Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.08.1975, Blaðsíða 5
Þróun byggðar á Islandi, sem í öðrum löndum, hefur i heila öld verið þéttbýlisþró- un. Farið hefur saman aukin verkaskipting i þjóðfélaginu og vaxandi þarfir fyrir margvís- lega þjónustu annars vegar og stóraukin framleiðni í land- búnaði og vaxandi bú hins- vegar. Samtímis hefur fólks- fjöldi í landinu þrefaldazt. Öll aukning þjóðarinnar hefur setzt að í þéttbýli og auk þess t>rír fimmtu þeirra að tölu til, sem fyrir hundrað árum bjuggu í sveit. Ekki eru neinar horfur á, að veruleg breyting verði á þess- ari þróun. Raunsæ umræða um hyggðamál getur því ekki snú- «t um, hvort ísland eigi að vera þéttbýlis- eða dreifbýlis- iand. Umræðan hlýtur fyrst og fremst að snúast um þróunar- jafnvægi á milli landshlut- anna, sem byggist á vaxtar- hraða þéttbýlis einstakra landshluta. Sveitir landsins munu enn um fyrirsjáanlega framtið leggja þéttbýlisstöðum landsins til „umframfram- leiðslu" sína af ungu fólki. Þetta þýðir ekki, að sveitirnar tæmist. Sé litið á sveitir hvers landshluta sem heildir eru þær enn fjölmennar og vel mennt- ar. Undantekningar eru ýmsar jaðarsveitir, sem eru vandamál út af fyrir sig. í einum lands- hluta er fólksfæð i sveitum al- mennt þó orðið mikið vanda- mál. Þetta eru Vestfirðir. Þró- un landbúnaðarins verður enn áreiðaniega sú, að bú stækki án þess að gera kröfur til aukins mannafla. Óliklegt er að búum fjölgi, líklegra að enn verði um fækkun að ræða. Fjölskyldu- stærð er yfirleitt meiri í sveit- um en í þéttbýli. Vegna þess virðist augljóst, að áfram muni fólk flytjast úr sveitum lands- ins til þéttbýlisstaða. anförnum áratugum hefur meginþorri þessa fólks fiutzt til höfuðborgarsvæðisins. Ekki er vafi á, að með aðgerðum opinberra aðila og annarra er unnt að hafa áhrif á hvar þeir, sem þurfa að setjast að ann- ars staðar en i sinni heima- sveit, taki sér bústað. Ef fram- farir á að tryggja í öllum landshlutum, hlýtur markmið- ið að vera, að fólk flytji sem stytzt, sem flestir til þéttbýlis- staðar eða staða síns heima- héraðs eða þá innan sins landshluta. Þetta er að vísu mjög einföld mynd af því sem um er að ræða. Fjölmörg atriði ráða staðarvaii folks til bú- setu. Má þar nefna úrval at- vinnutækiíæra. og skiptir menntun viðkomandi þá máli, ýmis félagsleg atriði og svo auðvitað persónuleg atriði. En hvað sem því líður, er víst að unnt er að hafa áhrif á fólks- straumana i landinu. Opinberir aðilar og aðrir geta skapað þær aðstæður, sem laða fólk að eða koma í veg fyrir brottflutning þess. Þetta hefur veriö gert á skipulegan hátt í mörgum löndum. Gerð- ar hafa veriö tilraunir til skipulegra aðgerða hér á landi, þó mikið skorti þar ennþá á,

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.