Neisti - 18.12.1978, Side 1

Neisti - 18.12.1978, Side 1
13. tbl. 1978 - 18. desember ÓREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST Verð í lausasölu kr. 200. FYLKING BYLTINGARSINNAÐRA KOMMÚNISTA - STUÐNINGSDEILD FJÓRÐA ALÞJÓÐASAMBANDSINS Snúumst til varnar gegn kjaraskerðingum og atvinnuleysi Hegðun núverandi ríkisstjórnar er skólabókardæmi um þá kenningu marxismanns að borgaralegt ríkisvald sé tæki borgarastéttarinnar. Þrátt fyrir góðan ásetning - eða eigum við að segja: þrátt fyrir pólitískar ástæður og loforð um hið gagnstæða - þá hefur núverandi ríkisstjórn lagt út á sömu braut og fyrirrennari hennar. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki haft neitt afl til að sporna gegn kröfum atvinnurekenda um verðhækkanir og hótunum þeirra um atvinnuleysi. Hún hlaut því að ráðast á kaupmátt launa jafn skjótt og hún sæi sér fært, þ.e.a.s. jafn skjótt og forysta verkalýðshreyf- ingarinnar væri reiðubúin að sam- þykkja kjaraskerðingar. Nú er fyrirsjáanlegt að efnahagsleg- ur samdráttur verður á næsta ári, samfara hættu á atvinnuleysi og við- leitni atvinnurekenda til að ráðast á kjör verkafólks. Gegn þessum hættum verður verkafólk að beita samtaka- mætti sínum í sjálfstæðri baráttu fyrir ákveðnum lausnum sem samsvara hagsmunum þess. Það verður að upplýsa verkafólk um þær hættur sem eru framundan og skapa meðvitund og samstöðu um ákveðnar aðgerðir til að mæta þeim. Að undanförnu hefur forysta verka- lýðshreyfingarinnar ekki gert neitt til að undirbúa vörn verkalýðshreyfingar- innar. Þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt er að atvinnurekendur og ríkisstjórnin stefna að frekari kjaraskerðingum 1. mars, þá er ekkert gert til að undirbúa verkalýðshreyfinguna undir átökin, ekkert gert til að efla verkalýðshreyf- inguna sem sjálfstætt afl, sem gæti þrýst á hina „vinveittu ríkisstjórn" gegn þrýstingi atvinnurekenda, sem nú leika hlutverk stjórnarandstöðu. í stað þess að upplýsa verkafólk um stöðuna í kjarabaráttunni, þá er reynt að fela þær kjaraskerðingar sem orðið hafa. f stað þess að setja fram ákveðnar kröfur um aðgerðir gegn hættunni á atvinnuleysi og kjaraskerðingum, þá er rætt almennt um „samráð“. f kjara- málaályktun sambandsstjórnarfundar ASf fyrir fáum dögum er rætt um að „það svigrúm sem bráðabirgðaað- gerðirnar gefa verðinýtt til varanlegrar stefnumótunar í samráði við verka- lýðshreyfinguna. . . .“ Jafnvel með besta vilja er erfítt að sjá hvaða svigrúm á að felast í fyrirsjáanlegum efnahagslegum samdrætti og vaxandi þrýstingi frá atvinnurekendum. f ályktunum sambandsstjórnarfund- arins er hvergi að finna ákveðnar kröfur þar sem ríkisstjórnin er vöruð við frekari kjaraskerðingum og hótað aðgerðum til að fylgja þeirri kröfu eftir, líkt og gert var á sambands- stjórnarfundinum fyrir ári síðan. Nú er einungis lýst „skilningi . . . á nauðsyn aðgerðanna". Sambandsstjórn ASf hefur augljóslega einnig „skilning" á því að frekari „aðgerðir“ geti orðið „nauðsynlegar". Með þessu aðgerðarleysi sínu og skilningsríki er forysta verkalýðshreyf- ingarinnar ekki að gera neitt annað en grafa undan styrk verkalýðshreyfíng- arinnar og möguleikum hennar á að vernda kaupmátt launa og þrýsta á ríkisstjórnina. Með þessu er forysta verkalýðshreyfíngarinnar að skapa svigrúm fyrir íhaldið innan vérkalýðs- hreyfíngarinnar. Hún er að veikja það afl, sem eitt getur varið kjör verkafólks og barist gegn þeirri íhaldsstjórn, sem atvinnurekendur vilja fá. f stað skilnings á nauðsyn kjara- skerðinga verður verkalýðshreyfingin að setja fram ákveðnar kröfur, sem fylgt er eftir með hótunum um ákveðn- ar aðgerðir, t.d. útflutningsbann eða verkfall. f stað almennra yfirlýsinga um bætt verðlagseftirlit og samræmda fjárfest- ingarstefnu verður verkalýðshreyfing- in að byggja upp eftirlit með verðlagn- ingu og rekstri fyrirtækjanna með því að virkja það verkafólk innan verka- lýðshreyfmgarinnar, sem framleiðir, verðmerkir og selur allar vörur fyrir at- vinnurekendur. f stað þess að nota hótanir atvinnu- rekenda um atvinnuleysi til að draga kjark úr verkafólki og sætta það við kjaraskerðingar verður að berjast gegn yfirráðum atvinnurekenda yfir ráðn- ingum og uppsögnum verkafólks og öðrum þáttum sem varða rekstur fyrir- tækjanna. Verkalýðshreyfingin verður einnig að setja fram ákveðna stefnu um uppbyggingu atvinnulífsins undir eftir- liti verkafólks. Einungis virkt starf verkafólksins á grundvelli stefnumörkunar af þessu tagi getur boðið birginn því skipulags- leysi auðvaldsframleiðslunnar og þeirri gróðafíkn atvinnurekenda, sem í dag ógna atvinnuöryggi íslensks verka- fólks og kjörum þess. Á.D. Höf. myndar : Kathe Kollwitz Stúdentaráð lýsir yfir stuðningi með þjóðaratkvæðagreiðslu + ... ................ * Skrifstofa Fylkingarinnar er opin frá 5-7 alla virka daga, 2-4 laugardaga Nýlega samþykkti Stúdentaráð Há- skóla fslands að lýsa yfir stuðningi við kröfu herstöðvaandstæðinga um þjóð- aratkvæðagreiðslu í hermálinu og við baráttu þeirra fyrir henni. Fer sam- þykktin hér á eftir. ,,SHÍfagnar þeirri samþykkt SHA þar sem hvatt er til þjóðaratkvœða- greiðslu um herinn og veru íslands í Nato og styður hana heilshugar. Bend- ir SHÍ, á, að þjóðin hefur aldrei verið spurð um fyrrgreind mál ogað afstaða manna til þeirra er engan veginn alltaf á sömu lund og opinber afstaða þeirra flokka er þeir kjósa iþingkosningum. Þvífagnar SHÍþeirri baráttu sem nú er hafin fyrir þjóðaratkvœðagreiðslu um herinn og veru fslands í Nato."

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.