Neisti - 01.10.1963, Síða 6

Neisti - 01.10.1963, Síða 6
GUNNAR GUTTORMSSON FORSETI ÆF: IIIFII Æskulýðsfylkingin hefur miklu hlutverki að gegn f starfi því, sem bfður hinnar sósíalisku hreyfingar í landinu, að leiða þær gífurlegu breytingar, sem orðið hafa á atvinnuháttum landsmanna sfðastliðin 25 ár inn á brautir sósíalismans og leggja þar með grundvöllinn að þvf að tryggja alþýðu það Öryggi efnahagslegt og félagslegt, sem hún á heimtingu á. Á þessum tfma- mótiun í starfi Fylkirigarinnar er nauðsynlegt.að félagarnir dragi lærdóma af starfinu, sem að baki liggur, um leið og þeir hefja sókn til nýrra átaka. Hvaða verkefni eru það, sem Æskulýðsfylkingín, þarf einkum að ein- beita sér að nú á næstunni ? Félagsskapur, sem hefur það höfuðmarkmið að skapa nýtt og betra þjóðfélag á fslandi, þjóðfélag sósíalismans, þar sem „ einskis manns velferð er volæði hins » - hann þarf að eiga sterk ftök meðal æskunnar f landinu. Æskulýðsfylkingín er enginn leynifélagsskapur sem fjallar um dular- fullt fyrirbæri. Hún er félagsskapur, sem vill fá ungt fólk til þess að kynna sér sósíalismann rækilega. Aðeins á þeim grundvelli er hægt að átta sig á þeim öflum.sem ráða og móta þjóðfélagið. Samhengið milli þessara afla og vandamála æskulýðs þarf að vera dagljóst,til þess að hægt sé að skapa æskunni þroskvænleg uppvaxtarskilyrði og skilyrði til menntandi félags og skemmtanalífs. Aðeins með aukinni og öflugri félags- og fræðslustarfsemi getur Æskvdýðsfylkingin sýnt ungum verkamönnum, iðnnemum, skólafólki og öðrum verkalýð fram á það, að raunverulegra hagsmuna þeirra verður ekki gætt,né vandamál þeirra leystgiema með sameiginlegu starfitil um- sköpunar á þjóðfélaginu. Ungt fólk ætti að líta á það sem sjálfsagðan hlut að vera félagsbundnir f samtökum ungra sósíalista. Æskulýðsfylkingin þarf að eflast að félagatölu. Fylkingardeildirnar um land allt þurfa að hafa það efst á starfsáætlunum sínum að fá ungt fólk til að ganga f félagsskapinn. Á sambandsstjórnarfundi Æ. F. í haust var meðal annars rætt um ýmsar nýjungar f starfsseminni.t. d. að koma á umræðufundum um ýmis málefni, sem einkum varða ungt fólk. Var talið heppilegt að skipuleggja fyrst ráðstefnu um húsnæðismál, en eins og þeim er nú háttað f þjóðfélagi okkar, má búast við að marga fýsi að ræða þau mál. Æskulýðsfylkingin hefur, eins og raunar flest félagasamtök f landinu orðið fyrir barðinu á áhrifum hins langa vinnudags viðreisnarinnar. Areið- anlega tárfella viðreisnarkóngarnir ekki.þótt þeir frétti aö með brauki slnu hafi þeir gert Æskulýðsfylkingunni erfiðara fyrir að halda uppi sfnu venjulega fræðslustarfi, s.s. máffundanámskeiðum, leshringjum um sögu- leg og pólitfsk efni. En hvað um það. Æskulýðsfylkingin mun halda áfram með sfna fræðslustarfsemi og taka jafnvel upp nýjan þátt sem gæti heitið Viðreisn með bílainnflutningi. f stefnuskrá þeirri í æskulýðsmálum, sem Sósfalistaflokkurinn og Æskulýðsfylkingin samþykktu á þessu ári er fjallað f stórum dráttum um ýms vandamál æskufólks og raktar þjóðfélagslegar orsakir þeirra. Nauð- synlegt er, að Æskulýðsfylkingin taki hvert þessara mála fyrir á opinber- um vettvangi. Með þetta fyrir augum m.a. er ráðizt f útgáfu þessa blaðs. Ef þessum Neista verður vel tekið þá gæti hann tendrað vonir um út- gáfu á voldugra málgagni ungra sósíalista. 6. nóvember 1938 var Æ.F. stofnuð. Kreppuárin og uppgangur fasismans höfðu kennt róttækum öflum nauðsyn þess að standa saman, til að snúa vörn f sókn. Og bjarstýni og sóknarhugur ráða. Strax 1. desember 1938 hefst útgáfa málgagns, Landnemans. Ekkert, seí sem áhugi æskufólks beinist að, er blaðinu óviðkomandi. Hvatningar- greinar um íþróttir og útivist eru birtar ékki sfður en pólitfskar greinar. Og f janúar skýrir blaðið frá þvf, að f Æ. F.R. séu komnir um 500 meðlimir eftir tveggja mánaða étarf, átta starfshópar séu f gangi, m.a. málfundarfélag, fræðsluhópur vun sósfalisma og á hinn bóginn leikhópur, söngflokkur og danshópur: IrÞar sem bæðí eru kenndir nytfzku dansar, þjóðdansar og listdansar". Landneminn kom út allreglulega til 1943 og svo aftur 1952 - 1955. Seinna tfmabilið er efni hans einkum helgað baráttunni gegn erlendri ásælni og birt mikið af skáldskap ungra höfunda. Áhrif blaðsins haía vafalaust verið mest 1953, þegar það kom hálfsmánaðarlega út undir ritstjórn Jónasar Árnasonar. Tvær bækur hefur Æskulýðs- fylkingin gefið út. Sú fyrri, Pólitfsk hagfræði - nokkur grund- vallaratriði kom út 1949, en sú sfðari Dagur rfs - handbók ungra sósfalista kom út 1958. Var sú bók gefin út f tilefni af 20 ára af- mæli hreyfingarinnar, og geymir hún yfirlit yfir sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar, fslenzkt atvinnulff, baráttu íslendinga gegn erlendri ásælni, auðvaldsþjóðfélagið sósíalismann o. fl. Báðar bækumar hafa haft drjúg áhrif og komið að góðu haldi í fræðslustarfi hreyfingarinnar.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.