Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1975, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1975, Blaðsíða 13
urn hugskot hans, án þess hann næði að festa hugann við neina þeirra. En um leið vissi hann, að tækist honum það, vseri lausnin fundin. Hann studdi sig við gluggakarminn, og afturgreitt hárið féll fram á ennið. Niðri í garðinum hlupu þrír drengir og léku sér. Þeir voru yngri en Jan og þeir máttu ekki vera á grasflötinni, en þeir voru svo uppteknir af leiknum, að ekki var hægt að ónáða þá, og auk þess var það ekki í verkahring Péturs. Hann sá einn drenginn standa upp- réttan og hina tvo beygja sig fram, og svo hlupu þeir höfr- ungahlaup, og á sama andar- taki sá hann málverk í öllum htum: Akróbata Goya. Hann minntist þess, mundi það eins og hann hefði sjálfur séð það, eins og hann hefði sjálfur verið i þorpinu og séð þessa stór- kostlegu menn og fluglistir þeirra og bak við þá kastili- anskt landslag, sem hvarf bara °g hvarf í léttan loftkenndan óendanleikann. Pétur rétti úr sér. Hann var ringlaður, en mest vegna þeirrar undarlegu tilfinningar að hafa aldrei séð málverk Goya. Hann hafði séð fjöldann allan af eftirprentun- um, fjöldann allan af góðum eftirlíkingum, en hann hafði aldrei séð Akróbatana sjálfa ... aðrar myndir, en aldrei hana. Og hann var listfræðingur! En svo sló aftur út í fyrir hon- um, því það var ekki þetta, sem um var að ræða. Hann gat ekki sett reynslu sína við glugg- unn i sambandi við leitina að lyklinum, og eigi að síður fannst honum sem hann hefði fundið hann. Rétt eins og á málverkinu: allt svífandi. Þegar hann hringdi til Bett- ínu, skildi hún ekki strax, hvað hann vildi. Hún hélt, að Pétur hygðist fá umráðaréttinn yfir Jan; að drengurinn ætti að hytja i einsherbergis íbúð Pét- urs með rúm- og eldhúskróki, en það var erfitt að botna al- mennilega i þessu, því að hann talaði í sífellu um einhverja akróbata og landslag, sem var óendanlegt. En áður en hún hafði fullvissað sig um, að nú Sengi eitthvað alvarlegt að manninum, sagðist hann hafa keypt farseðla. Hann hafði heypt tvo miða í leigufiugi til Spánar og hann vildi taka Jan með sér. Óræð vonbrigði, á- þekkust móðgun, heltóku liana eitt andartak, og Bettínu lang- aði mest til að hrópa eða öskra í tólið, en svo hvarf tilíinn- ingin og í hennar stað létti henni. Vika, hún fengi vikufrí. I heila viku þyrfti hún hvorki að hugsa um Jan né Pétur! Það var betra en frímínútur í skól- anum, en minnti þó á þær, því að þar voru dyr, sem hægt var að ganga inn um, loka, reykja sígarettu og láta sér standa á sama. — Já, þetta er stórkostleg hugmynd, sagði hún. Farðu! ... farið þið endilega! Góða ferð! Rödd hennar reis hátt á síð- asta orðinu. Ferðin gekk ágætlega. Jan og Pétur lásu dagblöð og tíma- rit i flugvélinni eins og hinir farþegarnir, og Pétur fékk s ;r konjak og Jan drakk kók. Þeir sáu ekki París, en þeim var sagt, að borgin væri neðar skýjum. Til vinstri. Jan gretti sig framan í föður sinn og þeir brostu báðir. En það var ekki fyrr en þeir voru komnir út úr Pradosafninu og fóru ;nn á lítið kaffihús við eina af göt- unum handan Puerta del Sol, þar sem þjónninn þreif í liárið á Jan, ranghvolfdi augunum og spurði, hvort hann væri strákur eða stelpa, að þeir gátu hlegið. — Si, si, sagði Pétur, og þjónninn rak upp enn stærri augu, því nú var hann aldeilis hlessa, og Jan sagði líka: Si, si! Og þeir skemmtu sér svo vel, að þeir tóku bakföll, en þjónn- inn varð skelkaður og gekk að barnum, þar sem hann hvísl- aðist á við kollega sinn og benti á trúðana tvo, sem hlógu bara og hlógu. Þeir höfðu skoðað myndir Velasquezar og Utrillos og Grecos og Goya af fyllstu al- vöru. Hlið við hlið kerrtu þeir hnakkana og horfðu, glenntu upp augun og stigu nokkur skref aftur á bak til þess að fá rétta fjarlægð, rétt sjónar- horn, en seinna þegar Jan sá Guardia Civil í neðanjarðar- lestinni og virti hann fyrir sér að aftan, sá snoðklippt hár hans, stökka gljáhattinn hans, skothylkjabeltið, ridd- arabyssuna og stóru skamm- byssuna, fékk hann hláturs- kast, sem Pétur smitaðist af, svo þeir urðu að fara út á næstu stöð, og styðja hvorn annan skellihlæjandi upp tröppurnar. Sólskinið á breiðu strætinu með trjánum meðfram var allsráðandi, og þar sem þeir urðu samferða milli bílanna og kolsýringsins og mannfjöldans, var loks ekki unnt að sjá, hvor væri hvor, heldur mátti aðeins greina fjörlegar og óhátt- bundnar hreyfingarnar, kæt- ina og fjöllin hinum megin bæjarins, sem hurfu við sjón- deildarhring og skýin með eilífan snjó á toppinum. □ Sjaldan veldur einn í síðasta blaði Samvinnunnar (4. h. 1975) eru í forustugrein gerðar að umtalsefni árásir (sem svo eru kallaðar), sem gerðar hafi verið á Sambandið og sam- vinnuhreyfinguna í heild á liðnu vori. Ekki ætla ég af því tilefni að taka að mér að bera blak af Þjóð- viljanum og Alþýðubandalaginu, né heldur rifja upp hið leiðinlega „Selfossmál'1, en hinsvegar finnst mér ekki að undra, þótt nokkur gagnrýni um samvinnustefnuna og forustumenn hennar hrjóti úr penna og munni, þegar sérstakt tilefni gefst til. Þótt á stundum kunni ögn undan að svíða, er á- stæðulaust að taka öll slík um- mæli sem pólitískar árásir og of- stæki. Má þvert á móti hafa í huga, að sá er vinur er til vamms segir. í fáum orðum langar mig að- eins að benda á, að þótt I nefndri forustugrein sé rétt frá greint um þann árangur, sem samvinnu- hreyfingin hefur náð á undanförn- um áratugum, þá er ekki þar með sagt, að hún hafi í öllum grein- um hreinan skjöld. Áður fyrr báru ýmsir góðir sam- vinnumenn þá hugsjón í brjósti, að samvinnuhreyfingin mætti I framtíðinni ná yfirtökum á sem flestum sviðum efnahagslífsins, en léti sér ekki nægja að starfa við hlið einkaframtaksins og veita því „hæfilega samkepþni." Mætti ekki barátta samvinnu- hreyfingarinnar gegn einkafram- takinu vera ákveðnari og mark- vissari? Höfundur forustugreinarinnar segist ekki undrast „þótt harðar árásir hafi verið gerðar á sam- vinnuhreyfinguna i blöðum kaup- manna, peningavalds og einka- framtaks í landinu". En mætti honum hinsvegar ekki vera það nokkurt íhugunarefni, hversvegna árásir úr þeirri átt eru nú stórum minni og fátiðari en þær voru á uppgangsárum samvinnustefn- unnar, á meðan í forustu þar voru hugsjónarfkir og baráttuglaðir menn, sem höfðu það sist að markmiði að blanda blóði við þröngsýnt peningavald einka- framtaksins. „En hugsjónirnar að baki starfs- ins standa enn óbreyttar. Þær verða sterkari með hverri nýrri prófraun“ segir I nefndri forustu- grein. Betur að satt væri. þá tveir deila Samvinnumenn á íslandi hafa að vonum margt lært og tekið sér til fyrirmyndar ýmislegt, sem þeir hafa séð og heyrt hjá starfs- bræðrum sínum í nágrannalönd- unum, en þó er einn mikilsverður þáttur í starfsaðferðum flestra erlendra samvinnuhreyfinga, sem þeir hafa ekki getað tileinkað sér. Þeir hafa að verulegu leyti gleymt að leita samstarfs og samvinnu við verkalýðsstéttina i landinu og lítið gert til að örva traust og skilning milli þessara hagsmuna- hreyfinga. í ávarpi Sambands íslenskra samvinnufélaga, þar sem verkalýð landsins var árnað heilla 1. mai síðastl., var reyndar þannig kom- ist að orði: Samvinnuhreyfingin og verkalýðshreyfingin eru grein- ar á sama stofni, almenn samtök með samskonar markmið .. . .“ Við höfum býsna oft heyrt þessa staðhæfingu, en þess hefur lítt orðið vart, að nokkuð hafi verið unnið að því að gera orðin að veruleika. Naumast er þetta tilviljun ein. Ekki skal þvi mótmælt, að verka- lýðshreyfingin eigi hér einhverja sök, en sjaldan veldur einn þá tveir deila. Gæti einnig ráðið hér nokkru um, að almannarómur hef- ur um langt skeið talið, að þeir menn, sem mestu hafa ráðið í samvinnuhreyfingunni, séu hinir sömu er mynda kjarnann i íhalds- samasta hluta framsóknarflokks- ins. Stéttvisir verkamenn hafa af langri reynsiu lært, að íhaldi, til hvaða flokks sem það telst, er lítt treystandi, enda ávallt and- snúið málstað verkaiýðsins. Mér er nær að halda, að ástand og hagur islensku þjóðarinnar væri nú með öðrum svip, ef bet- ur hefði til tekist um samstarf og samvinnu þeirra fjöldahreyfinga, sem hér er fjallað um. Sem betur fer virðast nú nokk- ur teikn á lofti, sem benda til, að breytinga megi vænta í þess- um efnum, enda ósk flestra þeirra, sem unna þessum hagsmuna- stefnum, að erjum og fjandskap megi linna, en í þess stað verði komið á traustu bandalagi með þessum aðilum, til varnar gegn ofríki og yfirgangi peningavalds- ins. Jón Grímsson, Austurbrún 4. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.