí 1887). 23

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.