Neisti - 01.10.1963, Page 4

Neisti - 01.10.1963, Page 4
MAGNÚS JÓNSSON FERTUGASTA 06 SJÖTTA ÁR Við lifum á 46. ári. Ekki munu liða margir áratugir.þar til tímatal veröur miöað við þau aldahvörf, sem urðu 1917. Nokkru fyrr hafði Karl Marx breytt ævagamalli en síungri draum- sýn um frjálst samfélag og kátt mannlíf 1 vfsindi. f Ráðstjórnarríkjunum voru þessi visindi tekin í þjónustu manna. Þau voru alls vesalt eymdar- og volæð- island, en eru nú hvað öflugastur örlagavaldur um söguallra sem þennan hnött okkar byggja. Þó dag hvern sé líklega meira rætt um þau og ritað um víða veröld en önnur lönd, eru þær umræður margar hverjar lítt fallnar til skýringar eða skilningsauka á þeim miklu atburð- um sem þar eru að gerast. Skeytum ekkí um þá sem hata og óttast Ráðstjómarríkin af heimsku sinni eða fáfræði, né heldur þá sem lifa í þvf að magna þessa sömu fá- fræði og illvilja. Hitt er verra þegar skikkanlegasta fólk ruglast í rfminu af þeirri einföldu ástæðu, að sá mælikvarði, sem við eigum 1 lifsreynslu okkar og þekkingu eins og gengur og gerist, getur engan veginn hrokkið til að meta Ráð- stjómarrfkin. f fyrsta lagi er þess að gæta, að ástandið f Rússlandi f byrjun þess- arar aldar var svo skelfilegt, svo ofboðslegt, að engu lagi er lííkt. Ævisaga Maxims Gorki ^em til er á fslenzku mun skila lesanda langt á leið niður í það nöturlega helvfti, sem þar stóð. f öðru lagi er saga Ráðstjórnar- ríkjanna,frá byltingu framá sfðustu ár,saga um fólk,sem verður að lifa og vera þess ævinlega albúið að verja hendur sfnar, líf sitt,fyrir endalausum ógnunum, áformum og aðgerðum sem myrkravöld al- þjóðlegs auðmagns beittu til að reyna að fullnægja dauðadómnum, sem þau höfðu kveðið upp yfir bylt- ingunni. Fjölmörg erlend ríki tóku beinan þátt f borgarastyrjöldinni, sem eyddi land uppúr byltingu. Það er ekki fyrr en 1926,að þeir eru búnir að endurreisa svo búskap sinn, að framleiðslugetan er komin f sama stig og hún var mest fyrir byltingu, og þá reyndar ekki af miklu að státa. Og þó er ekki til setunnar boðið,innan skamms sjá þeir fyrir til hvers muni draga, heimsstyrjöldina síðari Undirbúhingur þeirra ,og síðan vörnin sjálf ,var heimssögulegt heljarátak. NÚ eru ekki liðin nema rúmlega 12 ár, segi og skrifa rúmlega tólf ár, síðan þeir voru nokkurn veginn búnir að ná sér eftir seinni heims- styrjöldina þ. e. a. s framleiðslu- getan var orðin sú safna og fyrir strfð. Þessar ytri sögulegu aðstæður verðum við.að hafa f huga þegar litið er á þróim Ráðstjórnarrfkjanna innanlands. Aðeins í ævintýrum gerist það,að karlssonur verði þegar f stað hinn ágætasti kommgur. Veruleikinn er grimmari, svfvirtur ogfákænn tötralýður breytist ekki á einu andartaki í mikilhæfa nútfma stjórnendur. Og þó að Kommúnistaflokkurinn, sem á að vera úrvalslið stjórni, er það sömuleiðis aðeins í ævintýrum,sem hókus pókus megnar einn að reisa dýrar hallir. Framleiðslugrundvöllur inn ákvarðar lff þjóða. f Ráðstjómar-| ríkjunum var hann f rústum. Sterkt vald varð söguleg nauðsyn, ef þeir áttu að geta varið dýrasta dóm hvers manns, lífið sjálft. Það kemur f hlut sagnfræðinga framtfðarinnar að meta réttilega orsakir þeirra hörmimga, sem gerðust f Ráðstjórnarrfkjvmum í stjómartfð Stalíns. Erfitt er að hugsa sér átakanlegri harmsögu en þá,að saklausir kommúnistar eru leiddir til slátrunar og þar vélar um það vald, sem þeir styðja og styrkja af alhug pg vita ekki að draumurinn dýri er snúinn f ránghverfu sína. SÉÐ INNÍ RAFMAGNSHEILA Hins vegar sýnir þróunin f Ráð- stjómarríkjunum ljóslega,að mikill er máttur vísindanna um þjóðfélagið, sósíalismans. Þrátt fyrir gjörninga og illan álagaham, þróast þjóðfélag- ið f áttina til allsnægta , framleiðslu- grundvöllurinn er treystur ( árið 1917 var framleiðslumagn Ráð- stjórnarrfkjanna 1 eining á móti 100 f Bandarikjunum - nú er sama hlut- fall orðið 1 á móti 1.3). Skilyrði menntunar eru hvergi meiri né betri, né heldur betur nýtt^en austur þar ( 4 jiver fbúi Ráðstjornarrfkjanna stundar einhvers konar nám ) . Menntun og góður efnahagur em svo aftur skilyrði raunverulegs lýðræðis, sem einnig styrkist æ betur. 4

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.