Neisti - 01.10.1963, Blaðsíða 2
HALLVEIG THORLACIUS
AF
ÍSLEN2K0
WÓfl
FÉLflGI
NHSIT
HOSNÆfll
AÖstandendur okkar borgaralega þjóðfélags bregðast hinir verstu
við öllum tilraunum til þess að skyggnast inn f kjarna þessa þjóðfélags.
Það gefur auga leið, að þjóðfélag, sem komið er f ósátt við samtíð sína,
þolir ekki að komast undir smásjá.
Einn megintilgangur blaðsins okkar er einmitt að kanna bæði
stoðir og fylgikvilla þjóðfélags borgaranna.
Hér verður tekinn fyrir einn kvalafullur fylgikvilli - sem
húsnæðisvandræði heitir.
Dæmisaga um þakleitanda.
Þakleitandi nokkur á konu og þrjú böm. Hann er ungur og fær í
flestan sjó. Honum var sagt upp gamla húsnæðinu f vor og vantar annað.
Húsið, sem hann er að byggja verður ekki tilbúið fyrr en 1965. Einu sinni
í viku auglýsir hann 1 Vísi:
" Ég er 1 1/2 árs - er á götunni. Vill ekki einhver vera svo
góður að leigja foreldrum minum 2-3ja herbergja íbúð."
Eiginlega vissi hann ekki,hvað hann var að fara út í,þegar hann
byrjaði að byggja. Hann var jú ungur og bjartsýnn, og hvers vegna
átti haim að vera upp á húsabraskara kominn, þegar hann gat eignast sitt
eigið hús. Og svo voru dæturnar hans litlu ekki vel séðar af húseigendum.
Þær áttu til að þvo sér ekki um hendurnar allan daginn og mála með þeim
ganginn.
Það er líka margviðuikennd staðreynd og vfsindalega sönnuð, að
verðbólgan skenkir mönnum bókstaflega heilu húsin.
Hann fékk 150.000 kr. húsnæðismálastjórnarlán.og afganginn
snapaði hann saman f bönkum. Það tók sinn tfma, en að lokum var
þakleitandi með 300. 000 kr. upp á vasann, sem hann greiddi út f hönd
- 300 þúsundkrónuseðla. 100 þúsund áttu að greiðast á einu ári,og þá
var hann búinn að eignast fbúð - tilbúna undlr tréverk. Hann ætlar að
innrétta hana sjálfur, en hún kostar samt alltaf 250.000 kr.
En það er erfitt að standa f skilum við bankana. Þau sofa stimdum
lftið, hjónakornin, nóttina áður en víxillinn fellur. Hvernig sem þak-
leitandi sperrir sig.getur hann ekki sparað. (Það er mál manna, að sögnin
að spara teljist til fornmáls innan skamms). Peningar staldra sjaldnast við
á heimili hans.
Þakleitanda vantar íbúð til bráðabirgða. Hann er á götunni.
f orðsins fyllstu merkingu á g-ö-t-u-n-n-i. Þau fá að sofa f þvottahúsi
uppi í Hlíðum hjá vinkonu frúarinnar. En á daginn ganga þau öll fimm
um götur og þefa uppi íbúðir án gluggatjalda, og spyrja hvort þær séu til
leigu.
Eina hugsanlega lausnin á húsnæðisvandamálinu innan ramma þef sa
þjóðfélags er að mjókka bilið milli framboðs og eftirspurnar. Reynsla
okkar er sú, að bilið er alltaf að breikka.
Rúmur þriðjungur fslendinga býr f Reykjavík. Slíkur fjölda-
flotti til höfuðborgarinnar mun einsdæmi meðal þjóða. Við ætlum að
staldra við þetta seinna f blaðinu, hvers vegnaungt fólk vill ekki búa f sveit.
2