Samvinnan - 01.04.1977, Side 24

Samvinnan - 01.04.1977, Side 24
Þetta gerðist fyrir nokkrum árum i Monterey-héraði í Mið- Kaliforníu. Kastaladalurinn er einn af mörgum dölum á milli fjallanna og hryggja í Santa Lucia fjallgarðinum. Frá Kast- aladalnum skerast mörg lítil dalverpi inn í fjöllin, dalverpi, sem eru þéttvaxin eik og salvíu. í dalbotninum stendur ógn- vekjandi steinkastali með stoð- um og turnum eins og þessi virki, sem krossfararnir reistu á landvinningaleiðum sinum. Það er ekki fyrr en komið er mjög nálægt kastalanum, að maður kemst að raun um, að þarna hafa tími, vatn og veðr- un markað sandsteinslögin svona af kynlegri tilviljun. Úr fjarlægð þarf ekki mikið í- myndunarafl til að sjá hrörleg brjóstvígin, hliðin, turnana og jafnvel skotraufarnar. Fyrir neðan kastalann, á næstum sléttri dalgrundinni, stendur gamla nautabúið, veðr- uð og mosavaxin hlaða og skakkt og skælt fjós. Húsið er í eyði, hurðirnar, sem sveifl- ast til á ryðguðum hjörunum, ýla og skellast á nóttunni, þeg- ar vindurinn kemur þjótandi niður frá kastalanum. Ekki kemur margt fólk í húsið. Stundum þramma drengja- hópar gegnum herbergin, gægjast inn í tóma skápa og mana hástöfum draugana, sem þeir viðurkenna þó ekki að séu til. Jim Moore, sem á þetta land, líkar ekki, að fólk skuli vera að flækjast um húsið. Hann kemur ríðandi frá nýja húsinu sínu neðar í dalnum og rekur drengina í burtu. Hann hefur sett skilti, þar sem stendur: „Umferð bönnuð" á girðing- arnar til þess að halda frá for- vitnu og einkennilegu fólki. Stundum er hann að velta fyr- ir sér að brenna gamla húsið til ösku. En þá finnur hann til kynlegra og sterkra tengsla við huröirnar, sem sveiflast til og frá og tómra og eyðilegra gluggatóftanna og finnst hann ekki geta tortímt því. Ef hann brenndi húsið, myndi hann eyðileggja sterkan og mikil- vægan þátt úr lífi sínu. Hann veit, að þegar hann fer til bæjarins með holduga en enn fríða konu sína, snýr fólk sér við og horfir á eftir honum með óttablandinni aðdáun. Jim Moore fæddist í gamla húsinu og ólst þar upp. Hann þekkti hverja kvistótta og veðraða fjöl í hlöðunni og alla gljáslitnu básana. Þegar hann var þrítugur, voru báðir for- eldrar hans látnir. f tilefni af sjálfstæði sínu, fór hann að safna skeggi. Hann seldi gris- ina sína og ákvað að slíkar skepnur skyldi hann ekki halda framar. Loks keypti hann á- gætt Guernsey-naut til þess að bæta nautgripakynið og svo fór hann að venja komur sínar til Monterey á laugardags- kvöldum til þess að drekka sig fullan og tala við háværar stúlkurnar í „Stjörnunum þremur“. Innan árs hafði Jim Moore kvænzt Jelku Sepic, júgóslav- neskri stúlku, dóttur þungbú- ins og þrautseigs bónda í Furu- dal. Jim var ekkert stoltur vegna hinnar erlendu fjöl- skyldu hennar, hinna mörgu bræðra, systra, frænda og frænka, en hann gladdist yfir fegurð hennar. Augun í Jelku voru stór og spyrjandi eins og hindaraugu. Nefið var þunnt og fíngert, varirnar þykkar og mjúkar. Hörund Jelku var Jim alltaf jafnmikið undrunarefni, vegna þess að á milli nátta gleymdi hann, hversu fallegt það var. Hún var svo ljúf, ró- leg og blíð, svo prýðileg hús- móðir, að Jim hugsaði oft með óbeit til þess ráðs, sem faðir hennar hafði gefið honum á brúðkaupsdaginn. Gamli mað- urinn, sem var orðinn voteygur og þrútinn af veizluölinu, gaf Jim vænt olnbogaskot og glotti undirfurðulega, svo að litlu dökku augun hurfu næstum undir bólgin og hrukkótt augnalokin. „Nú skalt þú ekki vera mikill asni,“ sagði hann. „Jelka er slavnesk stúlka. Hann er ekki lík amerískri stúlku. Ef hann er slæmur, lemdu hann. Ef hann er of lengi góður, lemdu hann lika. Ég lem mömmu hans. Pabbi lamdi mömmu mína. Þetta er slavnesk stúlka. Sá er ekki karlmaður, sem ekki lemur það illa úr honurn." „Ég myndi aldrei lemja Jelku,“ sagði Jim. Faðirinn flissaði og gaf hon- um aftur olnbogaskot. „Vertu ekki mikill asni,“ sagði hann viðvarandi. „Einhvern tíma færðu að sjá það.“ Hann reik- aði aftur að öltunnunni. Jim komst nógu fljótt að því, að Jelka var ekki eins og amer- ískar stúlkur. Hún var mjög þögul. Hún talaði aldrei að fyrra bragði, en svaraði aðeins spurningum hans, var stuttorð og ljúfmál. Hún lærði á eigin- mann sinn eins og hún lærði kafla úr Ritningunni. Þegar þau höfðu verið gift um skeið, þurfi Jim aldrei að biðja um nokkurn hlut, Jelka hafði hann alltaf reiðubúinn áður en hann væri búinn að koma Svefnherbergisdyrnar voru opnaðar og það myndaðist ofurlítill tunglskinsblettur á eldhúsgólfinu. Loks náði Jim að dyrunum og gægðist inn. Tunglskinið baðaði hvítt rúmið . .. 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.